Ekkert um réttarstöðu barnsins í úrskurði kærunefndar útlendingamála Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. júlí 2018 20:30 Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember. Erna Reka er fjórtán mánaða og fædd á Íslandi en foreldrar hennar Nazife og Erion eru frá Albaníu og hafa búið hér á landi í tæp tvö ár. Í maí staðfesti kærunefnd útlendingamála ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja Nazife og Erion um dvalarleyfi og ákvörðun um tveggja ára endurkomubann. Í dag hafnaði kærunefndin svo beiðni foreldra Ernu um frestun réttaráhrifa um brottvísun þeirra úr landi. „Það er engin umfjöllun í úrskurðinum um barnið. Það snýst bara um foreldra hennar og það í sjálfu sér er náttúrlega bara að mínu áliti gallaður úrskurður. Þú getur ekki tekið ákvörðun um foreldra en ekkert um barn,“ segir Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar. Farið verður fram á endurupptöku að sögn Claudie sem segir ennfremur að brotið sé gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, enda sé Ernu mismunað á grundvelli stöðu foreldra sinna. Dómsmál hefur verið höfðað hvað þetta atriði varðar og fer aðalmeðferð í því fram í nóvember. Að óbreyttu verður fjölskyldan þá farin úr landi sem skapað getur þær aðstæður að Erna teljist ekki lengur hafa lögvarða hagsmuni af málarekstrinum. „Það er ákvæði í útlendingalögum sem segir að ef barn er fætt hér á Íslandi þá má ekki brottvísa því úr landi, það er verndað fyrir slíkum brottvísunum,“ segir Claudie. „En það er gert það skilyrði að viðkomandi barn sé skráð í þjóðskrá en með því að skrá það á utangarðsskrá þá er það náttúrlega augljóslega ekki skráð í þjóðskrá,“ bætir hún við. Vísar hún þá til til þess að til þessa hafi Þjóðskrá skráð búsetu barna eins og Ernu með öðrum hætti en barna sem fædd eru hjá íslenskum foreldrum eða fólki með varanlegt dvalarleyfi þannig að þau teljist ekki eiga hér „óslitna búsetu samkvæmt þjóðskrá“ líkt og vísað er til í lögunum. Tengdar fréttir Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49 Verða send úr landi með 10 mánaða gamalt barn þrátt fyrir réttaróvissu Tíu mánaða gamalli stúlku sem búið hefur á Íslandi allt frá fæðingu verður vísað úr landi á næstu dögum ásamt albönskum foreldrum sínum. 22. febrúar 2018 20:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember. Erna Reka er fjórtán mánaða og fædd á Íslandi en foreldrar hennar Nazife og Erion eru frá Albaníu og hafa búið hér á landi í tæp tvö ár. Í maí staðfesti kærunefnd útlendingamála ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja Nazife og Erion um dvalarleyfi og ákvörðun um tveggja ára endurkomubann. Í dag hafnaði kærunefndin svo beiðni foreldra Ernu um frestun réttaráhrifa um brottvísun þeirra úr landi. „Það er engin umfjöllun í úrskurðinum um barnið. Það snýst bara um foreldra hennar og það í sjálfu sér er náttúrlega bara að mínu áliti gallaður úrskurður. Þú getur ekki tekið ákvörðun um foreldra en ekkert um barn,“ segir Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar. Farið verður fram á endurupptöku að sögn Claudie sem segir ennfremur að brotið sé gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, enda sé Ernu mismunað á grundvelli stöðu foreldra sinna. Dómsmál hefur verið höfðað hvað þetta atriði varðar og fer aðalmeðferð í því fram í nóvember. Að óbreyttu verður fjölskyldan þá farin úr landi sem skapað getur þær aðstæður að Erna teljist ekki lengur hafa lögvarða hagsmuni af málarekstrinum. „Það er ákvæði í útlendingalögum sem segir að ef barn er fætt hér á Íslandi þá má ekki brottvísa því úr landi, það er verndað fyrir slíkum brottvísunum,“ segir Claudie. „En það er gert það skilyrði að viðkomandi barn sé skráð í þjóðskrá en með því að skrá það á utangarðsskrá þá er það náttúrlega augljóslega ekki skráð í þjóðskrá,“ bætir hún við. Vísar hún þá til til þess að til þessa hafi Þjóðskrá skráð búsetu barna eins og Ernu með öðrum hætti en barna sem fædd eru hjá íslenskum foreldrum eða fólki með varanlegt dvalarleyfi þannig að þau teljist ekki eiga hér „óslitna búsetu samkvæmt þjóðskrá“ líkt og vísað er til í lögunum.
Tengdar fréttir Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49 Verða send úr landi með 10 mánaða gamalt barn þrátt fyrir réttaróvissu Tíu mánaða gamalli stúlku sem búið hefur á Íslandi allt frá fæðingu verður vísað úr landi á næstu dögum ásamt albönskum foreldrum sínum. 22. febrúar 2018 20:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49
Verða send úr landi með 10 mánaða gamalt barn þrátt fyrir réttaróvissu Tíu mánaða gamalli stúlku sem búið hefur á Íslandi allt frá fæðingu verður vísað úr landi á næstu dögum ásamt albönskum foreldrum sínum. 22. febrúar 2018 20:00