Innlent

IKEA innkallar rafhlaupahjól vegna slysahættu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
IKEA innkallar rafhlaupahjólið PENDLA
IKEA innkallar rafhlaupahjólið PENDLA IKEA
IKEA innkallar rafhlaupahjól af gerðinni PENDLA vegna slysahættu sem af notkun þeirra gæti hlotist. Hætta er á að brettið, sem hjólagarpar standa á, geti brotnað. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

IKEA fer þess á leit við viðskiptavini sína að þeir hætti notkun á rafhlaupahjólinu og skili því í verslunina. Tekið er fram að ekki er nauðsynlegt að sýna greiðslukvittun til að fá endurgreitt.

Í tilkynningunni kemur fram IKEA hefur borist tilkynningar um nokkur tilfelli þar sem brettið brotnaði og vitað er til þess að einn hafi hlotið meiðsl. Rafhlaupahjólin hafa verið í sölu í fjórum löndum undanfarið ár; Austurríki, Svíþjóð, Ísland og Portúgal en IKEA hefur ekki borist ábending um að bretti hafi brotnað á Íslandi.

Vörustjóri IKEA, Petra Axdorff, biðst velvirðingar fyrir hönd fyrirtækisins.

Nánari upplýsingar eru veittar á IKEA.is og í þjónustuveri í síma 520 2500.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×