Lífið

Kristjana í skýjunum með kærastann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kristjana og Haraldur eru flott saman
Kristjana og Haraldur eru flott saman
„Kærastinn minn var bara að komast inn á Opna breska,“ segir íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir í færslu á Twitter en kærasti hennar Haraldur Franklín Magnús varð í gær fyrsti íslenski karlinn til þess að tryggja sér þátttöku á risamóti í golfi.

Hann varð í öðru sæti á úrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið eftir frábæra spilamennsku.

Kristjana hefur heldur betur slegið í gegn undanfarnar vikur og mánuði á skjánum en hún hefur stýrt HM-stofunni á RÚV í sumar og gert það með mikilli prýði.

Opna breska meistaramótið fer fram á Carnoustie vellinum um miðjan júlí, dagana 19. - 22. júlí, og er eitt sögufrægasta mót heims. Íþróttafréttakonan mun án efa fylgast vel með gangi mála.

Kristjana er sátt með sinn mann.
„Markmiðið var einfaldlega að gera allt sem ég gæti til að komast áfram og inn á Opna breska meistaramótið. Ég hef lítinn tíma til að fagna þessu, ég flýg til Svíþjóðar í nótt fyrir mót sem hefst þar á fimmtudaginn. Ætli maður kíki ekki í bað til að mýkja bakið aðeins,“ sagði Haraldur í viðtali í Fréttablaðinu í morgun.

Kylfingurinn ætlar að æfa stíft fram að móti.

„Ég kem til Skotlands þremur dögum fyrir mót en ég verð meira og minna á golfvellinum allt fram að mótinu,“ sagði Haraldur glaðbeittur.


Tengdar fréttir

Reyndi að sofa stressið af sér

Haraldur Franklín Magnús komst fyrstur Íslendinga inn á Opna breska meistaramótið í golfi, eitt elsta og virtasta golfmót heims í gær. Hann lagði sig í búningsklefanum á meðan hann beið eftir lokatölunum.

Haraldur Franklín fyrstur karla á risamót

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur, varð í dag fyrsti íslenski karlinn til þess að tryggja sér þáttöku á risamóti í golfi. Hann varð í öðru sæti á úrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið eftir frábæra spilamennsku.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.