Innlent

Guðni leggur til að fót­bolta­strákarnir í Taí­landi fái að leiða liðin inn á í úr­slita­leik HM

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sést hér í Hljómskálagarðinum fyrir tæpri viku þegar Ísland mætti Króatíu á HM í Rússlandi.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sést hér í Hljómskálagarðinum fyrir tæpri viku þegar Ísland mætti Króatíu á HM í Rússlandi. fréttablaðið/sigtryggur ari

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, leggur það til á Facebook-síðu forsetaembættisins í kvöld að fótboltastrákarnir tólf sem setið hafa fastir í helli í Taílandi í níu daga fái að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM í fótbolta sem nú fer fram í Rússlandi.

Í færslunni segist Guðni vona að björgun drengjanna gangi vel en spyr svo:

„Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“

Nú er spurning hvort að þeir sem ráða, sem eru væntanlega forsvarsmenn FIFA, fái veður af þessari tillögu forsetans og bjóði tælensku strákunum til Rússlands en úrslitaleikur HM fer fram sunnudaginn 15. júlí.
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.