Íslenskur unglingur vann stórmót í frisbígolfi: „Það var allan tímann planið að vinna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2018 14:11 Blær á verðlaunapallinum um liðna helgi. Hann segist alltaf hafa stefnt að því að vinna. Mynd/René Westenberg Blær Örn Ásgeirsson, fimmtán ára íslenskur frisbígolfari, gerði sér lítið fyrir og sigraði Opna breska meistaramótið í frisbígolfi, eða „folfi“, sem haldið var nú í júlí. Blær skákaði þar nokkrum heimsmeisturum í sportinu og er að vonum stoltur af sigrinum. Folf hefur notið vaxandi vinsælda síðustu ár á Íslandi, og í heiminum öllum, en íþróttin minnir um margt á golf. Í stað golfkúlna notast iðkendur þó við frisbídiska sem þeir reyna að hitta í þar til gerðar körfur.Var að tapa með fimm höggum eftir fyrsta hring Blær lagði af stað í frisbígolfför nú í júní og tók fyrst þátt í stóru móti sem haldið var í Finnlandi, þar sem gekk „ágætlega“ að hans sögn. Hann hélt því næst til Bretlands á Opna breska meistaramótið í frisbígolfi, með áðurnefndum árangri. Níutíu manns kepptu á mótinu sem haldið var í fertugasta skipti. „Eftir fyrsta hring var ég að tapa mótinu með fimm höggum og var í 20. sæti. Svo á öðrum hring náði ég að spila besta hring dagsins ásamt þremur öðrum og náði að vinna mig upp í 2. sætið, þar sem ég var eftir fyrsta daginn,“ segir Blær í samtali við Vísi. „Á þriðja hring á sunnudeginum náði ég að spila besta hring mótsins með sjö undir pari og eftir þann hring var ég að vinna mótið með fjórum höggum. Þá voru bara níu holur eftir til úrslita, þar sem ég spilaði öruggt.“ Blær lauk mótinu á ellefu höggum undir pari, sex höggum á undan næsta manni.Blær í miðju kasti.Mynd/Steve Hurrell Photography 2018Stefndi alltaf á sigur Blær keppti í opnum flokki karla á mótinu en ekki sérstökum ungmennaflokki. Hann bar því sigurorð af heimsmeisturum í sportinu. Þá segist hann alltaf hafa stefnt á sigur þrátt fyrir að hann ætti erfiða keppni fyrir höndum. „Það var allan tímann planið að vinna. Ég var til dæmis alveg klár á því að ég ætlaði að vinna eftir fyrsta hring þegar ég var langt eftir á, ég var ákveðinn í því að það væri enn þá möguleiki,“ segir Blær. Blær hefur æft frisbígolf í um þrjú og hálft ár en æfingar fara að mestu fram utandyra. Hann segir nokkuð marga spila folf á Íslandi enda fari íþróttin ört stækkandi hér á landi, sem og á alþjóðavísu. Þá hlaut Blær verðlaun fyrir sigur á mótinu og var leystur út með gommu af frisbídiskum. „Já, ég fékk British Open-skjöld en þetta var fertugasta mótið. Svo fékk ég einhverja steinstyttu líka. Það eru peningaverðlaun á mótinu en af því að ég keppi í barnaflokki á Evrópumótinu í ágúst þá gat ég ekki tekið við peningnum, þannig að ég fékk fullt af frisbídiskum í staðinn.“ Aðrar íþróttir Íþróttir Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Fleiri fréttir Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Sjá meira
Blær Örn Ásgeirsson, fimmtán ára íslenskur frisbígolfari, gerði sér lítið fyrir og sigraði Opna breska meistaramótið í frisbígolfi, eða „folfi“, sem haldið var nú í júlí. Blær skákaði þar nokkrum heimsmeisturum í sportinu og er að vonum stoltur af sigrinum. Folf hefur notið vaxandi vinsælda síðustu ár á Íslandi, og í heiminum öllum, en íþróttin minnir um margt á golf. Í stað golfkúlna notast iðkendur þó við frisbídiska sem þeir reyna að hitta í þar til gerðar körfur.Var að tapa með fimm höggum eftir fyrsta hring Blær lagði af stað í frisbígolfför nú í júní og tók fyrst þátt í stóru móti sem haldið var í Finnlandi, þar sem gekk „ágætlega“ að hans sögn. Hann hélt því næst til Bretlands á Opna breska meistaramótið í frisbígolfi, með áðurnefndum árangri. Níutíu manns kepptu á mótinu sem haldið var í fertugasta skipti. „Eftir fyrsta hring var ég að tapa mótinu með fimm höggum og var í 20. sæti. Svo á öðrum hring náði ég að spila besta hring dagsins ásamt þremur öðrum og náði að vinna mig upp í 2. sætið, þar sem ég var eftir fyrsta daginn,“ segir Blær í samtali við Vísi. „Á þriðja hring á sunnudeginum náði ég að spila besta hring mótsins með sjö undir pari og eftir þann hring var ég að vinna mótið með fjórum höggum. Þá voru bara níu holur eftir til úrslita, þar sem ég spilaði öruggt.“ Blær lauk mótinu á ellefu höggum undir pari, sex höggum á undan næsta manni.Blær í miðju kasti.Mynd/Steve Hurrell Photography 2018Stefndi alltaf á sigur Blær keppti í opnum flokki karla á mótinu en ekki sérstökum ungmennaflokki. Hann bar því sigurorð af heimsmeisturum í sportinu. Þá segist hann alltaf hafa stefnt á sigur þrátt fyrir að hann ætti erfiða keppni fyrir höndum. „Það var allan tímann planið að vinna. Ég var til dæmis alveg klár á því að ég ætlaði að vinna eftir fyrsta hring þegar ég var langt eftir á, ég var ákveðinn í því að það væri enn þá möguleiki,“ segir Blær. Blær hefur æft frisbígolf í um þrjú og hálft ár en æfingar fara að mestu fram utandyra. Hann segir nokkuð marga spila folf á Íslandi enda fari íþróttin ört stækkandi hér á landi, sem og á alþjóðavísu. Þá hlaut Blær verðlaun fyrir sigur á mótinu og var leystur út með gommu af frisbídiskum. „Já, ég fékk British Open-skjöld en þetta var fertugasta mótið. Svo fékk ég einhverja steinstyttu líka. Það eru peningaverðlaun á mótinu en af því að ég keppi í barnaflokki á Evrópumótinu í ágúst þá gat ég ekki tekið við peningnum, þannig að ég fékk fullt af frisbídiskum í staðinn.“
Aðrar íþróttir Íþróttir Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Fleiri fréttir Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Sjá meira