Dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðunum Bergþór Másson skrifar 9. júlí 2018 23:15 Áróðurslímmiði á rafmagnskassa. Twitter / Norðurvígi Samtökin Norðurvígi dreifðu í morgun áróðri gegn hælisleitendum og innflytjendum í Hlíðunum. Í húsi í Stigahlíð dvelja sextán umsækjendur um alþjóðlegt hæli. Þeir búa þar tímabundið á meðan mál þeirra er tekið til skoðunar. Norðurvígi beitir sér fyrir því að fólk af erlendum uppruna, að undanskildum þeim sem eru af norður-evrópskum uppruna, verði send úr landi eins fljótt og mögulegt er að því er fram kemur í stefnuyfirlýsingu samtakanna.Áróður í Stigahlíðinni Samtökin dreifðu límmiðum um hverfið en á þeim stóð annars vegar: „Hýsum Íslendinga en ekki hælisleitendur“ og hins vegar „Norðurvígi“.Eins og Vísir fjallaði um á dögunum var lögregla send á vettvang vegna blóðugs manns í húsi við Stigahlíð, þar sem sextán hælisleitendur búa tímabundið á meðan þeir sækja um alþjóðlega vernd. Á vefsíðu Norðurvígs er fjallað um þetta tímabundna búsetuúrræði hælisleitendanna, þannig það mætti gera ráð fyrir því að staðsetning áróðursdreifingar Norðurvígs sé ekki tilviljanakennd.Samtökin talin vera möguleg hryðjuverkaógn Meðal markmiða Norðurvígs samkvæmt vefsíðu samtakanna eru: Að senda fólk sem ekki er af norður-evrópskum uppruna til heimalanda sinna, sameina öll Norðurlöndin í sjálfbært norrænt samfélag með sameiginlegum her, taka upp herskyldu og banna fjölmiðla sem vinna gegn norrænu fólki.Stundin fjallaði um það í dag að Ríkislögreglustjóri nefndi samtökin í skýrslu um hryðjuverkaógn. Íslenskir Twitter notendur reiddust og fóru ófögrum orðum um samtökin þegar Norðurvígi deildi myndum af áróðursdreifingu dagsins á samfélagsmiðlinum.Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá 19. júní þar sem fjallað var um áhyggjur íbúa í götunni. Tengdar fréttir Hælisleitendur fara úr Stigahlíð um áramótin Leigusamningur um húsnæði í Stigahlíð fyrir hælisleitendur rennur út um áramótin og mun Reykjavíkurborg ekki endurnýja samninginn þar sem illa hefur gefist að búa vel um svo marga í einu húsnæði. Lögregla var kölluð til í nótt þegar íbúi leitaði blóðugur til nágranna eftir hjálp vegna átaka. 30. júní 2018 12:30 Tveir leituðu á slysadeild eftir átökin í Stigahlíð Um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. júní 2018 07:30 Sjúkrabíll og lögregla send á vettvang vegna atviks í húsi við Stigahlíð Nágrannar kölluðu til lögreglu eftir að blóðugur maður hafi bankað upp á. 29. júní 2018 22:30 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Samtökin Norðurvígi dreifðu í morgun áróðri gegn hælisleitendum og innflytjendum í Hlíðunum. Í húsi í Stigahlíð dvelja sextán umsækjendur um alþjóðlegt hæli. Þeir búa þar tímabundið á meðan mál þeirra er tekið til skoðunar. Norðurvígi beitir sér fyrir því að fólk af erlendum uppruna, að undanskildum þeim sem eru af norður-evrópskum uppruna, verði send úr landi eins fljótt og mögulegt er að því er fram kemur í stefnuyfirlýsingu samtakanna.Áróður í Stigahlíðinni Samtökin dreifðu límmiðum um hverfið en á þeim stóð annars vegar: „Hýsum Íslendinga en ekki hælisleitendur“ og hins vegar „Norðurvígi“.Eins og Vísir fjallaði um á dögunum var lögregla send á vettvang vegna blóðugs manns í húsi við Stigahlíð, þar sem sextán hælisleitendur búa tímabundið á meðan þeir sækja um alþjóðlega vernd. Á vefsíðu Norðurvígs er fjallað um þetta tímabundna búsetuúrræði hælisleitendanna, þannig það mætti gera ráð fyrir því að staðsetning áróðursdreifingar Norðurvígs sé ekki tilviljanakennd.Samtökin talin vera möguleg hryðjuverkaógn Meðal markmiða Norðurvígs samkvæmt vefsíðu samtakanna eru: Að senda fólk sem ekki er af norður-evrópskum uppruna til heimalanda sinna, sameina öll Norðurlöndin í sjálfbært norrænt samfélag með sameiginlegum her, taka upp herskyldu og banna fjölmiðla sem vinna gegn norrænu fólki.Stundin fjallaði um það í dag að Ríkislögreglustjóri nefndi samtökin í skýrslu um hryðjuverkaógn. Íslenskir Twitter notendur reiddust og fóru ófögrum orðum um samtökin þegar Norðurvígi deildi myndum af áróðursdreifingu dagsins á samfélagsmiðlinum.Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá 19. júní þar sem fjallað var um áhyggjur íbúa í götunni.
Tengdar fréttir Hælisleitendur fara úr Stigahlíð um áramótin Leigusamningur um húsnæði í Stigahlíð fyrir hælisleitendur rennur út um áramótin og mun Reykjavíkurborg ekki endurnýja samninginn þar sem illa hefur gefist að búa vel um svo marga í einu húsnæði. Lögregla var kölluð til í nótt þegar íbúi leitaði blóðugur til nágranna eftir hjálp vegna átaka. 30. júní 2018 12:30 Tveir leituðu á slysadeild eftir átökin í Stigahlíð Um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. júní 2018 07:30 Sjúkrabíll og lögregla send á vettvang vegna atviks í húsi við Stigahlíð Nágrannar kölluðu til lögreglu eftir að blóðugur maður hafi bankað upp á. 29. júní 2018 22:30 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Hælisleitendur fara úr Stigahlíð um áramótin Leigusamningur um húsnæði í Stigahlíð fyrir hælisleitendur rennur út um áramótin og mun Reykjavíkurborg ekki endurnýja samninginn þar sem illa hefur gefist að búa vel um svo marga í einu húsnæði. Lögregla var kölluð til í nótt þegar íbúi leitaði blóðugur til nágranna eftir hjálp vegna átaka. 30. júní 2018 12:30
Tveir leituðu á slysadeild eftir átökin í Stigahlíð Um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. júní 2018 07:30
Sjúkrabíll og lögregla send á vettvang vegna atviks í húsi við Stigahlíð Nágrannar kölluðu til lögreglu eftir að blóðugur maður hafi bankað upp á. 29. júní 2018 22:30