Fótbolti

Southgate: Vorum mjög góðir í fyrri hálfleik en týndumst eftir jöfnunarmarkið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Southgate einn og yfirgefinn á vellinum í Moskvu
Southgate einn og yfirgefinn á vellinum í Moskvu Vísir/Getty

England tapaði undanúrslitaleiknum við Króata á HM og mun spila um bronsið á laugardag. Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate sagðist geta séð jákvæðu punktana seinna, það væri erfitt í kvöld.

„Undir lokinn voru margir leikmenn á síðustu dropunum og við vorum komnir niður í 10 menn [markaskorarinn Kieran Trippier þurfti að fara af velli vegna meiðsla eftir að Englendingar höfðu notað allar sínar skiptingar]. Viðbrögðin frá stuðningsmönnunum sýndu að leikmennirnir gáfu allt í þetta,“ sagði Southgate við enska fjölmiðla eftir leikinn.

„Við höfum farið langan veg á ótrúlega stuttum tíma. Við komumst lengra en við héldum. Í kvöld vorum við ekki alveg til staðar en liðið verður sterkara vegna þessa. Þegar við horfum til baka munum við geta fundið eitthvað jákvætt en þetta er erfitt í kvöld.“

Kieran Trippier kom Englendingum yfir snemma leiks. Ivan Perisic jafnaði leikinn og Mario Mandzukic skoraði sigurmark í framlengingu.

„Við vorum virkilega góðir í fyrri hálfleik og sköpuðum okkur færi. Við týndumst aðeins eftir jöfnunarmarkið. Á þeirri stundu vorum við meira að halda fengnum hlut heldur en að reyna að stjórna leiknum.“

„Við náðum stjórninni aftur í framlengingunni en það munar litlu í útsláttarkeppnum. Þegar þú átt góða kafla gegn góðum liðum þá verður þú að nýta þá. Við þurftum annað mark. Við hættum að spila í 20 mínútur í seinni hálfleik,“ sagði Gareth Southgate.

Englendingar spila við Belga um bronsið á laugardag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.