Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2018 09:00 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. fréttablaðið/vilhelm Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. Hún segir að álagið hafi verið stígandi hjá stofnuninni í nokkur ár og staðan sé í raun sú að það rigni yfir stofnunina málum. Mál í vinnslu hjá Persónuvernd nú, opin og óafgreidd, eru 754 en miðað við mikinn fjölda nýrra mála til dæmis í Danmörku og Írlandi eftir að nýja löggjöfin tók gildi þar megi gera ráð fyrir að málum hjá stofnuninni hér á landi fjölgi einnig mjög mikið.Hægt að óska eftir persónuupplýsingum og vinnslu á þeim Um er að ræða nýja löggjöf sem kom til framkvæmda í ríkjum Evrópusambandsins þann 25. maí síðastliðinn en ríki EES innleiða löggjöfina hvert og eitt. Þar sem lögin taka gildi hér á sunnudag geta einstaklingar frá og með þeim degi óskað eftir persónuupplýsingum um sig og vinnslu þeirra frá íslenskum stofnunum og fyrirtækjum. Þá nær löggjöfin til erlendra alþjóðlegra stórfyrirtækja á borð við Facebook og Google og geta Íslendingar sem vilja leita réttar síns gagnvart þeim leitað til Persónuverndar.Persónuupplýsingar eru sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar sem rekja má beint eða óbeint til einstaklings, til að mynda kennitala, heimilisfang, bílnúmer og viðskiptasaga hjá tilteknu fyrirtæki.Löggjöfin kom til framkvæmda í ríkjum ESB í maí síðastliðnum en hún nær til alþjóðlegra stórfyrirtækja á borð við Facebook og Google.vísir/gettyMikið bankað á dyr Persónuverndar Fyrirtæki og stofnanir hafa undanfarið verið að undirbúa sig fyrir gildistöku laganna og til að mynda tilnefnt persónuverndarfulltrúa sem öllum sveitarfélögum, stofnunum og sumum fyrirtækjum er skylt að gera. Þá hafa fyrirtæki og stofnanir mikið haft samband við Persónuvernd til að fá upplýsingar og ráð varðandi nýju löggjöfina. „Það er endalaust af fyrirspurnum. Við höfum sett á fót sérstakt þjónustuborð til að svara litlum og meðalstórum fyrirtækjum með eins snöggum hætti og við getum. Þannig að við erum að reyna að skuldbinda okkur til að svara innan þriggja til fimm daga. Ef þetta færi með öllum hinum fyrirspurnunum þá er þetta bara orðin ein af mörg hundruð fyrirspurnum sem er þá forgangsmetin eftir vægi,“ segir Helga.„Markmiðið má ekki gleymast í öllu þessu álagi“ Ljóst er að mikil vinna og mikill kostnaður hefur farið og mun fara í það hjá fyrirtækjum og stofnunum að framfylgja nýju löggjöfinni, að minnsta kosti í upphafi, en brot á lögunum getur svo varðað sektum sem geta hlaupið á milljörðum króna. Helga segir þó að það megi ekki gleymast hvert sé markmiðið með löggjöfinni. „Markmiðið með þessu öllu er að auka réttindi einstaklinga þannig að við fáum öll að vita hverjir eru að vinna upplýsingar um okkur. Markmiðið má ekki gleymast í öllu þessu álagi sem allir eru að lenda í núna, það er að búa til betra samfélag þar sem virðing er borin fyrir þessum grundvallarréttindum sem eru stjórnarskrárvarin hjá okkur. Það er útgangspunkturinn,“ segir Helga. Vilji einstaklingur óska eftir persónuupplýsingum um sig frá til dæmis símafyrirtæki leitar hann beint til fyrirtækisins. Að sögn Helgu hefur fyrirtækið svo einn mánuður til að svara beiðninni en þessi tímafrestur á við um öll fyrirtæki og stofnanir sem löggjöfin nær til.Yfirkeyrsla á starfsmönnum og álag mjög lengiEn hvernig er Persónuvernd í stakk búin til að takast á við þessa nýju löggjöf og þann aukna fjölda mála sem fyrirsjáanlegur er vegna hennar hjá stofnuninni? „Það gefur augaleið að þetta eru ekki kjöraðstæður hjá Persónuvernd að fást við þessa löggjöf vegna þess mikla álags sem hefur verið hér undanfarin ár og mánuði. Við erum ekki með þá mönnun sem þarf til þess að sinna að öllu leyti þessum málaflokki og þegar höfum við þurft að sinna mjög alvarlegri forgangsröðun í marga mánuði. Þannig að því leytinu til hefur verið yfirkeyrsla á starfsmönnum og álag mjög lengi og við þessar aðstæður erum við að fá þessa nýju löggjöf,“ segir Helga og bætir við að stofnunin muni að sjálfsögðu gera allt sem hægt er til að forgangsraða málum rétt. Það þurfi síðan að fylgjast vel með því hvort að málsmeðferð Persónuverndar verði ásættanleg eða hvort að stofnunin þurfi auknar fjárheimildir til að geta sinnt verkefninu. Neytendur Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Víðtækar heimildir um vinnslu persónuupplýsinga settar í lög Fagráðuneytin bregðast við nýjum lögum um persónuvernd með breytingum á fjölmörgum lögum til að tryggja opinberum stofnunum lagaheimildir til vinnslu persónuupplýsinga. 