Nokkur óánægja er meðal þeirra sem sóttu um pláss fyrir hvítt tjald í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum fyrir Þjóðhátíð. Nú þarf að sækja um pláss og bíða eftir úthlutun.
Það er hins vegar ekki þetta nýja fyrirkomulag sem deilt er um heldur það að greiða þarf 15 þúsund króna tryggingu fyrir hvern fermetra.
Fréttablaðið hefur rætt við nokkra Eyjamenn sem eru óánægðir með þetta. Þar á meðal er einn sem þarf að greiða 70 þúsund krónur í tryggingu fyrir tjald sitt. Viðmælendur Fréttablaðsins gagnrýna Þjóðhátíðarnefnd fyrir lélega upplýsingagjöf.
Jónas Guðbjörn Jónsson, varaformaður Þjóðhátíðarnefndar, ítrekar að allir þeir sem lagt hafa fram tryggingu muni fá hana til baka ef þeir nýta plássið. „Við erum að gera tilraun með nýtt fyrirkomulag,“ segir Jónas. „Og þá er viðbúið að einhverjir hnökrar komi upp. Við lærum af þessu.“
Hvítu tjöldin kosta sitt

Tengdar fréttir

Bjarni nálgast sjötíu Þjóðhátíðir: „Maður fékk svo mikið kick í bekkjabílunum“
"Það klikkaði hjá mér í fyrra og hitt í fyrra að mæta á Þjóðhátíð, mjaðmirnar í mér fóru alveg,“ segir Bjarni Árnason, 73 ára Vestmannaeyingur, sem var alltaf tilbúinn að bjóða öllum í heimsókn í hvíta tjaldið sem hann og fjölskyldan hann höfðu komið fyrir í Herjólfsdal.

Myndaveisla úr Herjólfsdal: Sumir parketleggja hvítu tjöldin
Í gær gengu flestir Eyjamenn frá hvítu tjöldunum í Herjólfsdag og það oft hægara sagt en gert. Það þarf að setja upp dúkinn, teppaleggja og sumir jafnvel parketlögðu.