Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júlí 2018 19:30 Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Óskað hefur verið eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvals sem veiddur var um helgina. Sérfræðingar telja ýmist að um friðaða steypireyð eða blending sé að ræða. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur, segir hvalinn líkjast blendingi langreyðar og steypireyðar. Ef slíkt reynist satt er þetta fimmti blendingurinn sem kemur að landi en sá fyrsti uppgötvaðist árið 1986 „Líkt og hinir blendingarnir, þá svipar hann meira til langreyðar á bakinu en steypireiðar kviðlagt. Það er ástæða þess að hann er skotinn sem langreyður. Á sjónum sést einungis efri hluti líkamans,“ segir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur.Stærðamunur er á tegundunum tveimur sem um ræðir en steypireyður er stærsta dýr heims. Þyngdarmunur dýranna nemur um 60-80 tonnum. Hvalurinn sem veiddur var um helgina ber einkenni beggja tegunda. Að sögn Gísla er hann er með bakugga og dökkan baklit langreyðar en kviðurinn svipar til steypireyðar. Þá séu öll skíðin í kjaftinum svört líkt og á steypireyð. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið af kappi en í umfjöllun BBC segjast nokkrir sérfræðingar handvissir um að steypireyð sé að ræða. Í sömu umfjöllun kveðst Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. engan vafa leika á því að um blending sé að ræða. Þá segir Gísli að ef rétt reynist að um blending sé að ræða hafi lögbrot ekki verið framið. Enda séu engin lög til um blendinga þar sem þeir tilheyri ekki ákveðinni tegund dýra. En steypireyður er friðuð og er því ólöglegt að skjóta slík dýr. „Nú erum við að gera ráðstafanir til að setja sýni í erfðagreiningu. Við erum að vinna að því að semja við rannsóknarstofu um að skoða sýnið sem fyrst því við erum ekki með slíka rannsóknarstofu sjálfir. Venjulega rannsökum við þetta á haustin en við ætlum að flýta ferlinu núna,“ segir Gísli. Ef frumrannsókn nægir verður komin niðurstaða um tegund hvalsins innan 10 daga að sögn Gísla, en ef vafi verður á tegund dýrsins að frumrannsókn lokinni þarf að ráðast í frekari rannsóknir sem gætu tekið fleiri vikur. Hvalveiðar Tengdar fréttir Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31 „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Óskað hefur verið eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvals sem veiddur var um helgina. Sérfræðingar telja ýmist að um friðaða steypireyð eða blending sé að ræða. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur, segir hvalinn líkjast blendingi langreyðar og steypireyðar. Ef slíkt reynist satt er þetta fimmti blendingurinn sem kemur að landi en sá fyrsti uppgötvaðist árið 1986 „Líkt og hinir blendingarnir, þá svipar hann meira til langreyðar á bakinu en steypireiðar kviðlagt. Það er ástæða þess að hann er skotinn sem langreyður. Á sjónum sést einungis efri hluti líkamans,“ segir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur.Stærðamunur er á tegundunum tveimur sem um ræðir en steypireyður er stærsta dýr heims. Þyngdarmunur dýranna nemur um 60-80 tonnum. Hvalurinn sem veiddur var um helgina ber einkenni beggja tegunda. Að sögn Gísla er hann er með bakugga og dökkan baklit langreyðar en kviðurinn svipar til steypireyðar. Þá séu öll skíðin í kjaftinum svört líkt og á steypireyð. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið af kappi en í umfjöllun BBC segjast nokkrir sérfræðingar handvissir um að steypireyð sé að ræða. Í sömu umfjöllun kveðst Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. engan vafa leika á því að um blending sé að ræða. Þá segir Gísli að ef rétt reynist að um blending sé að ræða hafi lögbrot ekki verið framið. Enda séu engin lög til um blendinga þar sem þeir tilheyri ekki ákveðinni tegund dýra. En steypireyður er friðuð og er því ólöglegt að skjóta slík dýr. „Nú erum við að gera ráðstafanir til að setja sýni í erfðagreiningu. Við erum að vinna að því að semja við rannsóknarstofu um að skoða sýnið sem fyrst því við erum ekki með slíka rannsóknarstofu sjálfir. Venjulega rannsökum við þetta á haustin en við ætlum að flýta ferlinu núna,“ segir Gísli. Ef frumrannsókn nægir verður komin niðurstaða um tegund hvalsins innan 10 daga að sögn Gísla, en ef vafi verður á tegund dýrsins að frumrannsókn lokinni þarf að ráðast í frekari rannsóknir sem gætu tekið fleiri vikur.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31 „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31
„Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04