Ekkert um réttarstöðu barnsins í úrskurði kærunefndar útlendingamála Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. júlí 2018 20:30 Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember. Erna Reka er fjórtán mánaða og fædd á Íslandi en foreldrar hennar Nazife og Erion eru frá Albaníu og hafa búið hér á landi í tæp tvö ár. Í maí staðfesti kærunefnd útlendingamála ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja Nazife og Erion um dvalarleyfi og ákvörðun um tveggja ára endurkomubann. Í dag hafnaði kærunefndin svo beiðni foreldra Ernu um frestun réttaráhrifa um brottvísun þeirra úr landi. „Það er engin umfjöllun í úrskurðinum um barnið. Það snýst bara um foreldra hennar og það í sjálfu sér er náttúrlega bara að mínu áliti gallaður úrskurður. Þú getur ekki tekið ákvörðun um foreldra en ekkert um barn,“ segir Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar. Farið verður fram á endurupptöku að sögn Claudie sem segir ennfremur að brotið sé gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, enda sé Ernu mismunað á grundvelli stöðu foreldra sinna. Dómsmál hefur verið höfðað hvað þetta atriði varðar og fer aðalmeðferð í því fram í nóvember. Að óbreyttu verður fjölskyldan þá farin úr landi sem skapað getur þær aðstæður að Erna teljist ekki lengur hafa lögvarða hagsmuni af málarekstrinum. „Það er ákvæði í útlendingalögum sem segir að ef barn er fætt hér á Íslandi þá má ekki brottvísa því úr landi, það er verndað fyrir slíkum brottvísunum,“ segir Claudie. „En það er gert það skilyrði að viðkomandi barn sé skráð í þjóðskrá en með því að skrá það á utangarðsskrá þá er það náttúrlega augljóslega ekki skráð í þjóðskrá,“ bætir hún við. Vísar hún þá til til þess að til þessa hafi Þjóðskrá skráð búsetu barna eins og Ernu með öðrum hætti en barna sem fædd eru hjá íslenskum foreldrum eða fólki með varanlegt dvalarleyfi þannig að þau teljist ekki eiga hér „óslitna búsetu samkvæmt þjóðskrá“ líkt og vísað er til í lögunum. Tengdar fréttir Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49 Verða send úr landi með 10 mánaða gamalt barn þrátt fyrir réttaróvissu Tíu mánaða gamalli stúlku sem búið hefur á Íslandi allt frá fæðingu verður vísað úr landi á næstu dögum ásamt albönskum foreldrum sínum. 22. febrúar 2018 20:00 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember. Erna Reka er fjórtán mánaða og fædd á Íslandi en foreldrar hennar Nazife og Erion eru frá Albaníu og hafa búið hér á landi í tæp tvö ár. Í maí staðfesti kærunefnd útlendingamála ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja Nazife og Erion um dvalarleyfi og ákvörðun um tveggja ára endurkomubann. Í dag hafnaði kærunefndin svo beiðni foreldra Ernu um frestun réttaráhrifa um brottvísun þeirra úr landi. „Það er engin umfjöllun í úrskurðinum um barnið. Það snýst bara um foreldra hennar og það í sjálfu sér er náttúrlega bara að mínu áliti gallaður úrskurður. Þú getur ekki tekið ákvörðun um foreldra en ekkert um barn,“ segir Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar. Farið verður fram á endurupptöku að sögn Claudie sem segir ennfremur að brotið sé gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, enda sé Ernu mismunað á grundvelli stöðu foreldra sinna. Dómsmál hefur verið höfðað hvað þetta atriði varðar og fer aðalmeðferð í því fram í nóvember. Að óbreyttu verður fjölskyldan þá farin úr landi sem skapað getur þær aðstæður að Erna teljist ekki lengur hafa lögvarða hagsmuni af málarekstrinum. „Það er ákvæði í útlendingalögum sem segir að ef barn er fætt hér á Íslandi þá má ekki brottvísa því úr landi, það er verndað fyrir slíkum brottvísunum,“ segir Claudie. „En það er gert það skilyrði að viðkomandi barn sé skráð í þjóðskrá en með því að skrá það á utangarðsskrá þá er það náttúrlega augljóslega ekki skráð í þjóðskrá,“ bætir hún við. Vísar hún þá til til þess að til þessa hafi Þjóðskrá skráð búsetu barna eins og Ernu með öðrum hætti en barna sem fædd eru hjá íslenskum foreldrum eða fólki með varanlegt dvalarleyfi þannig að þau teljist ekki eiga hér „óslitna búsetu samkvæmt þjóðskrá“ líkt og vísað er til í lögunum.
Tengdar fréttir Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49 Verða send úr landi með 10 mánaða gamalt barn þrátt fyrir réttaróvissu Tíu mánaða gamalli stúlku sem búið hefur á Íslandi allt frá fæðingu verður vísað úr landi á næstu dögum ásamt albönskum foreldrum sínum. 22. febrúar 2018 20:00 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49
Verða send úr landi með 10 mánaða gamalt barn þrátt fyrir réttaróvissu Tíu mánaða gamalli stúlku sem búið hefur á Íslandi allt frá fæðingu verður vísað úr landi á næstu dögum ásamt albönskum foreldrum sínum. 22. febrúar 2018 20:00