Ekkert um réttarstöðu barnsins í úrskurði kærunefndar útlendingamála Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. júlí 2018 20:30 Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember. Erna Reka er fjórtán mánaða og fædd á Íslandi en foreldrar hennar Nazife og Erion eru frá Albaníu og hafa búið hér á landi í tæp tvö ár. Í maí staðfesti kærunefnd útlendingamála ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja Nazife og Erion um dvalarleyfi og ákvörðun um tveggja ára endurkomubann. Í dag hafnaði kærunefndin svo beiðni foreldra Ernu um frestun réttaráhrifa um brottvísun þeirra úr landi. „Það er engin umfjöllun í úrskurðinum um barnið. Það snýst bara um foreldra hennar og það í sjálfu sér er náttúrlega bara að mínu áliti gallaður úrskurður. Þú getur ekki tekið ákvörðun um foreldra en ekkert um barn,“ segir Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar. Farið verður fram á endurupptöku að sögn Claudie sem segir ennfremur að brotið sé gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, enda sé Ernu mismunað á grundvelli stöðu foreldra sinna. Dómsmál hefur verið höfðað hvað þetta atriði varðar og fer aðalmeðferð í því fram í nóvember. Að óbreyttu verður fjölskyldan þá farin úr landi sem skapað getur þær aðstæður að Erna teljist ekki lengur hafa lögvarða hagsmuni af málarekstrinum. „Það er ákvæði í útlendingalögum sem segir að ef barn er fætt hér á Íslandi þá má ekki brottvísa því úr landi, það er verndað fyrir slíkum brottvísunum,“ segir Claudie. „En það er gert það skilyrði að viðkomandi barn sé skráð í þjóðskrá en með því að skrá það á utangarðsskrá þá er það náttúrlega augljóslega ekki skráð í þjóðskrá,“ bætir hún við. Vísar hún þá til til þess að til þessa hafi Þjóðskrá skráð búsetu barna eins og Ernu með öðrum hætti en barna sem fædd eru hjá íslenskum foreldrum eða fólki með varanlegt dvalarleyfi þannig að þau teljist ekki eiga hér „óslitna búsetu samkvæmt þjóðskrá“ líkt og vísað er til í lögunum. Tengdar fréttir Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49 Verða send úr landi með 10 mánaða gamalt barn þrátt fyrir réttaróvissu Tíu mánaða gamalli stúlku sem búið hefur á Íslandi allt frá fæðingu verður vísað úr landi á næstu dögum ásamt albönskum foreldrum sínum. 22. febrúar 2018 20:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember. Erna Reka er fjórtán mánaða og fædd á Íslandi en foreldrar hennar Nazife og Erion eru frá Albaníu og hafa búið hér á landi í tæp tvö ár. Í maí staðfesti kærunefnd útlendingamála ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja Nazife og Erion um dvalarleyfi og ákvörðun um tveggja ára endurkomubann. Í dag hafnaði kærunefndin svo beiðni foreldra Ernu um frestun réttaráhrifa um brottvísun þeirra úr landi. „Það er engin umfjöllun í úrskurðinum um barnið. Það snýst bara um foreldra hennar og það í sjálfu sér er náttúrlega bara að mínu áliti gallaður úrskurður. Þú getur ekki tekið ákvörðun um foreldra en ekkert um barn,“ segir Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar. Farið verður fram á endurupptöku að sögn Claudie sem segir ennfremur að brotið sé gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, enda sé Ernu mismunað á grundvelli stöðu foreldra sinna. Dómsmál hefur verið höfðað hvað þetta atriði varðar og fer aðalmeðferð í því fram í nóvember. Að óbreyttu verður fjölskyldan þá farin úr landi sem skapað getur þær aðstæður að Erna teljist ekki lengur hafa lögvarða hagsmuni af málarekstrinum. „Það er ákvæði í útlendingalögum sem segir að ef barn er fætt hér á Íslandi þá má ekki brottvísa því úr landi, það er verndað fyrir slíkum brottvísunum,“ segir Claudie. „En það er gert það skilyrði að viðkomandi barn sé skráð í þjóðskrá en með því að skrá það á utangarðsskrá þá er það náttúrlega augljóslega ekki skráð í þjóðskrá,“ bætir hún við. Vísar hún þá til til þess að til þessa hafi Þjóðskrá skráð búsetu barna eins og Ernu með öðrum hætti en barna sem fædd eru hjá íslenskum foreldrum eða fólki með varanlegt dvalarleyfi þannig að þau teljist ekki eiga hér „óslitna búsetu samkvæmt þjóðskrá“ líkt og vísað er til í lögunum.
Tengdar fréttir Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49 Verða send úr landi með 10 mánaða gamalt barn þrátt fyrir réttaróvissu Tíu mánaða gamalli stúlku sem búið hefur á Íslandi allt frá fæðingu verður vísað úr landi á næstu dögum ásamt albönskum foreldrum sínum. 22. febrúar 2018 20:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49
Verða send úr landi með 10 mánaða gamalt barn þrátt fyrir réttaróvissu Tíu mánaða gamalli stúlku sem búið hefur á Íslandi allt frá fæðingu verður vísað úr landi á næstu dögum ásamt albönskum foreldrum sínum. 22. febrúar 2018 20:00