Var 10 mínútur að finna um þúsund vændiskonur í Reykjavík Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. júlí 2018 21:03 Gjörningalistakonan Elín Signý Ragnarsdóttir sem hefur verið að skoða kynlífsiðnaðinn á Íslandi var aðeins 10 mínútur að finna 952 starfandi vændiskonur í Reykjavík í gegnum internetið. Vísir/Stöð 2 Gjörningalistakonan Elín Signý Ragnarsdóttir sem hefur verið að skoða kynlífsiðnaðinn á Íslandi var aðeins 10 mínútur að finna 952 starfandi vændiskonur í Reykjavík í gegnum internetið. Allar voru þær erlendar. Til að kanna eftirspurn vændis bjó Elín til aðgang á escort vefsíðu og fékk samdægurs margar beiðnir frá íslenskum karlmönnum. Í kjölfarið skrifaði hún niðurstöður sínar niður á þrjár gínur sem hún staðsetur í Reykjavík og fræðir vegfarendur um málefnið. „Ég bjóst ekki við að þetta væri svona stór iðnaður hér þannig að ég fór að rannsaka þetta. Þetta er gríðarlega mikið vandamál og stórt vandamál hérna á Íslandi. Mikið af konum sem eru að vinna í þessum geira eru mjög líklega fórnarlömb mannsals.Það kom Elínu á óvart hversu stór vændisiðnaðurinn væri hérlendis.Vísir/stöð 2Gjörningurinn er hluti af listasýningu sem verður til sýnis á Lunga á Seyðisfirði í næstu viku. Auk þess verður til sýnis myndband með viðtölum við vegfarendur um málefnið. „Ég er búin að vera að taka viðtöl við fólk hérna úti á götu og fólk fær alveg sjokk yfir því hvað þetta er mikið á Íslandi. Mjög margir gerðu sér ekki grein fyrir því. Fólk þakkar mér fyrir þetta og sumir fara að gráta þegar þau lesa þetta,“ segir Elín. Elín valdi kvenkyns gínur til að sýna kvenlíkamann sem oft er hlutgerður í kynlífsiðnaðinum. Hún vonast til að gjörningurinn komi af stað umræðu og aukinni fræðslu. „Ég held að lögreglan þurfi að hafa fleira starfsfólk sem er að sjá um þessi mál og það þarf meiri pening til að rannsaka þessi mál. Einnig tel ég að það væri mjög gott ef að ungt fólk yrði frætt um þetta í skólum. Um þennan iðnað, hversu skaðlegur hann er og hversu siðlaust það er í rauninni að kaupa vændi og hvað fólk er að styrkja þegar það kaupir vændi. Því að þetta eru oft konur sem eru neyddar í þetta,“ segir hún. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Gjörningalistakonan Elín Signý Ragnarsdóttir sem hefur verið að skoða kynlífsiðnaðinn á Íslandi var aðeins 10 mínútur að finna 952 starfandi vændiskonur í Reykjavík í gegnum internetið. Allar voru þær erlendar. Til að kanna eftirspurn vændis bjó Elín til aðgang á escort vefsíðu og fékk samdægurs margar beiðnir frá íslenskum karlmönnum. Í kjölfarið skrifaði hún niðurstöður sínar niður á þrjár gínur sem hún staðsetur í Reykjavík og fræðir vegfarendur um málefnið. „Ég bjóst ekki við að þetta væri svona stór iðnaður hér þannig að ég fór að rannsaka þetta. Þetta er gríðarlega mikið vandamál og stórt vandamál hérna á Íslandi. Mikið af konum sem eru að vinna í þessum geira eru mjög líklega fórnarlömb mannsals.Það kom Elínu á óvart hversu stór vændisiðnaðurinn væri hérlendis.Vísir/stöð 2Gjörningurinn er hluti af listasýningu sem verður til sýnis á Lunga á Seyðisfirði í næstu viku. Auk þess verður til sýnis myndband með viðtölum við vegfarendur um málefnið. „Ég er búin að vera að taka viðtöl við fólk hérna úti á götu og fólk fær alveg sjokk yfir því hvað þetta er mikið á Íslandi. Mjög margir gerðu sér ekki grein fyrir því. Fólk þakkar mér fyrir þetta og sumir fara að gráta þegar þau lesa þetta,“ segir Elín. Elín valdi kvenkyns gínur til að sýna kvenlíkamann sem oft er hlutgerður í kynlífsiðnaðinum. Hún vonast til að gjörningurinn komi af stað umræðu og aukinni fræðslu. „Ég held að lögreglan þurfi að hafa fleira starfsfólk sem er að sjá um þessi mál og það þarf meiri pening til að rannsaka þessi mál. Einnig tel ég að það væri mjög gott ef að ungt fólk yrði frætt um þetta í skólum. Um þennan iðnað, hversu skaðlegur hann er og hversu siðlaust það er í rauninni að kaupa vændi og hvað fólk er að styrkja þegar það kaupir vændi. Því að þetta eru oft konur sem eru neyddar í þetta,“ segir hún.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira