Konur, menntað og eldra fólk vilja heldur halda í dönskuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2018 14:32 Danir eru hvítir og rauðir eins og segir í samnefndu lagi sem fylgt hefur knattspyrnulandsliðum þjóðarinnar frá því á HM 1986 í Mexíkó. Vísir/Getty Skiptar skoðanir eru á meðal landsmanna á því hvort hætta eigi dönskukennslu í grunnskólum landsins og kenna annað tungumál í staðinn. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 12. til 18. júní. Svarendur skiptust í jafnar fylkingar í afstöðu sinni til málsins en 38% voru andvíg og 38% fylgjandi breytingum á tungumálakennslu, þar af 18% mjög andvíg og 21% mjög fylgjandi. 24% svarenda kváðust hvorki andvígir né fylgjandi slíkum breytingum. Nokkurn mun var að sjá á afstöðu svarenda eftir lýðfræðihópum. Konur (41%) voru líklegri heldur en karlar (35%) til að segjast andvígar hugmyndum um að hætta dönskukennslu í grunnskólum landsins og kenna annað tungumál í staðinn en um fjórðungur karla (24%) kvaðst mjög fylgjandi slíkum breytingum. Andstaða við breytingar á dönskukennslu jókst eftir aldri en svarendur 68 ára og eldri (52%) voru líklegastir til að styðja við óbreytt fyrirkomulag. Andstaða við breytingar á dönskukennslu jókst einnig með aukinni menntun en tæp 52% háskólamenntaðra sögðust frekar eða mjög andvíg hugmyndum um breytingar á kennslu, samanborið við tæp 23% þeirra sem lokið höfðu skólagöngu sinni eftir útskrift úr grunnskóla. Þá jókst andstaða gegn breytingum einnig með auknum heimilistekjum. Engan mun var að sjá á afstöðu svarenda eftir búsetu. Þegar litið var til stjórnmálaskoðana svarenda mátti einnig sjá mun á afstöðu svarenda. Stuðningsfólk Vinstri grænna (63%) og Framsóknarflokks (57%) var líklegast til að lýsa andstöðu gegn breytingum á dönskukennslu en þar af sögðust tæplega 30% stuðningsfólks Vinstri grænna mjög andvíg slíkum breytingum. Stuðningsfólk Viðreisnar (50%), Miðflokks (45%) og Pírata (44%) voru hins vegar líklegust til að vera fylgjandi þeirri hugmynd að kenna annað tungumál í grunnskólum í stað dönsku. Könnunin fór fram í spurningavagni MMR og voru 925 einstaklingar sem svöruðu spurningunni: Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ert þú hugmyndum um að hætta dönskukennslu í grunnskólum landsins og kenna annað tungumál í staðinn?“Nánar má lesa um niðurstöðuna í könnun MMR hér. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Skiptar skoðanir eru á meðal landsmanna á því hvort hætta eigi dönskukennslu í grunnskólum landsins og kenna annað tungumál í staðinn. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 12. til 18. júní. Svarendur skiptust í jafnar fylkingar í afstöðu sinni til málsins en 38% voru andvíg og 38% fylgjandi breytingum á tungumálakennslu, þar af 18% mjög andvíg og 21% mjög fylgjandi. 24% svarenda kváðust hvorki andvígir né fylgjandi slíkum breytingum. Nokkurn mun var að sjá á afstöðu svarenda eftir lýðfræðihópum. Konur (41%) voru líklegri heldur en karlar (35%) til að segjast andvígar hugmyndum um að hætta dönskukennslu í grunnskólum landsins og kenna annað tungumál í staðinn en um fjórðungur karla (24%) kvaðst mjög fylgjandi slíkum breytingum. Andstaða við breytingar á dönskukennslu jókst eftir aldri en svarendur 68 ára og eldri (52%) voru líklegastir til að styðja við óbreytt fyrirkomulag. Andstaða við breytingar á dönskukennslu jókst einnig með aukinni menntun en tæp 52% háskólamenntaðra sögðust frekar eða mjög andvíg hugmyndum um breytingar á kennslu, samanborið við tæp 23% þeirra sem lokið höfðu skólagöngu sinni eftir útskrift úr grunnskóla. Þá jókst andstaða gegn breytingum einnig með auknum heimilistekjum. Engan mun var að sjá á afstöðu svarenda eftir búsetu. Þegar litið var til stjórnmálaskoðana svarenda mátti einnig sjá mun á afstöðu svarenda. Stuðningsfólk Vinstri grænna (63%) og Framsóknarflokks (57%) var líklegast til að lýsa andstöðu gegn breytingum á dönskukennslu en þar af sögðust tæplega 30% stuðningsfólks Vinstri grænna mjög andvíg slíkum breytingum. Stuðningsfólk Viðreisnar (50%), Miðflokks (45%) og Pírata (44%) voru hins vegar líklegust til að vera fylgjandi þeirri hugmynd að kenna annað tungumál í grunnskólum í stað dönsku. Könnunin fór fram í spurningavagni MMR og voru 925 einstaklingar sem svöruðu spurningunni: Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ert þú hugmyndum um að hætta dönskukennslu í grunnskólum landsins og kenna annað tungumál í staðinn?“Nánar má lesa um niðurstöðuna í könnun MMR hér.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira