Helgi Björns orðinn þreyttur á rigningunni: „Allt er gott í hófi“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 29. júní 2018 20:30 Það stefnir í að aldarmet verði senn slegið í sólarleysi í Reykjavík og ekkert útlit fyrir betra veður að mati veðurfræðings. Hitinn hefur hæst náð þrettán gráðum í júní og meira að segja Helgi Björns er orðinn þreyttur á rigningunni. „Mér skilst að við séum að slá einhvers konar aldarmet í sólarleysi í Reykjavík, þannig að það svosem á alveg rétt á sér, þessi umkvörtun um að það hafi lítið sést til sólar og það er ekki að sjá að það sé að breytast neitt á næstunni, ekki hér suðvestantil,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Sól og hiti í nágrannalöndum Ferðir til útlanda seljast nú sem aldrei fyrr, en veður hefur verið með besta móti víða í nágrannalöndum, hitinn hefur kitlað 30 gráður í Osló og varla sést ský á lofti í Kaupmannahöfn og Dublin, svo dæmi séu tekin. „Þetta eru mjög víðáttumiklar og sterkar hæðir bæði yfir Bretlandseyjum og Skandinavíu og þær beina bara þessum lægðum yfir til okkar, því einhvers staðar verður veðrið að vera,“ segir Elín Björk.Helga finnst rigningin enn góð Aðeins hefur sést til sólar í örfáar klukkustundir í Reykjavík í júní, mikið rignt og hiti hæst náð um þrettán stigum. Í Facebook færslu bendir veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson á að meira að segja hafi verið hlýrra kuldasumarið fræga 1983. Svo mikil hefur úrkoman og kuldatíðin verið að meira að segja Helga Björns er nóg um.Helgi, finnst þér rigningin ennþá góð?„Já, mér finnst rigningin góð. En, eins og allir góðir hlutir, þá verða þeir að vera í hófi,“ segir Helgi. Því fer þó fjarri að landsmenn allir sitji inni í kulda og úrkomu. Þannig hefur hæst mælst 24 stiga hiti á Egilsstöðum í júní og á Akureyri hafa mælst um 20 gráður. „Það komu held ég ellefu dagar í maí þar sem hitinn var yfir 20 gráðum á austanverðu landinu, og svo hefur verið 18 upp í 22-23 stiga hiti finnst mér meira og minna allan júní líka á þessu svæði,“ segir Elín Björk. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Það stefnir í að aldarmet verði senn slegið í sólarleysi í Reykjavík og ekkert útlit fyrir betra veður að mati veðurfræðings. Hitinn hefur hæst náð þrettán gráðum í júní og meira að segja Helgi Björns er orðinn þreyttur á rigningunni. „Mér skilst að við séum að slá einhvers konar aldarmet í sólarleysi í Reykjavík, þannig að það svosem á alveg rétt á sér, þessi umkvörtun um að það hafi lítið sést til sólar og það er ekki að sjá að það sé að breytast neitt á næstunni, ekki hér suðvestantil,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Sól og hiti í nágrannalöndum Ferðir til útlanda seljast nú sem aldrei fyrr, en veður hefur verið með besta móti víða í nágrannalöndum, hitinn hefur kitlað 30 gráður í Osló og varla sést ský á lofti í Kaupmannahöfn og Dublin, svo dæmi séu tekin. „Þetta eru mjög víðáttumiklar og sterkar hæðir bæði yfir Bretlandseyjum og Skandinavíu og þær beina bara þessum lægðum yfir til okkar, því einhvers staðar verður veðrið að vera,“ segir Elín Björk.Helga finnst rigningin enn góð Aðeins hefur sést til sólar í örfáar klukkustundir í Reykjavík í júní, mikið rignt og hiti hæst náð um þrettán stigum. Í Facebook færslu bendir veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson á að meira að segja hafi verið hlýrra kuldasumarið fræga 1983. Svo mikil hefur úrkoman og kuldatíðin verið að meira að segja Helga Björns er nóg um.Helgi, finnst þér rigningin ennþá góð?„Já, mér finnst rigningin góð. En, eins og allir góðir hlutir, þá verða þeir að vera í hófi,“ segir Helgi. Því fer þó fjarri að landsmenn allir sitji inni í kulda og úrkomu. Þannig hefur hæst mælst 24 stiga hiti á Egilsstöðum í júní og á Akureyri hafa mælst um 20 gráður. „Það komu held ég ellefu dagar í maí þar sem hitinn var yfir 20 gráðum á austanverðu landinu, og svo hefur verið 18 upp í 22-23 stiga hiti finnst mér meira og minna allan júní líka á þessu svæði,“ segir Elín Björk.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira