Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júlí 2018 21:00 Svínafellsjökull er einn af skriðjöklum Öræfajökuls. Sprungan er í Svínafellsheiði fyrir miðri mynd sem gnæfir yfir skriðjöklinum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. Talið er það gæti orðið margfalt stærra en það sem féll í Hítardal fyrr í mánuðinum. Fjallað var málið í fréttum Stöðvar 2. Almannavarnir beindu þeim tilmælum til ferðaþjónustuaðila í síðasta mánuði að fara ekki með hópa ferðamanna á Svínafellsjökul vegna hættu á berghlaupi úr Svínafellsheiði. Ástæðuna sjáum við á myndbandi frá fyrirtækinu Svarma sem kortlagði svæðið með dróna.Skjáskot úr myndbandi Svarma. Sprunguna má greina á miðri mynd. Hún er talin 1,5 kílómetra löng.Mynd/Svarmi ehf.Bændur í Öræfum fundu sprunguna fyrir fjórum árum en það sem vekur sérstakan ugg er að samanburðarmyndir sýna að hún gliðnaði milli áranna 2016 og 2017 um rúman einn sentímetra. Á myndbandinu sést aðeins lítill hluti sprungunnar, eða 110 metrar. Jarðfræðingarnir Þorsteinn Sæmundsson frá Háskóla Íslands og Þjóðverjinn Daniel Ben-Yehoshua frá Svarma telja sprunguna mjög stóra, eða um 1,5 kílómetra langa, en hún sést ekki öll á yfirborði. „Efnismagn sem getur farið niður fjallið er mikið stærra en við höfðum hugsað áður,” segir Daniel.Daniel Ben-Yehoshua, jarðfræðingur hjá Svarma ehf.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Áætlað er að ef stykkið færi niður í heilu lagi gæti stærð þess numið sextíu milljón rúmmetrum, sem væri allt að sexfalt stærra en framhlaupið í Hítardal, en það er áætlað milli tíu og tuttugu milljónir rúmmetra. Ein stærsta spurningin er hve langt berghlaupið næði fram. „Fer það alla leið til þjóðvegarins? Eða verður það bara á jökli? Það er óvíst,” segir Daniel.Horft frá afleggjaranum að Svínafelli í Öræfum í átt að Svínafellsjökli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Svo veit enginn hvenær bergfyllan gæti brostið fram. „Það gæti gerst á morgun eða eftir 500 ár.“ Daniel bendir hins vegar á að Öræfajökull sé lifandi eldstöð og þar er skjálftavirkni þessa dagana. Þótt hún sé ekki öflug séu skjálftar þar alla daga. Stórir jarðskjálftar gætu hreyft við sprungunni og rifjar Daniel upp að þegar þeir skoðuðu sprunguna í október í fyrra hafi orðið skjálfti í Öræfajökli upp á 3,6 stig.Svínafellsjökull er einn af vinsælli áfangastöðum í Öræfum, eins og sjá má á bílalestinni á veginum að jökulsporðinum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Allt getur gerst á þessu svæði. Það er mjög dínamískt,” segir Daniel Ben-Yehoshua en viðamikil rannsókn er hafin á sprungunni í samstarfi Svarma við Háskólann og Veðurstofuna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Almannavarnir Tengdar fréttir Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23 Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. Talið er það gæti orðið margfalt stærra en það sem féll í Hítardal fyrr í mánuðinum. Fjallað var málið í fréttum Stöðvar 2. Almannavarnir beindu þeim tilmælum til ferðaþjónustuaðila í síðasta mánuði að fara ekki með hópa ferðamanna á Svínafellsjökul vegna hættu á berghlaupi úr Svínafellsheiði. Ástæðuna sjáum við á myndbandi frá fyrirtækinu Svarma sem kortlagði svæðið með dróna.Skjáskot úr myndbandi Svarma. Sprunguna má greina á miðri mynd. Hún er talin 1,5 kílómetra löng.Mynd/Svarmi ehf.Bændur í Öræfum fundu sprunguna fyrir fjórum árum en það sem vekur sérstakan ugg er að samanburðarmyndir sýna að hún gliðnaði milli áranna 2016 og 2017 um rúman einn sentímetra. Á myndbandinu sést aðeins lítill hluti sprungunnar, eða 110 metrar. Jarðfræðingarnir Þorsteinn Sæmundsson frá Háskóla Íslands og Þjóðverjinn Daniel Ben-Yehoshua frá Svarma telja sprunguna mjög stóra, eða um 1,5 kílómetra langa, en hún sést ekki öll á yfirborði. „Efnismagn sem getur farið niður fjallið er mikið stærra en við höfðum hugsað áður,” segir Daniel.Daniel Ben-Yehoshua, jarðfræðingur hjá Svarma ehf.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Áætlað er að ef stykkið færi niður í heilu lagi gæti stærð þess numið sextíu milljón rúmmetrum, sem væri allt að sexfalt stærra en framhlaupið í Hítardal, en það er áætlað milli tíu og tuttugu milljónir rúmmetra. Ein stærsta spurningin er hve langt berghlaupið næði fram. „Fer það alla leið til þjóðvegarins? Eða verður það bara á jökli? Það er óvíst,” segir Daniel.Horft frá afleggjaranum að Svínafelli í Öræfum í átt að Svínafellsjökli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Svo veit enginn hvenær bergfyllan gæti brostið fram. „Það gæti gerst á morgun eða eftir 500 ár.“ Daniel bendir hins vegar á að Öræfajökull sé lifandi eldstöð og þar er skjálftavirkni þessa dagana. Þótt hún sé ekki öflug séu skjálftar þar alla daga. Stórir jarðskjálftar gætu hreyft við sprungunni og rifjar Daniel upp að þegar þeir skoðuðu sprunguna í október í fyrra hafi orðið skjálfti í Öræfajökli upp á 3,6 stig.Svínafellsjökull er einn af vinsælli áfangastöðum í Öræfum, eins og sjá má á bílalestinni á veginum að jökulsporðinum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Allt getur gerst á þessu svæði. Það er mjög dínamískt,” segir Daniel Ben-Yehoshua en viðamikil rannsókn er hafin á sprungunni í samstarfi Svarma við Háskólann og Veðurstofuna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Almannavarnir Tengdar fréttir Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23 Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23
Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02