Lífið

Nýkrýndur ljótasti hundur heims dauður

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tíkarinnar Zsa Zsa verður sárt saknað.
Tíkarinnar Zsa Zsa verður sárt saknað. Vísir/EPA

Enski bolabíturinn Zsa Zsa, sem nýlega varð þess heiðurs aðnjótandi að vera krýnd ljótasti hundur heims, er dauð. Að sögn eiganda hundsins hélt Zsa Zsa á vit feðra sinna í svefni aðfaranótt þriðjudags.

Megan Brainard, eigandi Zsa Zsa, greindi frá málinu í bandaríska sjónvarpsþættinum The Today Show. Tíkin hafði verið í pössun hjá föður Brainard og kom hann að Zsa Zsa dauðri á þriðjudagsmorgun. Fjölskyldan er öll miður sín vegna fráfalls hennar.

Keppnin um ljótasta hundinn er haldin í Petaluma í Kaliforníu ár hvert, og nú síðast þann 24. júní síðastliðinn. Því eru aðeins tvær vikur síðan Zsa Zsa hreppti hnossið.


Tengdar fréttir

Peanut krýndur ljótasti hundur í heimi

Að sögn viðstaddra bar hann höfuð og herðar yfir alla aðra keppendur. Hundurinn Quasi Modo þótti sigurstranglegur en fékk hann þó einungis 671 atkvæði á meðan Peanut fékk 1.795 atkvæði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.