Ráðuneyti fellir of þunga refsingu gagnvart fötluðum fanga úr gildi Birgir Olgeirsson skrifar 12. júlí 2018 14:19 Barry Von Tuijl missti fótlegg í slysi Stöð 2 Innanríkisráðuneytið hefur fellt ákvörðun Fangelsismálastofnunar, um að flytja fangann Barry Van Tuijl úr opnu fangelsi, í lokað úr gildi. Í úrskurði innanríkisráðuneytisins kemur fram að ákvörðunin um að flytja Barry úr opnu fangelsi í lokað hafi verið afar íþyngjandi og ekki í samræmi við grófleika þess brots sem Barry framdi. Barry hafði átt samskipti við fyrrum samfanga á golfvelli fangelsisins að Kvíabryggju sem er á lóð fangelsisins. Ráðuneytið segir Fangelsismálastofnun hafa farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til í máli Barry. Unnt hefði verið að ná fram því markmiði sem stefnt var að með ákvörðun um vægari agaviðurlög.Barry Van TuijlEgill AðalsteinssonLjóst að um brot á reglum var að ræða Áréttar ráðuneytið að agaviðurlög geta einnig falist í skriflegri áminningu, sviptingu helmings þóknunar fyrir ástundun vinnu og náms í ákveðinn tíma, sviptingu aukabúnaðar sem sérstakt leyfi þarf fyrir og takmörkun heimsókna, símtala og bréfaskipta um ákveðinn tíma. Ráðuneytið tekur undir með forstöðumanni Fangelsismálastofnunar að um heimsókn var að ræða þegar Barry hitti fyrrum samfanga sinn, enda hefur Barry sjálfur viðurkennt að hafa fengið símtal frá viðkomandi og ákveðið að hitta hann á tilteknum stað og á ákveðnum tíma. Slíkt geti ekki annað talist en heimsókn og að heimsóknin hafi ekki farið fram í samræmi við þær heimsóknarreglur sem eru í gildi hjá Fangelsismálastofnun og höfðu verið kynntar fyrir Barry.Afplánar dóm fyrir fíkniefnasmygl Barry var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi í mars árið 2016 fyrir stórfellt fíkniefnasmygl til landsins. Hann og konan hans voru stöðvuð við komuna til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september árið 2015 með 209 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi til viðbótar. Hann játaði sök en konan neitaði frá upphafi að hafa vitað af tilgangi ferðarinnar og fór svo að hún var sýknuð.Barry missti fótlegg í umferðarslysi og notar gervifót, en vegna tíðra sýkinga í stúfnum þarf hann oft að notast við hjólastól. Afstaða, félag fanga, gangrýndi harðlega refsinguna sem Barry hlaut þegar hann var fluttur úr opnu fangelsi í lokað og sagði hann ekki hafa komist í sturtu né hafa fengið aðgang að hjólastól. Tengdar fréttir Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Formaður Afstöðu gagnrýnir ákvörðun Fangelsismálastofnunnar 28. júní 2018 19:15 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Innanríkisráðuneytið hefur fellt ákvörðun Fangelsismálastofnunar, um að flytja fangann Barry Van Tuijl úr opnu fangelsi, í lokað úr gildi. Í úrskurði innanríkisráðuneytisins kemur fram að ákvörðunin um að flytja Barry úr opnu fangelsi í lokað hafi verið afar íþyngjandi og ekki í samræmi við grófleika þess brots sem Barry framdi. Barry hafði átt samskipti við fyrrum samfanga á golfvelli fangelsisins að Kvíabryggju sem er á lóð fangelsisins. Ráðuneytið segir Fangelsismálastofnun hafa farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til í máli Barry. Unnt hefði verið að ná fram því markmiði sem stefnt var að með ákvörðun um vægari agaviðurlög.Barry Van TuijlEgill AðalsteinssonLjóst að um brot á reglum var að ræða Áréttar ráðuneytið að agaviðurlög geta einnig falist í skriflegri áminningu, sviptingu helmings þóknunar fyrir ástundun vinnu og náms í ákveðinn tíma, sviptingu aukabúnaðar sem sérstakt leyfi þarf fyrir og takmörkun heimsókna, símtala og bréfaskipta um ákveðinn tíma. Ráðuneytið tekur undir með forstöðumanni Fangelsismálastofnunar að um heimsókn var að ræða þegar Barry hitti fyrrum samfanga sinn, enda hefur Barry sjálfur viðurkennt að hafa fengið símtal frá viðkomandi og ákveðið að hitta hann á tilteknum stað og á ákveðnum tíma. Slíkt geti ekki annað talist en heimsókn og að heimsóknin hafi ekki farið fram í samræmi við þær heimsóknarreglur sem eru í gildi hjá Fangelsismálastofnun og höfðu verið kynntar fyrir Barry.Afplánar dóm fyrir fíkniefnasmygl Barry var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi í mars árið 2016 fyrir stórfellt fíkniefnasmygl til landsins. Hann og konan hans voru stöðvuð við komuna til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september árið 2015 með 209 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi til viðbótar. Hann játaði sök en konan neitaði frá upphafi að hafa vitað af tilgangi ferðarinnar og fór svo að hún var sýknuð.Barry missti fótlegg í umferðarslysi og notar gervifót, en vegna tíðra sýkinga í stúfnum þarf hann oft að notast við hjólastól. Afstaða, félag fanga, gangrýndi harðlega refsinguna sem Barry hlaut þegar hann var fluttur úr opnu fangelsi í lokað og sagði hann ekki hafa komist í sturtu né hafa fengið aðgang að hjólastól.
Tengdar fréttir Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Formaður Afstöðu gagnrýnir ákvörðun Fangelsismálastofnunnar 28. júní 2018 19:15 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00