Bandaríski ferðamaðurinn áfram í farbanni Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2018 10:38 Frá slysstað á Suðurlandsvegi í maí. Vísir Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi farbann yfir bandarískum ferðamanni sem grunaður er um að hafa verið valdur að banaslysi á Suðurlandsvegi í maí. Hefur maðurinn verið úrskurðaður í farbann til 11. júlí næstkomandi. Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði þar sem hann sagðist ósammála meirihluta dómenda og að ekki væru rök fyrir því að fallast á framlengingu farbanns lengur en til 30. júní. Maðurinn var fyrst úrskurðaður í farbann til 15. júní skömmu eftir slysið og var sá úrskurður kærður til Landsréttar en staðfestur þar. Þá var úrskurður um áframhaldandi farbann yfir manninum einnig kærður til Landsréttar en hefur nú verið staðfestur. Samkvæmt gögnum málsins er niðurstaða lögreglu sú að bandaríski ferðamaðurinn hafi ekið bifreið sinni inn á öfugan vegarhelming og í veg fyrir hina bifreiðina með þeim afleiðingum að árekstur varð.Í fyrri úrskurði Landsréttar kemur fram að við skýrslutöku hjá lögreglu hafi bandaríski ferðamaðurinn sagst hafa ekið á sínum vegarhelmingi en bifreiðin sem á móti kom hafi virst honum stjórnlaus og komið yfir á hans vegarhelming. Hann hafi ekki getað forðað árekstri þar sem þarna sé brú á veginum og sagðist hann því ekki hafa verið valdur að slysinu.Húsnæði LandsréttarVísir/HannaVilhjálmur vill stytta farbannið Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Landsréttardómari skilaði einn dómara sératkvæði. Þar segist hann ósammála meirihluta dómenda um forsendur úrskurðarins og niðurstöðu um tímalengd farbannsins, sem eins og áður sagði er til 11. júlí næstkomandi. Þá gagnrýnir hann rannsókn í kjölfar slyssins. Þrátt fyrir að maðurinn hafi fyrst verið úrskurðaður í farbann strax eftir umferðarslysið var ekki óskað eftir bíltæknirannsókn á báðum ökutækjum fyrr en 22. maí síðastliðinn. Þá fengust ekki niðurstöður úr rannsókninni fyrr en 22 dögum eftir slysið. Vilhjálmur segir þessa töf á rannsókninni ekki hafa verið útskýrða eða réttlætta. Að auki segir Vilhjálmur beiðni um framlengingu farbanns lítt rökstudda þar eð óskað sé eftir farbanninu vegna áframhaldandi rannsóknar. Ekki sé gerð skýr grein fyrir því að hverju frekari rannsókn málsins beinist. Í ljósi þess sé ekkert því til fyrirstöðu að ljúka rannsókn málsins og taka ákvörðun um saksókn á styttri tíma en til 11. júlí. Ekki séu því sjáanleg rök fyrir því að fallast á beiðni um framlengingu farbannsins lengur en til 30. júní 2018 klukkan 12. Tengdar fréttir Nafn konunnar sem lést á Suðurlandsvegi Bænastund í Eyvindarhólakirkju í kvöld 17. maí 2018 15:04 Lögregla leitar vitna að banaslysinu á Suðurlandsvegi Þá kemur fram í tilkynningu að áfram sé unnið að rannsókn slyssins. 18. maí 2018 17:51 Tildrög banaslyssins á Suðurlandi enn óljós Íslensk kona lést í slysinu. 18. maí 2018 13:19 Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi farbann yfir bandarískum ferðamanni sem grunaður er um að hafa verið valdur að banaslysi á Suðurlandsvegi í maí. Hefur maðurinn verið úrskurðaður í farbann til 11. júlí næstkomandi. Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði þar sem hann sagðist ósammála meirihluta dómenda og að ekki væru rök fyrir því að fallast á framlengingu farbanns lengur en til 30. júní. Maðurinn var fyrst úrskurðaður í farbann til 15. júní skömmu eftir slysið og var sá úrskurður kærður til Landsréttar en staðfestur þar. Þá var úrskurður um áframhaldandi farbann yfir manninum einnig kærður til Landsréttar en hefur nú verið staðfestur. Samkvæmt gögnum málsins er niðurstaða lögreglu sú að bandaríski ferðamaðurinn hafi ekið bifreið sinni inn á öfugan vegarhelming og í veg fyrir hina bifreiðina með þeim afleiðingum að árekstur varð.Í fyrri úrskurði Landsréttar kemur fram að við skýrslutöku hjá lögreglu hafi bandaríski ferðamaðurinn sagst hafa ekið á sínum vegarhelmingi en bifreiðin sem á móti kom hafi virst honum stjórnlaus og komið yfir á hans vegarhelming. Hann hafi ekki getað forðað árekstri þar sem þarna sé brú á veginum og sagðist hann því ekki hafa verið valdur að slysinu.Húsnæði LandsréttarVísir/HannaVilhjálmur vill stytta farbannið Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Landsréttardómari skilaði einn dómara sératkvæði. Þar segist hann ósammála meirihluta dómenda um forsendur úrskurðarins og niðurstöðu um tímalengd farbannsins, sem eins og áður sagði er til 11. júlí næstkomandi. Þá gagnrýnir hann rannsókn í kjölfar slyssins. Þrátt fyrir að maðurinn hafi fyrst verið úrskurðaður í farbann strax eftir umferðarslysið var ekki óskað eftir bíltæknirannsókn á báðum ökutækjum fyrr en 22. maí síðastliðinn. Þá fengust ekki niðurstöður úr rannsókninni fyrr en 22 dögum eftir slysið. Vilhjálmur segir þessa töf á rannsókninni ekki hafa verið útskýrða eða réttlætta. Að auki segir Vilhjálmur beiðni um framlengingu farbanns lítt rökstudda þar eð óskað sé eftir farbanninu vegna áframhaldandi rannsóknar. Ekki sé gerð skýr grein fyrir því að hverju frekari rannsókn málsins beinist. Í ljósi þess sé ekkert því til fyrirstöðu að ljúka rannsókn málsins og taka ákvörðun um saksókn á styttri tíma en til 11. júlí. Ekki séu því sjáanleg rök fyrir því að fallast á beiðni um framlengingu farbannsins lengur en til 30. júní 2018 klukkan 12.
Tengdar fréttir Nafn konunnar sem lést á Suðurlandsvegi Bænastund í Eyvindarhólakirkju í kvöld 17. maí 2018 15:04 Lögregla leitar vitna að banaslysinu á Suðurlandsvegi Þá kemur fram í tilkynningu að áfram sé unnið að rannsókn slyssins. 18. maí 2018 17:51 Tildrög banaslyssins á Suðurlandi enn óljós Íslensk kona lést í slysinu. 18. maí 2018 13:19 Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Lögregla leitar vitna að banaslysinu á Suðurlandsvegi Þá kemur fram í tilkynningu að áfram sé unnið að rannsókn slyssins. 18. maí 2018 17:51
Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14