Minni sala á íslenskum HM-treyjum eftir mótið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. júlí 2018 19:30 Aðstoðarverslunarstjóri íþróttavöruverslunarinnar Sports Direct segir enga sölu vera á eftirlíkingum af landsliðstreyjum eftir að lið Íslands datt úr leik á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Verslunin sitji uppi með fjöldan allan af treyjum og öðrum varningi tengdum mótinu sem nú er á afslætti. Aðstoðarverslunarstjóri í Útilífi segir söluna á opinberri landsliðstreyju Íslands hafa minnkað aðeins eftir að þátttöku Íslands lauk. Í báðum verslunum var mikil sala á varningi í kringum leiki Íslands og gekk salan framar vonum. „Hún gekk mjög vel, alveg rosalega vel. Sérstaklega í kringum leiki Íslands og rétt eftir þá. Sérstaklega fyrstu tvo leikina. Við fengum alveg mörg hundruð stykki af treyjum á viku, þannig hún seldist alveg rosalega hratt en svo dróst salan aðeins saman eftir þriðja leik,“ segir Irpa Fönn Hlynsdóttir, aðstoðarverslunarstjóri Útilífs.Hjalti Freyr Óskarsso, aðstoðarverslunarstjóri Sports Direct.Skjáskot/Stöð 2Aðstoðarverslunarstjóri Sports Direct var á sama máli. Verslunin selur ekki opinberu landsliðstreyju Íslands heldur annars konar treyjur merktar Íslandi. „Salan gekk mjög vel. Við seldum treyjur sem eru ódýrari en sú sem er ekta. Þannig það var mikið keypt og við fengum stórar sendingar. Þúsundir treyja í hverri viku á meðan Ísland var enn í keppninni,“ segir Hjalti Freyr Óskarsson, aðstoðarverslunarstjóri Sports Direct. Hvernig var salan þegar Ísland datt úr leik? „Dvínandi náttúrulega. Ég hugsa að þær verði teknar í burtu. Ég hugsa að við höfum bara nokkrar treyjur frammi. En það verður engin sala í þessu,“ segir Hjalti. Eru þær komnar á afslátt? „Já alveg helmings afslátt,“ segir Hjalti um eftirlíkingarnar.Guðni Bergsson, Guðni Th. Jóhannesson og Þorvaldur Ólafsson í vikunni þegar hulunni var svipt af nýrri landsliðstreyju Íslands.Vísir/Rakel ÓskSegir söluna á landsliðstreyjunni stöðugaÞorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Erra, sem framleiðir opinbera landsliðstreyju Íslands, segir sölu stöðuga á landsliðstreyjunni sem þótt hún hafi vissulega minnkað eftir að þátttöku Íslands lauk og HM-æðið gekk yfir. Karlalandslið Íslands byrjaði að spila í treyjunni á HM í sumar og kvennalandsliðið mun gera það sömuleiðis eftir að undankeppni HM 2019 lýkur. „Ný landsliðstreyja í knattspyrnu frá Errea, sem kynnt var í mars s.l. og var notuð í leikjum Íslands á HM í Rússlandi er landsliðstreyja sem er komin til að vera næstu árin. Mikil og jöfn sala hefur verið frá því hún kom í sölu. Salan er enn mjög góð og fáum við sendingar í hverri viku. Þessi frétt um að salan hafi stöðvast... á því engan veginn við um orginal landsliðstreyjuna,“ segir Þorvaldur. „Ég get vel skilið að enginn sala sé í eftirhermu bolum og slíkum varningi.... sem einhverjar verslanir hafa reynt að selja. Það á allavega ekki við um orginal íslensku landsliðstreyjuna,“ segir Þorvaldur. Fréttin var uppfærð og henni breytt klukkan 22:22 eftir athugasemdir Þorvaldar að ofan. Athugasemdina má sjá í heild að neðan. Athugasemd frá Errea.Ný landsliðstreyja í knattspyrnu frá Errea, sem kynnt var í mars s.l. og var notuð í leikjum Íslands á HM í Rússlandi er landsliðstreyja sem er komin til að vera næstu árin. Mikil og jöfn sala hefur verið frá því hún kom í sölu. Salan er enn mjög góð og fáum við sendingar í hverri viku. Þessi frétt um að salan hafi stöðvast... á því engan veginn við um orginal landsliðstreyjuna.Ég get vel skilið að enginn sala sé í eftirhermu bolum og slíkum varningi.... sem einhverjar verslanir hafa reynt að selja. Það á allavega ekki við um orginal íslensku landsliðstreyjuna.Íslenska landsliðstreyjan fæst m.a. í Jóa Útherja, Útilíf, 101 Sport, Sportbúð Errea, Músík og Sport Hafnarfirði, Sportbæ á Selfossi, Axel Ó í Vestmannaeyjum, Sportver á Akureyri.Áfram Ísland! HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Spara sér aurinn með því að panta landsliðstreyjuna frá Skotlandi Íslendingar eru í auknum mæli farnir að panta sér íslensku landsliðstreyjuna frá Skotlandi í stað þess að kaupa hana hér heima. 11. júní 2018 09:50 „Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00 Mokselja treyjur „Þetta er miklu meira en fyrir EM 2016. Við höfum ekki haft tíma til að spá í það hversu margar treyjur eru seldar nákvæmlega en það hleypur á þúsundum.“ 19. júní 2018 06:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Sjá meira
