Tildrög banaslyss sem varð á Suðurlandsvegi á miðvikudag eru ekki ljós að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi.
Íslensk kona á miðjum aldri lést í slysinu þegar tveir bílar rákust saman við afleggjarann að Landeyjarhafnarvegi.
Var hún ein í sínum bíl en í hinum bílnum voru þrír Bandaríkjamenn á miðjum aldri sem voru hér í ferðalagi.
Að sögn Sveins sluppu þeir ótrúlega vel frá slysinu. Óttast var að einn þeirra væri töluvert slasaður með innvortis blæðingar en svo var ekki og meiddust hinir tveir lítið.
