Segjast eiga skilið annað tækifæri til að sinna uppeldinu Hersir Aron Ólafsson skrifar 30. júní 2018 19:45 Seinfærir foreldrar sem sviptir voru forsjá dóttur sinnar ætla að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Lögmaður þeirra segir allt of skamman tíma hafa liðið frá fyrsta inngripi barnaverndarnefndar þar til farið var fram á sviptingu. Fái málið efnismeðferð verður það fyrsta íslenska málið sinnar tegundar á borði dómstólsins.Dómur Hæstaréttar féll í lok janúar þar sem niðurstaða Héraðsdóms var staðfest, en sviptingarinnar var krafist eftir málsmeðferð barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Í dómnum er að miklu leyti stuðst við niðurstöðu fimm matsgerða sem gerðar hafa verið í gegnum tíðina og eru að mestu samhljóða um vanhæfi foreldranna vegna greindarskerðingar og þörf þeirra fyrir aðstoð. Ósamræmi milli matsgerðaÍ annarri matsgerð, sem gerð var að beiðni foreldranna undir rekstri málsins voru þau hins talin fær um að annast barnið, með mikilli aðstoð þó og ýmsum fyrirvörum. Þau telja að ekki hafi verið tekið nægilegt mark á þeirri matsgerð auk þess sem þau gera alvarlegar athugasemdir við málsmeðferðartíma barnaverndarnefndar. „Frá því fyrsta aðkoma barnaverndar er að þeim þá eru eingöngu sex mánuðir sem líða þar til ákveðið er að svipta þau forsjá. Þetta er fordæmalaust stuttur tími,“ segir Flosi Hrafn Sigurðsson, lögmaður hjónanna.Segir málsmeðferðartímann alltof stuttanÞannig segir Flosi meðalmálsmeðferðartíma slíkra mála vera nær 40 mánuðum og þeim því ekki gefinn nægur tími til að sanna sig. Friðhelgi þeirra til einkalífs skv. mannréttindasáttmálanum hafi ekki verið virt og ekki heldur réttindi á grundvelli samnings sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hann segir fyrri fordæmi mannréttindadómstólsins lofa góðu. „Það er í rauninni fjöldi dómafordæma einmitt um seinfæra foreldra þar sem stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að fara of hratt og hafa ekki litið til sérfræðilegra gagna sem bendi til þess að viðkomandi hafi haft góða forsjárhæfni,“ segir Flosi. Um er að ræða fjórða barn hjónanna, en hin eru öll vistuð utan heimilisins eftir ákvarðanir þess efnis. Þau segjast þrátt fyrir þetta eiga skilið annað tækifæri til að sinna uppeldinu.Segist vel geta sinnt barni„Við getum alveg verið með barnið ef það sé leyft okkur, þá geta þau séð fram á það. Við erum hæf, það er ekkert mál að vera með barn, þó margir segi það. Dóttir okkar er rosalega þæg, mjög góð, yndisleg. Það var ekkert að hafa áhyggjur af, hún fór reglulega að sofa og allt,“ segir Dóra Rebekka Sigríðardóttir, móðir stúlkunnar. Ekki er sjálfgefið að fá efnismeðferð hjá dómstólnum og nær aðeins hluti mála alla leið á borð hans. „Við vonumst auðvitað eftir að þetta verði tekið til efnismeðferðar, enda mjög mikið réttlætismál, ekki bara fyrir þetta fólk heldur alla seinfæra foreldra sem lenda í afskiptum af hálfu barnaverndarnefnda,“ segir Flosi. Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Seinfærir foreldrar sem sviptir voru forsjá dóttur sinnar ætla að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Lögmaður þeirra segir allt of skamman tíma hafa liðið frá fyrsta inngripi barnaverndarnefndar þar til farið var fram á sviptingu. Fái málið efnismeðferð verður það fyrsta íslenska málið sinnar tegundar á borði dómstólsins.Dómur Hæstaréttar féll í lok janúar þar sem niðurstaða Héraðsdóms var staðfest, en sviptingarinnar var krafist eftir málsmeðferð barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Í dómnum er að miklu leyti stuðst við niðurstöðu fimm matsgerða sem gerðar hafa verið í gegnum tíðina og eru að mestu samhljóða um vanhæfi foreldranna vegna greindarskerðingar og þörf þeirra fyrir aðstoð. Ósamræmi milli matsgerðaÍ annarri matsgerð, sem gerð var að beiðni foreldranna undir rekstri málsins voru þau hins talin fær um að annast barnið, með mikilli aðstoð þó og ýmsum fyrirvörum. Þau telja að ekki hafi verið tekið nægilegt mark á þeirri matsgerð auk þess sem þau gera alvarlegar athugasemdir við málsmeðferðartíma barnaverndarnefndar. „Frá því fyrsta aðkoma barnaverndar er að þeim þá eru eingöngu sex mánuðir sem líða þar til ákveðið er að svipta þau forsjá. Þetta er fordæmalaust stuttur tími,“ segir Flosi Hrafn Sigurðsson, lögmaður hjónanna.Segir málsmeðferðartímann alltof stuttanÞannig segir Flosi meðalmálsmeðferðartíma slíkra mála vera nær 40 mánuðum og þeim því ekki gefinn nægur tími til að sanna sig. Friðhelgi þeirra til einkalífs skv. mannréttindasáttmálanum hafi ekki verið virt og ekki heldur réttindi á grundvelli samnings sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hann segir fyrri fordæmi mannréttindadómstólsins lofa góðu. „Það er í rauninni fjöldi dómafordæma einmitt um seinfæra foreldra þar sem stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að fara of hratt og hafa ekki litið til sérfræðilegra gagna sem bendi til þess að viðkomandi hafi haft góða forsjárhæfni,“ segir Flosi. Um er að ræða fjórða barn hjónanna, en hin eru öll vistuð utan heimilisins eftir ákvarðanir þess efnis. Þau segjast þrátt fyrir þetta eiga skilið annað tækifæri til að sinna uppeldinu.Segist vel geta sinnt barni„Við getum alveg verið með barnið ef það sé leyft okkur, þá geta þau séð fram á það. Við erum hæf, það er ekkert mál að vera með barn, þó margir segi það. Dóttir okkar er rosalega þæg, mjög góð, yndisleg. Það var ekkert að hafa áhyggjur af, hún fór reglulega að sofa og allt,“ segir Dóra Rebekka Sigríðardóttir, móðir stúlkunnar. Ekki er sjálfgefið að fá efnismeðferð hjá dómstólnum og nær aðeins hluti mála alla leið á borð hans. „Við vonumst auðvitað eftir að þetta verði tekið til efnismeðferðar, enda mjög mikið réttlætismál, ekki bara fyrir þetta fólk heldur alla seinfæra foreldra sem lenda í afskiptum af hálfu barnaverndarnefnda,“ segir Flosi.
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira