Ekki fallist áframhaldandi á farbann yfir manni sem er eftirlýstur í Póllandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2018 23:00 Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. vísir/hanna Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að pólskur maður sem eftirlýstur er í Póllandi fyrir brot sem geta varðað allt að 12 ára fangelsi skuli ekki sæta áfram farbanni. Pólsk yfirvöld hafa farið fram á það að maðurinn verði framseldur og er það mál nú í ferli hjá íslenskum yfirvöldum en líklegt er að málið fá meðferð hjá dómstólum þar sem maðurinn hefur andmælt framsalsbeiðninni. Í úrskurði héraðsdóms, sem birtur er á vef Landsréttar, kemur fram að maðurinn hafi seinast verið úrskurðaður í farbann þann 15. janúar síðastliðinn. Gilti það farbann til 29. júní og krafðist ríkissaksóknari þess nú að maðurinn yrði áfram í farbanni allt til föstudagsins 14. desember.Nánast samfellt í farbanni frá því í október Maðurinn er eftirlýstur í Póllandi fyrir brot sem getur varðað allt að 12 ára fangelsi en hann hefur ekki fengið dóm. Að því er fram kemur í greinargerð ríkissaksóknara er maðurinn grunaður um meðferð, vörslu, sölu og dreifingu á miklu magni af fíkniefnum, þar á meðal að minnsta kosti einu kílógrammi af kannabisplöntum- og efnum og talsverðu magni af amfetamíni. Maðurinn var handtekinn hér á landi þann 25. október en gefin hafði verið út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Hann sætti farbanni til 23. nóvember og síðan frá 18. desember til 15. janúar en farbannið var ekki framlengt þann 23. nóvember þar sem ekki lá fyrir formleg framsalsbeiðni frá pólskum yfirvöldum. Ríkissaksóknari fór nú fram á áframhaldandi farbann yfir manninum þar sem það liggur fyrir að meðferð framsalsmálsins mun taka lengri tíma. Var talið nauðsynlegt að maðurinn myndi sæta farbanni til að tryggja nærveru hans á meðan á meðferð málsins stendur en þessu voru dómstólarnir ekki sammála.Ekkert komið fram um nánari rannsókn Dómarinn í héraði taldi ekki unnt að fallast á framsalsbeiðnina þar sem ekki væri að sjá annað af bréfi ríkissaksóknara til dómsmálaráðuneytisins en að hann hefði lokið rannsókn sinni vegna framsalsbeiðninnar. Var þar þeirri afstöðu lýst að tiltekin skilyrði laganna væru uppfyllt varðandi framsalsbeiðnina auk þess sem bæði formlegum og efnislegum skilyrðum annarra ákvæða laganna væri fullnægt. „Að mati dómsins verður að gera ráð fyrir því að dómsmálaráðuneytið hafi á grundvelli þeirra valdheimilda sem ráðuneytið hefur samkvæmt lögum nr. 13/1984 svigrúm til að rannsaka mál frekar sjálft eða mæla fyrir um frekari rannsókn þess, ef tilefni þykir. Í máli þessu hefur hins vegar ekkert komið fram um slíka rannsókn annað en að málið sé til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu samkvæmt upplýsingum sækjanda í máli þessu. Krafa sóknaraðila í máli þessu um farbann er krafa um þvingunarráðstöfun sem ekki má standa lengur en nauðsynlegt er miðað við umfang og eðli máls. Þá er það einnig skilyrði fyrir beitingu farbanns að rannsókn verði haldið áfram án óréttlætanlegra tafa. Þar sem ekkert hefur verið lagt fram um rannsókn ráðuneytisins eða frekari meðferð þess á framsalsbeiðni varnaraðila er ekki unnt að fallast á kröfu sóknaraðila um áframhaldandi farbann yfir varnaraðila,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Dómsmál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að pólskur maður sem eftirlýstur er í Póllandi fyrir brot sem geta varðað allt að 12 ára fangelsi skuli ekki sæta áfram farbanni. Pólsk yfirvöld hafa farið fram á það að maðurinn verði framseldur og er það mál nú í ferli hjá íslenskum yfirvöldum en líklegt er að málið fá meðferð hjá dómstólum þar sem maðurinn hefur andmælt framsalsbeiðninni. Í úrskurði héraðsdóms, sem birtur er á vef Landsréttar, kemur fram að maðurinn hafi seinast verið úrskurðaður í farbann þann 15. janúar síðastliðinn. Gilti það farbann til 29. júní og krafðist ríkissaksóknari þess nú að maðurinn yrði áfram í farbanni allt til föstudagsins 14. desember.Nánast samfellt í farbanni frá því í október Maðurinn er eftirlýstur í Póllandi fyrir brot sem getur varðað allt að 12 ára fangelsi en hann hefur ekki fengið dóm. Að því er fram kemur í greinargerð ríkissaksóknara er maðurinn grunaður um meðferð, vörslu, sölu og dreifingu á miklu magni af fíkniefnum, þar á meðal að minnsta kosti einu kílógrammi af kannabisplöntum- og efnum og talsverðu magni af amfetamíni. Maðurinn var handtekinn hér á landi þann 25. október en gefin hafði verið út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Hann sætti farbanni til 23. nóvember og síðan frá 18. desember til 15. janúar en farbannið var ekki framlengt þann 23. nóvember þar sem ekki lá fyrir formleg framsalsbeiðni frá pólskum yfirvöldum. Ríkissaksóknari fór nú fram á áframhaldandi farbann yfir manninum þar sem það liggur fyrir að meðferð framsalsmálsins mun taka lengri tíma. Var talið nauðsynlegt að maðurinn myndi sæta farbanni til að tryggja nærveru hans á meðan á meðferð málsins stendur en þessu voru dómstólarnir ekki sammála.Ekkert komið fram um nánari rannsókn Dómarinn í héraði taldi ekki unnt að fallast á framsalsbeiðnina þar sem ekki væri að sjá annað af bréfi ríkissaksóknara til dómsmálaráðuneytisins en að hann hefði lokið rannsókn sinni vegna framsalsbeiðninnar. Var þar þeirri afstöðu lýst að tiltekin skilyrði laganna væru uppfyllt varðandi framsalsbeiðnina auk þess sem bæði formlegum og efnislegum skilyrðum annarra ákvæða laganna væri fullnægt. „Að mati dómsins verður að gera ráð fyrir því að dómsmálaráðuneytið hafi á grundvelli þeirra valdheimilda sem ráðuneytið hefur samkvæmt lögum nr. 13/1984 svigrúm til að rannsaka mál frekar sjálft eða mæla fyrir um frekari rannsókn þess, ef tilefni þykir. Í máli þessu hefur hins vegar ekkert komið fram um slíka rannsókn annað en að málið sé til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu samkvæmt upplýsingum sækjanda í máli þessu. Krafa sóknaraðila í máli þessu um farbann er krafa um þvingunarráðstöfun sem ekki má standa lengur en nauðsynlegt er miðað við umfang og eðli máls. Þá er það einnig skilyrði fyrir beitingu farbanns að rannsókn verði haldið áfram án óréttlætanlegra tafa. Þar sem ekkert hefur verið lagt fram um rannsókn ráðuneytisins eða frekari meðferð þess á framsalsbeiðni varnaraðila er ekki unnt að fallast á kröfu sóknaraðila um áframhaldandi farbann yfir varnaraðila,“ segir í úrskurði héraðsdóms.
Dómsmál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira