Helgi Björns orðinn þreyttur á rigningunni: „Allt er gott í hófi“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 29. júní 2018 20:30 Það stefnir í að aldarmet verði senn slegið í sólarleysi í Reykjavík og ekkert útlit fyrir betra veður að mati veðurfræðings. Hitinn hefur hæst náð þrettán gráðum í júní og meira að segja Helgi Björns er orðinn þreyttur á rigningunni. „Mér skilst að við séum að slá einhvers konar aldarmet í sólarleysi í Reykjavík, þannig að það svosem á alveg rétt á sér, þessi umkvörtun um að það hafi lítið sést til sólar og það er ekki að sjá að það sé að breytast neitt á næstunni, ekki hér suðvestantil,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Sól og hiti í nágrannalöndum Ferðir til útlanda seljast nú sem aldrei fyrr, en veður hefur verið með besta móti víða í nágrannalöndum, hitinn hefur kitlað 30 gráður í Osló og varla sést ský á lofti í Kaupmannahöfn og Dublin, svo dæmi séu tekin. „Þetta eru mjög víðáttumiklar og sterkar hæðir bæði yfir Bretlandseyjum og Skandinavíu og þær beina bara þessum lægðum yfir til okkar, því einhvers staðar verður veðrið að vera,“ segir Elín Björk.Helga finnst rigningin enn góð Aðeins hefur sést til sólar í örfáar klukkustundir í Reykjavík í júní, mikið rignt og hiti hæst náð um þrettán stigum. Í Facebook færslu bendir veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson á að meira að segja hafi verið hlýrra kuldasumarið fræga 1983. Svo mikil hefur úrkoman og kuldatíðin verið að meira að segja Helga Björns er nóg um.Helgi, finnst þér rigningin ennþá góð?„Já, mér finnst rigningin góð. En, eins og allir góðir hlutir, þá verða þeir að vera í hófi,“ segir Helgi. Því fer þó fjarri að landsmenn allir sitji inni í kulda og úrkomu. Þannig hefur hæst mælst 24 stiga hiti á Egilsstöðum í júní og á Akureyri hafa mælst um 20 gráður. „Það komu held ég ellefu dagar í maí þar sem hitinn var yfir 20 gráðum á austanverðu landinu, og svo hefur verið 18 upp í 22-23 stiga hiti finnst mér meira og minna allan júní líka á þessu svæði,“ segir Elín Björk. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
Það stefnir í að aldarmet verði senn slegið í sólarleysi í Reykjavík og ekkert útlit fyrir betra veður að mati veðurfræðings. Hitinn hefur hæst náð þrettán gráðum í júní og meira að segja Helgi Björns er orðinn þreyttur á rigningunni. „Mér skilst að við séum að slá einhvers konar aldarmet í sólarleysi í Reykjavík, þannig að það svosem á alveg rétt á sér, þessi umkvörtun um að það hafi lítið sést til sólar og það er ekki að sjá að það sé að breytast neitt á næstunni, ekki hér suðvestantil,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Sól og hiti í nágrannalöndum Ferðir til útlanda seljast nú sem aldrei fyrr, en veður hefur verið með besta móti víða í nágrannalöndum, hitinn hefur kitlað 30 gráður í Osló og varla sést ský á lofti í Kaupmannahöfn og Dublin, svo dæmi séu tekin. „Þetta eru mjög víðáttumiklar og sterkar hæðir bæði yfir Bretlandseyjum og Skandinavíu og þær beina bara þessum lægðum yfir til okkar, því einhvers staðar verður veðrið að vera,“ segir Elín Björk.Helga finnst rigningin enn góð Aðeins hefur sést til sólar í örfáar klukkustundir í Reykjavík í júní, mikið rignt og hiti hæst náð um þrettán stigum. Í Facebook færslu bendir veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson á að meira að segja hafi verið hlýrra kuldasumarið fræga 1983. Svo mikil hefur úrkoman og kuldatíðin verið að meira að segja Helga Björns er nóg um.Helgi, finnst þér rigningin ennþá góð?„Já, mér finnst rigningin góð. En, eins og allir góðir hlutir, þá verða þeir að vera í hófi,“ segir Helgi. Því fer þó fjarri að landsmenn allir sitji inni í kulda og úrkomu. Þannig hefur hæst mælst 24 stiga hiti á Egilsstöðum í júní og á Akureyri hafa mælst um 20 gráður. „Það komu held ég ellefu dagar í maí þar sem hitinn var yfir 20 gráðum á austanverðu landinu, og svo hefur verið 18 upp í 22-23 stiga hiti finnst mér meira og minna allan júní líka á þessu svæði,“ segir Elín Björk.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira