Íslenskur unglingur vann stórmót í frisbígolfi: „Það var allan tímann planið að vinna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2018 14:11 Blær á verðlaunapallinum um liðna helgi. Hann segist alltaf hafa stefnt að því að vinna. Mynd/René Westenberg Blær Örn Ásgeirsson, fimmtán ára íslenskur frisbígolfari, gerði sér lítið fyrir og sigraði Opna breska meistaramótið í frisbígolfi, eða „folfi“, sem haldið var nú í júlí. Blær skákaði þar nokkrum heimsmeisturum í sportinu og er að vonum stoltur af sigrinum. Folf hefur notið vaxandi vinsælda síðustu ár á Íslandi, og í heiminum öllum, en íþróttin minnir um margt á golf. Í stað golfkúlna notast iðkendur þó við frisbídiska sem þeir reyna að hitta í þar til gerðar körfur.Var að tapa með fimm höggum eftir fyrsta hring Blær lagði af stað í frisbígolfför nú í júní og tók fyrst þátt í stóru móti sem haldið var í Finnlandi, þar sem gekk „ágætlega“ að hans sögn. Hann hélt því næst til Bretlands á Opna breska meistaramótið í frisbígolfi, með áðurnefndum árangri. Níutíu manns kepptu á mótinu sem haldið var í fertugasta skipti. „Eftir fyrsta hring var ég að tapa mótinu með fimm höggum og var í 20. sæti. Svo á öðrum hring náði ég að spila besta hring dagsins ásamt þremur öðrum og náði að vinna mig upp í 2. sætið, þar sem ég var eftir fyrsta daginn,“ segir Blær í samtali við Vísi. „Á þriðja hring á sunnudeginum náði ég að spila besta hring mótsins með sjö undir pari og eftir þann hring var ég að vinna mótið með fjórum höggum. Þá voru bara níu holur eftir til úrslita, þar sem ég spilaði öruggt.“ Blær lauk mótinu á ellefu höggum undir pari, sex höggum á undan næsta manni.Blær í miðju kasti.Mynd/Steve Hurrell Photography 2018Stefndi alltaf á sigur Blær keppti í opnum flokki karla á mótinu en ekki sérstökum ungmennaflokki. Hann bar því sigurorð af heimsmeisturum í sportinu. Þá segist hann alltaf hafa stefnt á sigur þrátt fyrir að hann ætti erfiða keppni fyrir höndum. „Það var allan tímann planið að vinna. Ég var til dæmis alveg klár á því að ég ætlaði að vinna eftir fyrsta hring þegar ég var langt eftir á, ég var ákveðinn í því að það væri enn þá möguleiki,“ segir Blær. Blær hefur æft frisbígolf í um þrjú og hálft ár en æfingar fara að mestu fram utandyra. Hann segir nokkuð marga spila folf á Íslandi enda fari íþróttin ört stækkandi hér á landi, sem og á alþjóðavísu. Þá hlaut Blær verðlaun fyrir sigur á mótinu og var leystur út með gommu af frisbídiskum. „Já, ég fékk British Open-skjöld en þetta var fertugasta mótið. Svo fékk ég einhverja steinstyttu líka. Það eru peningaverðlaun á mótinu en af því að ég keppi í barnaflokki á Evrópumótinu í ágúst þá gat ég ekki tekið við peningnum, þannig að ég fékk fullt af frisbídiskum í staðinn.“ Aðrar íþróttir Íþróttir Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Blær Örn Ásgeirsson, fimmtán ára íslenskur frisbígolfari, gerði sér lítið fyrir og sigraði Opna breska meistaramótið í frisbígolfi, eða „folfi“, sem haldið var nú í júlí. Blær skákaði þar nokkrum heimsmeisturum í sportinu og er að vonum stoltur af sigrinum. Folf hefur notið vaxandi vinsælda síðustu ár á Íslandi, og í heiminum öllum, en íþróttin minnir um margt á golf. Í stað golfkúlna notast iðkendur þó við frisbídiska sem þeir reyna að hitta í þar til gerðar körfur.Var að tapa með fimm höggum eftir fyrsta hring Blær lagði af stað í frisbígolfför nú í júní og tók fyrst þátt í stóru móti sem haldið var í Finnlandi, þar sem gekk „ágætlega“ að hans sögn. Hann hélt því næst til Bretlands á Opna breska meistaramótið í frisbígolfi, með áðurnefndum árangri. Níutíu manns kepptu á mótinu sem haldið var í fertugasta skipti. „Eftir fyrsta hring var ég að tapa mótinu með fimm höggum og var í 20. sæti. Svo á öðrum hring náði ég að spila besta hring dagsins ásamt þremur öðrum og náði að vinna mig upp í 2. sætið, þar sem ég var eftir fyrsta daginn,“ segir Blær í samtali við Vísi. „Á þriðja hring á sunnudeginum náði ég að spila besta hring mótsins með sjö undir pari og eftir þann hring var ég að vinna mótið með fjórum höggum. Þá voru bara níu holur eftir til úrslita, þar sem ég spilaði öruggt.“ Blær lauk mótinu á ellefu höggum undir pari, sex höggum á undan næsta manni.Blær í miðju kasti.Mynd/Steve Hurrell Photography 2018Stefndi alltaf á sigur Blær keppti í opnum flokki karla á mótinu en ekki sérstökum ungmennaflokki. Hann bar því sigurorð af heimsmeisturum í sportinu. Þá segist hann alltaf hafa stefnt á sigur þrátt fyrir að hann ætti erfiða keppni fyrir höndum. „Það var allan tímann planið að vinna. Ég var til dæmis alveg klár á því að ég ætlaði að vinna eftir fyrsta hring þegar ég var langt eftir á, ég var ákveðinn í því að það væri enn þá möguleiki,“ segir Blær. Blær hefur æft frisbígolf í um þrjú og hálft ár en æfingar fara að mestu fram utandyra. Hann segir nokkuð marga spila folf á Íslandi enda fari íþróttin ört stækkandi hér á landi, sem og á alþjóðavísu. Þá hlaut Blær verðlaun fyrir sigur á mótinu og var leystur út með gommu af frisbídiskum. „Já, ég fékk British Open-skjöld en þetta var fertugasta mótið. Svo fékk ég einhverja steinstyttu líka. Það eru peningaverðlaun á mótinu en af því að ég keppi í barnaflokki á Evrópumótinu í ágúst þá gat ég ekki tekið við peningnum, þannig að ég fékk fullt af frisbídiskum í staðinn.“
Aðrar íþróttir Íþróttir Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira