Vagnstjóri grunaður um ölvunarakstur: „Þetta er náttúrulega grafalvarlegt“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 7. júlí 2018 12:30 Vagnstjórinn var handtekinn á vettvangi. (Mynd úr safni) visir/ernir Strætisvagnstjóri er í haldi lögreglu grunaður um ölvun við akstur eftir að hafa ekið á tvær bifreiðar í Kópavogi í gær. Vagnstjórinn verður yfirheyrður eftir hádegi, en forsvarsmenn Strætó líta málið alvarlegum augum. Tilkynnt var um atvikið á sjötta tímanum í gær, en vagninum var ekið á miklum hraða á tvær bifreiðar í hringtorgi á gatnamótum Dalvegs og Smiðjuvegs í Kópavogi. Strætisvagninn var á svo mikilli ferð að hann hafnaði upp á umferðareyju eftir að hafa rekist á bílana tvo. Guðmundur Heiðar Helgason er markaðs- og upplýsingafulltrú Strætó.Strætó harmar atvikið „Miðað við hvað ölvunarakstur yfir höfuð er alvarlegt brot, og að við erum fyrirtæki sem er að keyra almenning á öllum aldri, þá er þetta ennþá alvarlegra í okkar tilviki. Þannig að þetta mál er náttúrulega grafalvarlegt og við hörmum það sem gerðist þarna í gær,“ segir Guðmundur Heiðar. Vagnstjórinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu þar sem hann er enn, en samkvæmt upplýsingum vakthafandi lögreglufulltrúa verður hann yfirheyrður eftir hádegi vegna gruns um ölvunarakstur.Guðmundur Heiðar, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó.Aðsend mynd„Við leyfum náttúrulega lögreglunni að klára fyrst sitt mál gagnvart bílstjóranum og sjáum hvað kemur út úr því, en ég get svosem fullyrt að ef þetta er rétt að hann hafi verið ölvaður þá á hann ekki afturkvæmt aftur til starfa hjá okkur,“ segir Guðmundur Heiðar. Fer sína leið innan trygginganna Guðmundur Heiðar hefur ekki upplýsingar um meiðsli farþega í vagninum sjálfum, en ökumaður og farþegar í annarri bifreiðinni sem vagninum var ekið á kvörtuðu hins vegar undan eymslum í hálsi og höfði. „Við hvetjum náttúrulega alla til að fara og fá viðeigandi áverkavottorð. Svo þarf málið bara að fara viðeigandi leið innan trygginganna, en við hvetjum alla til að gera það og hægt er að hafa samband við okkar þjónustuver ef vantar frekari upplýsingar.“ Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Sjá meira
Strætisvagnstjóri er í haldi lögreglu grunaður um ölvun við akstur eftir að hafa ekið á tvær bifreiðar í Kópavogi í gær. Vagnstjórinn verður yfirheyrður eftir hádegi, en forsvarsmenn Strætó líta málið alvarlegum augum. Tilkynnt var um atvikið á sjötta tímanum í gær, en vagninum var ekið á miklum hraða á tvær bifreiðar í hringtorgi á gatnamótum Dalvegs og Smiðjuvegs í Kópavogi. Strætisvagninn var á svo mikilli ferð að hann hafnaði upp á umferðareyju eftir að hafa rekist á bílana tvo. Guðmundur Heiðar Helgason er markaðs- og upplýsingafulltrú Strætó.Strætó harmar atvikið „Miðað við hvað ölvunarakstur yfir höfuð er alvarlegt brot, og að við erum fyrirtæki sem er að keyra almenning á öllum aldri, þá er þetta ennþá alvarlegra í okkar tilviki. Þannig að þetta mál er náttúrulega grafalvarlegt og við hörmum það sem gerðist þarna í gær,“ segir Guðmundur Heiðar. Vagnstjórinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu þar sem hann er enn, en samkvæmt upplýsingum vakthafandi lögreglufulltrúa verður hann yfirheyrður eftir hádegi vegna gruns um ölvunarakstur.Guðmundur Heiðar, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó.Aðsend mynd„Við leyfum náttúrulega lögreglunni að klára fyrst sitt mál gagnvart bílstjóranum og sjáum hvað kemur út úr því, en ég get svosem fullyrt að ef þetta er rétt að hann hafi verið ölvaður þá á hann ekki afturkvæmt aftur til starfa hjá okkur,“ segir Guðmundur Heiðar. Fer sína leið innan trygginganna Guðmundur Heiðar hefur ekki upplýsingar um meiðsli farþega í vagninum sjálfum, en ökumaður og farþegar í annarri bifreiðinni sem vagninum var ekið á kvörtuðu hins vegar undan eymslum í hálsi og höfði. „Við hvetjum náttúrulega alla til að fara og fá viðeigandi áverkavottorð. Svo þarf málið bara að fara viðeigandi leið innan trygginganna, en við hvetjum alla til að gera það og hægt er að hafa samband við okkar þjónustuver ef vantar frekari upplýsingar.“
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent