Segir hroka og hleypidóma einkennismerki fjármálaráðherra og Sjálfstæðisflokks Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júlí 2018 12:09 Bergur Þór Ingólfsson styður ljósmæður í kjaradeilu sinni. vísir/ernir Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri, tók upp hanskann fyrir ljósmæður í pistli sem hann skrifaði á Facebook síðu sinni. Þar segir það sé svipað að fylgjast með framgöngu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í kjaradeilu ljósmæðra og að horfa á sjónvarpsefni sem á að gerast á árunum í kringum heimsstyrjöldina fyrri eins og Downton Abbey. Þá kastar hann kveðju til Jane Austen, höfundar Hroka og hleypidóma, þegar hann segir: „Hroki og hleypidómar virðist vera einkennismerki flokks hans. Hann hagar sér eins og húsbóndi með hjú gagnvart ljósmæðrum og samstarfsflokkar hans í ríkisstjórn taka þátt með þögninni,“ segir Bergur sem telur Bjarna hafa talað niður til ljósmæðra og gefið í skyn að þær færu með „kellingaþvaður“.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Með tvær sprungnar ríkisstjórnir á bakinu vegna algjörs skeytinga-og skilningsleysis gagnvart þeim sem hann telur vera hjú sín.“ Hann segist skynja það sterkt að efst á blaði hjá ljósmæðrum séu breytingar. „Kerfisbreytingar. Viðhorfsbreytingar. Menningarþróun. Eitthvað sem valdafólk í flokki fjármálaráðherra á erfitt með að tengja við og skilja.“ Bergur Þór virðist gæta sín á því að fullyrða um of fyrir hönd ljósmæðra því hann notar varfærnislegt orðalag í umfjöllun sinni um ljósmæður. „Ef ég skil ljósmæður rétt vilja þær að nám þeirra og reynsla séu metin til hæfis og kjara. Því á ráðherrann kannski ekki að venjast og líklega erfitt fyrir hann að samsama sig þeirri hugsun. Ef ég skil ljósmæður rétt er vinnuumhverfi þeirra þannig upp byggt að þær ná ekki fullum vinnudegi vegna vakta en eru samt á endalausum bakvöktum með laskaðan hvíldartíma. Það er ekkert venjulegt starf að bjóða börn velkomin í þennan heim. Ef ég skil ljósmæður rétt þá fá þær ekki greitt fyrir fundarsetur, heimavinnu eða brot á hvíld eins og þingmenn. Þær vilja virðingu,“ segir Bergur Þór. Hann segir að helsta krafa byltingarkvenna #Metoo byltingarinnar hafi verið að fá hlustun. Það sama eigi við um ljósmæður. Hér að neðan er hægt að lesa pistil Bergs í heild sinni. Kjaramál Tengdar fréttir Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00 Segja velferð kvenna, barna og samfélagsins alls ógnað Læknar á Vesturlandi lýsa yfir áhyggjum af ástandinu. 6. júlí 2018 11:17 Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. 4. júlí 2018 18:45 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri, tók upp hanskann fyrir ljósmæður í pistli sem hann skrifaði á Facebook síðu sinni. Þar segir það sé svipað að fylgjast með framgöngu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í kjaradeilu ljósmæðra og að horfa á sjónvarpsefni sem á að gerast á árunum í kringum heimsstyrjöldina fyrri eins og Downton Abbey. Þá kastar hann kveðju til Jane Austen, höfundar Hroka og hleypidóma, þegar hann segir: „Hroki og hleypidómar virðist vera einkennismerki flokks hans. Hann hagar sér eins og húsbóndi með hjú gagnvart ljósmæðrum og samstarfsflokkar hans í ríkisstjórn taka þátt með þögninni,“ segir Bergur sem telur Bjarna hafa talað niður til ljósmæðra og gefið í skyn að þær færu með „kellingaþvaður“.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Með tvær sprungnar ríkisstjórnir á bakinu vegna algjörs skeytinga-og skilningsleysis gagnvart þeim sem hann telur vera hjú sín.“ Hann segist skynja það sterkt að efst á blaði hjá ljósmæðrum séu breytingar. „Kerfisbreytingar. Viðhorfsbreytingar. Menningarþróun. Eitthvað sem valdafólk í flokki fjármálaráðherra á erfitt með að tengja við og skilja.“ Bergur Þór virðist gæta sín á því að fullyrða um of fyrir hönd ljósmæðra því hann notar varfærnislegt orðalag í umfjöllun sinni um ljósmæður. „Ef ég skil ljósmæður rétt vilja þær að nám þeirra og reynsla séu metin til hæfis og kjara. Því á ráðherrann kannski ekki að venjast og líklega erfitt fyrir hann að samsama sig þeirri hugsun. Ef ég skil ljósmæður rétt er vinnuumhverfi þeirra þannig upp byggt að þær ná ekki fullum vinnudegi vegna vakta en eru samt á endalausum bakvöktum með laskaðan hvíldartíma. Það er ekkert venjulegt starf að bjóða börn velkomin í þennan heim. Ef ég skil ljósmæður rétt þá fá þær ekki greitt fyrir fundarsetur, heimavinnu eða brot á hvíld eins og þingmenn. Þær vilja virðingu,“ segir Bergur Þór. Hann segir að helsta krafa byltingarkvenna #Metoo byltingarinnar hafi verið að fá hlustun. Það sama eigi við um ljósmæður. Hér að neðan er hægt að lesa pistil Bergs í heild sinni.
Kjaramál Tengdar fréttir Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00 Segja velferð kvenna, barna og samfélagsins alls ógnað Læknar á Vesturlandi lýsa yfir áhyggjum af ástandinu. 6. júlí 2018 11:17 Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. 4. júlí 2018 18:45 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00
Segja velferð kvenna, barna og samfélagsins alls ógnað Læknar á Vesturlandi lýsa yfir áhyggjum af ástandinu. 6. júlí 2018 11:17
Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. 4. júlí 2018 18:45