Dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðunum Bergþór Másson skrifar 9. júlí 2018 23:15 Áróðurslímmiði á rafmagnskassa. Twitter / Norðurvígi Samtökin Norðurvígi dreifðu í morgun áróðri gegn hælisleitendum og innflytjendum í Hlíðunum. Í húsi í Stigahlíð dvelja sextán umsækjendur um alþjóðlegt hæli. Þeir búa þar tímabundið á meðan mál þeirra er tekið til skoðunar. Norðurvígi beitir sér fyrir því að fólk af erlendum uppruna, að undanskildum þeim sem eru af norður-evrópskum uppruna, verði send úr landi eins fljótt og mögulegt er að því er fram kemur í stefnuyfirlýsingu samtakanna.Áróður í Stigahlíðinni Samtökin dreifðu límmiðum um hverfið en á þeim stóð annars vegar: „Hýsum Íslendinga en ekki hælisleitendur“ og hins vegar „Norðurvígi“.Eins og Vísir fjallaði um á dögunum var lögregla send á vettvang vegna blóðugs manns í húsi við Stigahlíð, þar sem sextán hælisleitendur búa tímabundið á meðan þeir sækja um alþjóðlega vernd. Á vefsíðu Norðurvígs er fjallað um þetta tímabundna búsetuúrræði hælisleitendanna, þannig það mætti gera ráð fyrir því að staðsetning áróðursdreifingar Norðurvígs sé ekki tilviljanakennd.Samtökin talin vera möguleg hryðjuverkaógn Meðal markmiða Norðurvígs samkvæmt vefsíðu samtakanna eru: Að senda fólk sem ekki er af norður-evrópskum uppruna til heimalanda sinna, sameina öll Norðurlöndin í sjálfbært norrænt samfélag með sameiginlegum her, taka upp herskyldu og banna fjölmiðla sem vinna gegn norrænu fólki.Stundin fjallaði um það í dag að Ríkislögreglustjóri nefndi samtökin í skýrslu um hryðjuverkaógn. Íslenskir Twitter notendur reiddust og fóru ófögrum orðum um samtökin þegar Norðurvígi deildi myndum af áróðursdreifingu dagsins á samfélagsmiðlinum.Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá 19. júní þar sem fjallað var um áhyggjur íbúa í götunni. Tengdar fréttir Hælisleitendur fara úr Stigahlíð um áramótin Leigusamningur um húsnæði í Stigahlíð fyrir hælisleitendur rennur út um áramótin og mun Reykjavíkurborg ekki endurnýja samninginn þar sem illa hefur gefist að búa vel um svo marga í einu húsnæði. Lögregla var kölluð til í nótt þegar íbúi leitaði blóðugur til nágranna eftir hjálp vegna átaka. 30. júní 2018 12:30 Tveir leituðu á slysadeild eftir átökin í Stigahlíð Um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. júní 2018 07:30 Sjúkrabíll og lögregla send á vettvang vegna atviks í húsi við Stigahlíð Nágrannar kölluðu til lögreglu eftir að blóðugur maður hafi bankað upp á. 29. júní 2018 22:30 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Samtökin Norðurvígi dreifðu í morgun áróðri gegn hælisleitendum og innflytjendum í Hlíðunum. Í húsi í Stigahlíð dvelja sextán umsækjendur um alþjóðlegt hæli. Þeir búa þar tímabundið á meðan mál þeirra er tekið til skoðunar. Norðurvígi beitir sér fyrir því að fólk af erlendum uppruna, að undanskildum þeim sem eru af norður-evrópskum uppruna, verði send úr landi eins fljótt og mögulegt er að því er fram kemur í stefnuyfirlýsingu samtakanna.Áróður í Stigahlíðinni Samtökin dreifðu límmiðum um hverfið en á þeim stóð annars vegar: „Hýsum Íslendinga en ekki hælisleitendur“ og hins vegar „Norðurvígi“.Eins og Vísir fjallaði um á dögunum var lögregla send á vettvang vegna blóðugs manns í húsi við Stigahlíð, þar sem sextán hælisleitendur búa tímabundið á meðan þeir sækja um alþjóðlega vernd. Á vefsíðu Norðurvígs er fjallað um þetta tímabundna búsetuúrræði hælisleitendanna, þannig það mætti gera ráð fyrir því að staðsetning áróðursdreifingar Norðurvígs sé ekki tilviljanakennd.Samtökin talin vera möguleg hryðjuverkaógn Meðal markmiða Norðurvígs samkvæmt vefsíðu samtakanna eru: Að senda fólk sem ekki er af norður-evrópskum uppruna til heimalanda sinna, sameina öll Norðurlöndin í sjálfbært norrænt samfélag með sameiginlegum her, taka upp herskyldu og banna fjölmiðla sem vinna gegn norrænu fólki.Stundin fjallaði um það í dag að Ríkislögreglustjóri nefndi samtökin í skýrslu um hryðjuverkaógn. Íslenskir Twitter notendur reiddust og fóru ófögrum orðum um samtökin þegar Norðurvígi deildi myndum af áróðursdreifingu dagsins á samfélagsmiðlinum.Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá 19. júní þar sem fjallað var um áhyggjur íbúa í götunni.
Tengdar fréttir Hælisleitendur fara úr Stigahlíð um áramótin Leigusamningur um húsnæði í Stigahlíð fyrir hælisleitendur rennur út um áramótin og mun Reykjavíkurborg ekki endurnýja samninginn þar sem illa hefur gefist að búa vel um svo marga í einu húsnæði. Lögregla var kölluð til í nótt þegar íbúi leitaði blóðugur til nágranna eftir hjálp vegna átaka. 30. júní 2018 12:30 Tveir leituðu á slysadeild eftir átökin í Stigahlíð Um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. júní 2018 07:30 Sjúkrabíll og lögregla send á vettvang vegna atviks í húsi við Stigahlíð Nágrannar kölluðu til lögreglu eftir að blóðugur maður hafi bankað upp á. 29. júní 2018 22:30 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hælisleitendur fara úr Stigahlíð um áramótin Leigusamningur um húsnæði í Stigahlíð fyrir hælisleitendur rennur út um áramótin og mun Reykjavíkurborg ekki endurnýja samninginn þar sem illa hefur gefist að búa vel um svo marga í einu húsnæði. Lögregla var kölluð til í nótt þegar íbúi leitaði blóðugur til nágranna eftir hjálp vegna átaka. 30. júní 2018 12:30
Tveir leituðu á slysadeild eftir átökin í Stigahlíð Um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. júní 2018 07:30
Sjúkrabíll og lögregla send á vettvang vegna atviks í húsi við Stigahlíð Nágrannar kölluðu til lögreglu eftir að blóðugur maður hafi bankað upp á. 29. júní 2018 22:30