Innlent

Segja velferð kvenna, barna og samfélagsins alls ógnað

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Læknar á Vesturlandi hafa miklar áhyggjur af gangi mála.
Læknar á Vesturlandi hafa miklar áhyggjur af gangi mála. Vísir/Sigurjón Ólason
Núverandi staða ógnar velferð og þjónustu við konur, börn og samfélagið í heild sinni, bæði nú og um ókomna framtíð. Þetta segja kvensjúkdóma-, fæðingar,-og svæfingarlæknar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi.

Læknarnir skora á deiluaðila að finna lausn á málinu sem allra fyrst. Það sé mikilvægt að sérþekking og ábyrgð ljósmæðra í starfi endurspeglist í launum þeirra.

„Ljósmæður gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í fæðingarteymi sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana,“ segir í yfirlýsingu frá læknunum. Í henni er einnig bent á að það sé í verkahring ljósmæðra að hafa eftirlit á meðgöngu, ekki síst með tilliti til kvensjúkdóma.


Tengdar fréttir

Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör.

BHM með þungar áhyggjur af kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins

Bandalag háskólamanna lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu mála í kjaradeilu ljósmæðra við íslenska ríkið. Félagið segir mikla hagsmuni í húfi, sú þjónusta sem ljósmæður veiti sé einn af hornsteinum velferðarsamfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×