Innlent

Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins

Bergþór Másson skrifar
Skór ljósmæðra á tröppum Stjórnarráðshússins
Skór ljósmæðra á tröppum Stjórnarráðshússins Vísir / Sunna Sæmundsdóttir

Ljósmæður sem hættu störfum hjá Landspítalanum í dag skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hættu að minnsta kosti 19 ljósmæður störfum í dag. Þær birtu myndir af skóm sínum á Facebook í gær til þess að vekja athygli á bágri launastöðu starfstéttarinnar og þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin.

Samþykkt var fyrr í dag að yfirvinnubann ljósmæðra hefst þann 18. júlí. 90 prósent félagskvenna í Ljósmæðrafélagi Íslands greiddu atkvæði með yfirvinnubanni. Kosning um yfirvinnubann hófst fyrir helgi og lauk í dag. Þátttaka í kosningunni var um 80 prósent. 

Skór ljósmæðra á Stjórnarráðshúströppunum. Vísir / Böddi

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.