Aðstoðarverslunarstjóri íþróttavöruverslunarinnar Sports Direct segir enga sölu vera á eftirlíkingum af landsliðstreyjum eftir að lið Íslands datt úr leik á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Verslunin sitji uppi með fjöldan allan af treyjum og öðrum varningi tengdum mótinu sem nú er á afslætti. Aðstoðarverslunarstjóri í Útilífi segir söluna á opinberri landsliðstreyju Íslands hafa minnkað aðeins eftir að þátttöku Íslands lauk. Í báðum verslunum var mikil sala á varningi í kringum leiki Íslands og gekk salan framar vonum. „Hún gekk mjög vel, alveg rosalega vel. Sérstaklega í kringum leiki Íslands og rétt eftir þá. Sérstaklega fyrstu tvo leikina. Við fengum alveg mörg hundruð stykki af treyjum á viku, þannig hún seldist alveg rosalega hratt en svo dróst salan aðeins saman eftir þriðja leik,“ segir Irpa Fönn Hlynsdóttir, aðstoðarverslunarstjóri Útilífs.Hjalti Freyr Óskarsso, aðstoðarverslunarstjóri Sports Direct.Skjáskot/Stöð 2Aðstoðarverslunarstjóri Sports Direct var á sama máli. Verslunin selur ekki opinberu landsliðstreyju Íslands heldur annars konar treyjur merktar Íslandi. „Salan gekk mjög vel. Við seldum treyjur sem eru ódýrari en sú sem er ekta. Þannig það var mikið keypt og við fengum stórar sendingar. Þúsundir treyja í hverri viku á meðan Ísland var enn í keppninni,“ segir Hjalti Freyr Óskarsson, aðstoðarverslunarstjóri Sports Direct. Hvernig var salan þegar Ísland datt úr leik? „Dvínandi náttúrulega. Ég hugsa að þær verði teknar í burtu. Ég hugsa að við höfum bara nokkrar treyjur frammi. En það verður engin sala í þessu,“ segir Hjalti. Eru þær komnar á afslátt? „Já alveg helmings afslátt,“ segir Hjalti um eftirlíkingarnar.Guðni Bergsson, Guðni Th. Jóhannesson og Þorvaldur Ólafsson í vikunni þegar hulunni var svipt af nýrri landsliðstreyju Íslands.Vísir/Rakel ÓskSegir söluna á landsliðstreyjunni stöðugaÞorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Erra, sem framleiðir opinbera landsliðstreyju Íslands, segir sölu stöðuga á landsliðstreyjunni sem þótt hún hafi vissulega minnkað eftir að þátttöku Íslands lauk og HM-æðið gekk yfir. Karlalandslið Íslands byrjaði að spila í treyjunni á HM í sumar og kvennalandsliðið mun gera það sömuleiðis eftir að undankeppni HM 2019 lýkur. „Ný landsliðstreyja í knattspyrnu frá Errea, sem kynnt var í mars s.l. og var notuð í leikjum Íslands á HM í Rússlandi er landsliðstreyja sem er komin til að vera næstu árin. Mikil og jöfn sala hefur verið frá því hún kom í sölu. Salan er enn mjög góð og fáum við sendingar í hverri viku. Þessi frétt um að salan hafi stöðvast... á því engan veginn við um orginal landsliðstreyjuna,“ segir Þorvaldur. „Ég get vel skilið að enginn sala sé í eftirhermu bolum og slíkum varningi.... sem einhverjar verslanir hafa reynt að selja. Það á allavega ekki við um orginal íslensku landsliðstreyjuna,“ segir Þorvaldur. Fréttin var uppfærð og henni breytt klukkan 22:22 eftir athugasemdir Þorvaldar að ofan. Athugasemdina má sjá í heild að neðan. Athugasemd frá Errea.Ný landsliðstreyja í knattspyrnu frá Errea, sem kynnt var í mars s.l. og var notuð í leikjum Íslands á HM í Rússlandi er landsliðstreyja sem er komin til að vera næstu árin. Mikil og jöfn sala hefur verið frá því hún kom í sölu. Salan er enn mjög góð og fáum við sendingar í hverri viku. Þessi frétt um að salan hafi stöðvast... á því engan veginn við um orginal landsliðstreyjuna.Ég get vel skilið að enginn sala sé í eftirhermu bolum og slíkum varningi.... sem einhverjar verslanir hafa reynt að selja. Það á allavega ekki við um orginal íslensku landsliðstreyjuna.Íslenska landsliðstreyjan fæst m.a. í Jóa Útherja, Útilíf, 101 Sport, Sportbúð Errea, Músík og Sport Hafnarfirði, Sportbæ á Selfossi, Axel Ó í Vestmannaeyjum, Sportver á Akureyri.Áfram Ísland!
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Spara sér aurinn með því að panta landsliðstreyjuna frá Skotlandi Íslendingar eru í auknum mæli farnir að panta sér íslensku landsliðstreyjuna frá Skotlandi í stað þess að kaupa hana hér heima. 11. júní 2018 09:50 „Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00 Mokselja treyjur „Þetta er miklu meira en fyrir EM 2016. Við höfum ekki haft tíma til að spá í það hversu margar treyjur eru seldar nákvæmlega en það hleypur á þúsundum.“ 19. júní 2018 06:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Sjá meira
Spara sér aurinn með því að panta landsliðstreyjuna frá Skotlandi Íslendingar eru í auknum mæli farnir að panta sér íslensku landsliðstreyjuna frá Skotlandi í stað þess að kaupa hana hér heima. 11. júní 2018 09:50
„Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00
Mokselja treyjur „Þetta er miklu meira en fyrir EM 2016. Við höfum ekki haft tíma til að spá í það hversu margar treyjur eru seldar nákvæmlega en það hleypur á þúsundum.“ 19. júní 2018 06:00