Gullkynslóðin er rétt að byrja 16. júlí 2018 22:00 Frakkar lyfta bikarnum. vísir/getty Franska landsliðið undir stjórn Didier Deschamps stóð undir væntingum og vann annan heimsmeistaratitilinn í sögu landsins eftir 4-2 sigur á Króatíu í gær. Varð Deschamps um leið þriðji maðurinn í sögunni sem vinnur HM sem bæði leikmaður og þjálfari, tuttugu árum og þremur dögum eftir fyrsta titil Frakka á heimavelli. Króatar voru komnir í úrslitaleikinn í fyrsta sinn og voru eflaust hissa á hversu mikið þeir fengu að halda boltanum en Frakkar voru reiðubúnir þegar Króatar sofnuðu á verðinum. Frakkland leiddi 2-1 í hálfleik eftir að hafa fengið vafasaman vítaspyrnu- og aukaspyrnudóm sem skilaði tveimur mörkum. Tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks virtust ætla að gera út um vonir Króata en fyrirliði Frakka, Hugo Lloris, hleypti spennu í leikinn á ný. Mario Mandzukic sem skoraði sjálfsmark fyrr í leiknum nýtti sér mistök Lloris og minnkaði muninn fyrir Króata en lengra komust þeir ekki. Franska liðið undir stjórn Deschamps lagði þennan leik, rétt eins og leikinn gegn Belgíu, meistaralega upp. Í vörninni stóðu þeir vaktina vel og nýttu vel hraða Kylian Mbappe til að sækja á vörn Króata, sérstaklega þegar líða tók á leikinn. Í úrslitaleiknum gegn Portúgal á EM 2016 voru Frakkar talsvert meira með boltann og fengu góð færi, líkt og Króatía í gær, en Frakkar lærðu af mistökum sínum og fara heim með sigurverðlaunin í farteskinu. Deschamps var skiljanlega í skýjunum eftir leik og hrósaði ungum kjarna liðsins. „Þessi hópur á allt hrós skilið, það var erfitt að tapa úrslitaleiknum á EM en við lærðum heilmikið af því. Við áttum skilið að vinna, við vorum sterkir andlega og skoruðum fjögur mörk,“ sagði Deschamps og hélt áfram: „Þetta er ungt lið sem vann stærsta titil heimsins og ekki allir leikmenn orðnir tvítugir,“ sagði Deschamps. Það er óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá franska landsliðinu. Búast má við að níu af ellefu leikmönnunum sem byrjuðu í gær geri enn tilkall til byrjunarliðssætis í Katar 2022. Þrír leikmenn eru yfir þrítugt, Hugo Lloris, Blaise Matuidi og Olivier Giroud, en markmaðurinn Lloris gæti enn varið mark Frakklands að fjórum árum liðnum. Frakkland hefur svo úr afar góðum efnivið að velja til að leysa af Giroud og Matuidi sem ætti ekki að veikja liðið. Gæti þetta því verið aðeins byrjunin á gullöld Frakklands í knattspyrnu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Sjá meira
Franska landsliðið undir stjórn Didier Deschamps stóð undir væntingum og vann annan heimsmeistaratitilinn í sögu landsins eftir 4-2 sigur á Króatíu í gær. Varð Deschamps um leið þriðji maðurinn í sögunni sem vinnur HM sem bæði leikmaður og þjálfari, tuttugu árum og þremur dögum eftir fyrsta titil Frakka á heimavelli. Króatar voru komnir í úrslitaleikinn í fyrsta sinn og voru eflaust hissa á hversu mikið þeir fengu að halda boltanum en Frakkar voru reiðubúnir þegar Króatar sofnuðu á verðinum. Frakkland leiddi 2-1 í hálfleik eftir að hafa fengið vafasaman vítaspyrnu- og aukaspyrnudóm sem skilaði tveimur mörkum. Tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks virtust ætla að gera út um vonir Króata en fyrirliði Frakka, Hugo Lloris, hleypti spennu í leikinn á ný. Mario Mandzukic sem skoraði sjálfsmark fyrr í leiknum nýtti sér mistök Lloris og minnkaði muninn fyrir Króata en lengra komust þeir ekki. Franska liðið undir stjórn Deschamps lagði þennan leik, rétt eins og leikinn gegn Belgíu, meistaralega upp. Í vörninni stóðu þeir vaktina vel og nýttu vel hraða Kylian Mbappe til að sækja á vörn Króata, sérstaklega þegar líða tók á leikinn. Í úrslitaleiknum gegn Portúgal á EM 2016 voru Frakkar talsvert meira með boltann og fengu góð færi, líkt og Króatía í gær, en Frakkar lærðu af mistökum sínum og fara heim með sigurverðlaunin í farteskinu. Deschamps var skiljanlega í skýjunum eftir leik og hrósaði ungum kjarna liðsins. „Þessi hópur á allt hrós skilið, það var erfitt að tapa úrslitaleiknum á EM en við lærðum heilmikið af því. Við áttum skilið að vinna, við vorum sterkir andlega og skoruðum fjögur mörk,“ sagði Deschamps og hélt áfram: „Þetta er ungt lið sem vann stærsta titil heimsins og ekki allir leikmenn orðnir tvítugir,“ sagði Deschamps. Það er óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá franska landsliðinu. Búast má við að níu af ellefu leikmönnunum sem byrjuðu í gær geri enn tilkall til byrjunarliðssætis í Katar 2022. Þrír leikmenn eru yfir þrítugt, Hugo Lloris, Blaise Matuidi og Olivier Giroud, en markmaðurinn Lloris gæti enn varið mark Frakklands að fjórum árum liðnum. Frakkland hefur svo úr afar góðum efnivið að velja til að leysa af Giroud og Matuidi sem ætti ekki að veikja liðið. Gæti þetta því verið aðeins byrjunin á gullöld Frakklands í knattspyrnu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Sjá meira