5. júlí 2018 06:00 Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. Hún segir að álagið hafi verið stígandi hjá stofnuninni í nokkur ár og staðan sé í raun sú að það rigni yfir stofnunina málum. Mál í vinnslu hjá Persónuvernd nú, opin og óafgreidd, eru 754 en miðað við mikinn fjölda nýrra mála til dæmis í Danmörku og Írlandi eftir að nýja löggjöfin tók gildi þar megi gera ráð fyrir að málum hjá stofnuninni hér á landi fjölgi einnig mjög mikið.Hægt að óska eftir persónuupplýsingum og vinnslu á þeim Um er að ræða nýja löggjöf sem kom til framkvæmda í ríkjum Evrópusambandsins þann 25. maí síðastliðinn en ríki EES innleiða löggjöfina hvert og eitt. Þar sem lögin taka gildi hér á sunnudag geta einstaklingar frá og með þeim degi óskað eftir persónuupplýsingum um sig og vinnslu þeirra frá íslenskum stofnunum og fyrirtækjum. Þá nær löggjöfin til erlendra alþjóðlegra stórfyrirtækja á borð við Facebook og Google og geta Íslendingar sem vilja leita réttar síns gagnvart þeim leitað til Persónuverndar.Persónuupplýsingar eru sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar sem rekja má beint eða óbeint til einstaklings, til að mynda kennitala, heimilisfang, bílnúmer og viðskiptasaga hjá tilteknu fyrirtæki.Löggjöfin kom til framkvæmda í ríkjum ESB í maí síðastliðnum en hún nær til alþjóðlegra stórfyrirtækja á borð við Facebook og Google.vísir/gettyMikið bankað á dyr Persónuverndar Fyrirtæki og stofnanir hafa undanfarið verið að undirbúa sig fyrir gildistöku laganna og til að mynda tilnefnt persónuverndarfulltrúa sem öllum sveitarfélögum, stofnunum og sumum fyrirtækjum er skylt að gera. Þá hafa fyrirtæki og stofnanir mikið haft samband við Persónuvernd til að fá upplýsingar og ráð varðandi nýju löggjöfina. „Það er endalaust af fyrirspurnum. Við höfum sett á fót sérstakt þjónustuborð til að svara litlum og meðalstórum fyrirtækjum með eins snöggum hætti og við getum. Þannig að við erum að reyna að skuldbinda okkur til að svara innan þriggja til fimm daga. Ef þetta færi með öllum hinum fyrirspurnunum þá er þetta bara orðin ein af mörg hundruð fyrirspurnum sem er þá forgangsmetin eftir vægi,“ segir Helga.„Markmiðið má ekki gleymast í öllu þessu álagi“ Ljóst er að mikil vinna og mikill kostnaður hefur farið og mun fara í það hjá fyrirtækjum og stofnunum að framfylgja nýju löggjöfinni, að minnsta kosti í upphafi, en brot á lögunum getur svo varðað sektum sem geta hlaupið á milljörðum króna. Helga segir þó að það megi ekki gleymast hvert sé markmiðið með löggjöfinni. „Markmiðið með þessu öllu er að auka réttindi einstaklinga þannig að við fáum öll að vita hverjir eru að vinna upplýsingar um okkur. Markmiðið má ekki gleymast í öllu þessu álagi sem allir eru að lenda í núna, það er að búa til betra samfélag þar sem virðing er borin fyrir þessum grundvallarréttindum sem eru stjórnarskrárvarin hjá okkur. Það er útgangspunkturinn,“ segir Helga. Vilji einstaklingur óska eftir persónuupplýsingum um sig frá til dæmis símafyrirtæki leitar hann beint til fyrirtækisins. Að sögn Helgu hefur fyrirtækið svo einn mánuður til að svara beiðninni en þessi tímafrestur á við um öll fyrirtæki og stofnanir sem löggjöfin nær til.Yfirkeyrsla á starfsmönnum og álag mjög lengiEn hvernig er Persónuvernd í stakk búin til að takast á við þessa nýju löggjöf og þann aukna fjölda mála sem fyrirsjáanlegur er vegna hennar hjá stofnuninni? „Það gefur augaleið að þetta eru ekki kjöraðstæður hjá Persónuvernd að fást við þessa löggjöf vegna þess mikla álags sem hefur verið hér undanfarin ár og mánuði. Við erum ekki með þá mönnun sem þarf til þess að sinna að öllu leyti þessum málaflokki og þegar höfum við þurft að sinna mjög alvarlegri forgangsröðun í marga mánuði. Þannig að því leytinu til hefur verið yfirkeyrsla á starfsmönnum og álag mjög lengi og við þessar aðstæður erum við að fá þessa nýju löggjöf,“ segir Helga og bætir við að stofnunin muni að sjálfsögðu gera allt sem hægt er til að forgangsraða málum rétt. Það þurfi síðan að fylgjast vel með því hvort að málsmeðferð Persónuverndar verði ásættanleg eða hvort að stofnunin þurfi auknar fjárheimildir til að geta sinnt verkefninu.
Neytendur Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Víðtækar heimildir um vinnslu persónuupplýsinga settar í lög Fagráðuneytin bregðast við nýjum lögum um persónuvernd með breytingum á fjölmörgum lögum til að tryggja opinberum stofnunum lagaheimildir til vinnslu persónuupplýsinga. 5. júlí 2018 06:00 Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34
Víðtækar heimildir um vinnslu persónuupplýsinga settar í lög Fagráðuneytin bregðast við nýjum lögum um persónuvernd með breytingum á fjölmörgum lögum til að tryggja opinberum stofnunum lagaheimildir til vinnslu persónuupplýsinga. 5. júlí 2018 06:00
Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08