Innlent

Ásta tekur við stjórninni í Bláskógabyggð

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Ásta er ráðin í starfið úr hópi 24 umsækjenda.
Ásta er ráðin í starfið úr hópi 24 umsækjenda. Vísir/Magnús Hlynur
Ásta Stefánsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, hefur verið ráðin nýr sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Ásta er ráðin í starfið úr hópi 24 umsækjenda. Ásta sem er lögfræðingur að mennt hefur undanfarin átta ár gengt starfi framkvæmdastjóra Árborgar.

„Þetta verður gaman, ég hlakka til að vinna með sveitarstjórn Bláskógabyggðar“, segir Ásta sem mun væntanlega taka við nýja starfinu fljótlega. Hún tekur við starfinu af Valtý Valtýssyni.

Bláskógabyggð varð til sem sveitarfélag 9. júní 2002 við sameiningu þriggja sveitarfélaga, Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps. Nýtt nafn sveitarfélagsins er fengið að láni úr Þingvallasveit og tengist birkinu og bláma vatnsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×