Helgi Björns orðinn þreyttur á rigningunni: „Allt er gott í hófi“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 29. júní 2018 20:30 Það stefnir í að aldarmet verði senn slegið í sólarleysi í Reykjavík og ekkert útlit fyrir betra veður að mati veðurfræðings. Hitinn hefur hæst náð þrettán gráðum í júní og meira að segja Helgi Björns er orðinn þreyttur á rigningunni. „Mér skilst að við séum að slá einhvers konar aldarmet í sólarleysi í Reykjavík, þannig að það svosem á alveg rétt á sér, þessi umkvörtun um að það hafi lítið sést til sólar og það er ekki að sjá að það sé að breytast neitt á næstunni, ekki hér suðvestantil,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Sól og hiti í nágrannalöndum Ferðir til útlanda seljast nú sem aldrei fyrr, en veður hefur verið með besta móti víða í nágrannalöndum, hitinn hefur kitlað 30 gráður í Osló og varla sést ský á lofti í Kaupmannahöfn og Dublin, svo dæmi séu tekin. „Þetta eru mjög víðáttumiklar og sterkar hæðir bæði yfir Bretlandseyjum og Skandinavíu og þær beina bara þessum lægðum yfir til okkar, því einhvers staðar verður veðrið að vera,“ segir Elín Björk.Helga finnst rigningin enn góð Aðeins hefur sést til sólar í örfáar klukkustundir í Reykjavík í júní, mikið rignt og hiti hæst náð um þrettán stigum. Í Facebook færslu bendir veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson á að meira að segja hafi verið hlýrra kuldasumarið fræga 1983. Svo mikil hefur úrkoman og kuldatíðin verið að meira að segja Helga Björns er nóg um.Helgi, finnst þér rigningin ennþá góð?„Já, mér finnst rigningin góð. En, eins og allir góðir hlutir, þá verða þeir að vera í hófi,“ segir Helgi. Því fer þó fjarri að landsmenn allir sitji inni í kulda og úrkomu. Þannig hefur hæst mælst 24 stiga hiti á Egilsstöðum í júní og á Akureyri hafa mælst um 20 gráður. „Það komu held ég ellefu dagar í maí þar sem hitinn var yfir 20 gráðum á austanverðu landinu, og svo hefur verið 18 upp í 22-23 stiga hiti finnst mér meira og minna allan júní líka á þessu svæði,“ segir Elín Björk. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Það stefnir í að aldarmet verði senn slegið í sólarleysi í Reykjavík og ekkert útlit fyrir betra veður að mati veðurfræðings. Hitinn hefur hæst náð þrettán gráðum í júní og meira að segja Helgi Björns er orðinn þreyttur á rigningunni. „Mér skilst að við séum að slá einhvers konar aldarmet í sólarleysi í Reykjavík, þannig að það svosem á alveg rétt á sér, þessi umkvörtun um að það hafi lítið sést til sólar og það er ekki að sjá að það sé að breytast neitt á næstunni, ekki hér suðvestantil,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Sól og hiti í nágrannalöndum Ferðir til útlanda seljast nú sem aldrei fyrr, en veður hefur verið með besta móti víða í nágrannalöndum, hitinn hefur kitlað 30 gráður í Osló og varla sést ský á lofti í Kaupmannahöfn og Dublin, svo dæmi séu tekin. „Þetta eru mjög víðáttumiklar og sterkar hæðir bæði yfir Bretlandseyjum og Skandinavíu og þær beina bara þessum lægðum yfir til okkar, því einhvers staðar verður veðrið að vera,“ segir Elín Björk.Helga finnst rigningin enn góð Aðeins hefur sést til sólar í örfáar klukkustundir í Reykjavík í júní, mikið rignt og hiti hæst náð um þrettán stigum. Í Facebook færslu bendir veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson á að meira að segja hafi verið hlýrra kuldasumarið fræga 1983. Svo mikil hefur úrkoman og kuldatíðin verið að meira að segja Helga Björns er nóg um.Helgi, finnst þér rigningin ennþá góð?„Já, mér finnst rigningin góð. En, eins og allir góðir hlutir, þá verða þeir að vera í hófi,“ segir Helgi. Því fer þó fjarri að landsmenn allir sitji inni í kulda og úrkomu. Þannig hefur hæst mælst 24 stiga hiti á Egilsstöðum í júní og á Akureyri hafa mælst um 20 gráður. „Það komu held ég ellefu dagar í maí þar sem hitinn var yfir 20 gráðum á austanverðu landinu, og svo hefur verið 18 upp í 22-23 stiga hiti finnst mér meira og minna allan júní líka á þessu svæði,“ segir Elín Björk.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira