Bændur fyrir austan alsælir en vorkenna Sunnlendingum Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júlí 2018 21:45 Þau Árni Jón Þórðarson og Sigurlaug Jónína Ólöf Þorsteinsdóttir eru nýtekin við búi á Torfastöðum í Jökulsárhlíð. Þau voru að slá túnin í fyrsta sinn og nutu yfir 20 stiga hita. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. Kúabóndi í Vopnafirði segist vorkenna starfsbræðrum sínum sunnanlands og vestan, þar sé staðan ömurleg. Myndir af austfirskum bændum í heyskap mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Á kúabúinu á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu á Héraði eru feðgarnir Jón Steinar Elísson og Stefán Fannar Steinarsson búnir að rúlla upp um tveimur þriðju af túnunum en þar hófst heyskapur í kringum 20. júní. Á bænum Akri í Vopnafirði eru heyrúllurnar komnar upp í stæður en Björn Halldórsson segist búinn með um 90 prósent af fyrri slætti.Björn Halldórsson, bóndi á Akri í Vopnafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Tveir síðustu mánuðir hafa bara verið nákvæmlega eins og veður á að vera,“ segir Björn. „Það er búin að vera mjög góð tíð. Það hefur rignt þegar hefur þurft að rigna og við snúum ekki einu sinni heyinu. Við bara sláum það og svo er það bara orðið þurrt.“ Héraðsráðunautur Búnaðarsambands Austurlands, Guðfinna Harpa Árnadóttir, segir að bændur í fjórðungnum séu almennt langt komnir með fyrsta slátt og sumir kúabændur jafnvel búnir. Sauðfjárbændum liggur ekki eins mikið á að afla heyjanna en á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð hóf Jónas Guðmundsson slátt fyrir helgi.Á bænum Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð var Jónas Guðmundsson sauðfjárbóndi að slá.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Vorið hefur verið mjög gott. Það er óvenju snemma sem við getum byrjað hérna að slá,“ segir Jónas. Sprettan sé þokkaleg. „Það er allavegana ekki orðið úr sér sprottið ennþá.“ Utar í Jökulsárhlíð, á Torfastöðum, eru þau Árni Jón Þórðarson og Sigurlaug Jónína Ólöf Þorsteinsdóttir nýtekin við búi og voru að slá í fyrsta sinn. „Okkar fyrsti heyskapur,“ segir Sigurlaug, og það leggst vel í þau að hefja búskap í Jökulsárhlíð. „Þetta er bara paradís,“ segir hún.Árni Jón á múgavélinni í veðurblíðunni á Torfastöðum í Jökulsárhlíð. Dyrfjöll sjást í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En meðan tíðin leikur við bændur norðanlands og austan er staðan verri á hinum helmingi landsins. „Ég verð að segja það; ég vorkenni kollegum mínum á Suðurlandi, kúabændum, og bara bændum yfirleitt á Suður- og Vesturlandi. Þetta er ömurleg staða. Þeir eru mjög oft búnir að heyja á þessum tíma, og - án þess að ég viti það nú nákvæmlega – þá hugsa ég að það séu einhverjir sem séu mjög lítið byrjaðir. Það er bara hryllileg staða,“ segir Vopnfirðingurinn Björn á Akri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00 Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. Kúabóndi í Vopnafirði segist vorkenna starfsbræðrum sínum sunnanlands og vestan, þar sé staðan ömurleg. Myndir af austfirskum bændum í heyskap mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Á kúabúinu á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu á Héraði eru feðgarnir Jón Steinar Elísson og Stefán Fannar Steinarsson búnir að rúlla upp um tveimur þriðju af túnunum en þar hófst heyskapur í kringum 20. júní. Á bænum Akri í Vopnafirði eru heyrúllurnar komnar upp í stæður en Björn Halldórsson segist búinn með um 90 prósent af fyrri slætti.Björn Halldórsson, bóndi á Akri í Vopnafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Tveir síðustu mánuðir hafa bara verið nákvæmlega eins og veður á að vera,“ segir Björn. „Það er búin að vera mjög góð tíð. Það hefur rignt þegar hefur þurft að rigna og við snúum ekki einu sinni heyinu. Við bara sláum það og svo er það bara orðið þurrt.“ Héraðsráðunautur Búnaðarsambands Austurlands, Guðfinna Harpa Árnadóttir, segir að bændur í fjórðungnum séu almennt langt komnir með fyrsta slátt og sumir kúabændur jafnvel búnir. Sauðfjárbændum liggur ekki eins mikið á að afla heyjanna en á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð hóf Jónas Guðmundsson slátt fyrir helgi.Á bænum Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð var Jónas Guðmundsson sauðfjárbóndi að slá.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Vorið hefur verið mjög gott. Það er óvenju snemma sem við getum byrjað hérna að slá,“ segir Jónas. Sprettan sé þokkaleg. „Það er allavegana ekki orðið úr sér sprottið ennþá.“ Utar í Jökulsárhlíð, á Torfastöðum, eru þau Árni Jón Þórðarson og Sigurlaug Jónína Ólöf Þorsteinsdóttir nýtekin við búi og voru að slá í fyrsta sinn. „Okkar fyrsti heyskapur,“ segir Sigurlaug, og það leggst vel í þau að hefja búskap í Jökulsárhlíð. „Þetta er bara paradís,“ segir hún.Árni Jón á múgavélinni í veðurblíðunni á Torfastöðum í Jökulsárhlíð. Dyrfjöll sjást í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En meðan tíðin leikur við bændur norðanlands og austan er staðan verri á hinum helmingi landsins. „Ég verð að segja það; ég vorkenni kollegum mínum á Suðurlandi, kúabændum, og bara bændum yfirleitt á Suður- og Vesturlandi. Þetta er ömurleg staða. Þeir eru mjög oft búnir að heyja á þessum tíma, og - án þess að ég viti það nú nákvæmlega – þá hugsa ég að það séu einhverjir sem séu mjög lítið byrjaðir. Það er bara hryllileg staða,“ segir Vopnfirðingurinn Björn á Akri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00 Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00
Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15