Bandaríski ferðamaðurinn áfram í farbanni Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2018 10:38 Frá slysstað á Suðurlandsvegi í maí. Vísir Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi farbann yfir bandarískum ferðamanni sem grunaður er um að hafa verið valdur að banaslysi á Suðurlandsvegi í maí. Hefur maðurinn verið úrskurðaður í farbann til 11. júlí næstkomandi. Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði þar sem hann sagðist ósammála meirihluta dómenda og að ekki væru rök fyrir því að fallast á framlengingu farbanns lengur en til 30. júní. Maðurinn var fyrst úrskurðaður í farbann til 15. júní skömmu eftir slysið og var sá úrskurður kærður til Landsréttar en staðfestur þar. Þá var úrskurður um áframhaldandi farbann yfir manninum einnig kærður til Landsréttar en hefur nú verið staðfestur. Samkvæmt gögnum málsins er niðurstaða lögreglu sú að bandaríski ferðamaðurinn hafi ekið bifreið sinni inn á öfugan vegarhelming og í veg fyrir hina bifreiðina með þeim afleiðingum að árekstur varð.Í fyrri úrskurði Landsréttar kemur fram að við skýrslutöku hjá lögreglu hafi bandaríski ferðamaðurinn sagst hafa ekið á sínum vegarhelmingi en bifreiðin sem á móti kom hafi virst honum stjórnlaus og komið yfir á hans vegarhelming. Hann hafi ekki getað forðað árekstri þar sem þarna sé brú á veginum og sagðist hann því ekki hafa verið valdur að slysinu.Húsnæði LandsréttarVísir/HannaVilhjálmur vill stytta farbannið Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Landsréttardómari skilaði einn dómara sératkvæði. Þar segist hann ósammála meirihluta dómenda um forsendur úrskurðarins og niðurstöðu um tímalengd farbannsins, sem eins og áður sagði er til 11. júlí næstkomandi. Þá gagnrýnir hann rannsókn í kjölfar slyssins. Þrátt fyrir að maðurinn hafi fyrst verið úrskurðaður í farbann strax eftir umferðarslysið var ekki óskað eftir bíltæknirannsókn á báðum ökutækjum fyrr en 22. maí síðastliðinn. Þá fengust ekki niðurstöður úr rannsókninni fyrr en 22 dögum eftir slysið. Vilhjálmur segir þessa töf á rannsókninni ekki hafa verið útskýrða eða réttlætta. Að auki segir Vilhjálmur beiðni um framlengingu farbanns lítt rökstudda þar eð óskað sé eftir farbanninu vegna áframhaldandi rannsóknar. Ekki sé gerð skýr grein fyrir því að hverju frekari rannsókn málsins beinist. Í ljósi þess sé ekkert því til fyrirstöðu að ljúka rannsókn málsins og taka ákvörðun um saksókn á styttri tíma en til 11. júlí. Ekki séu því sjáanleg rök fyrir því að fallast á beiðni um framlengingu farbannsins lengur en til 30. júní 2018 klukkan 12. Tengdar fréttir Nafn konunnar sem lést á Suðurlandsvegi Bænastund í Eyvindarhólakirkju í kvöld 17. maí 2018 15:04 Lögregla leitar vitna að banaslysinu á Suðurlandsvegi Þá kemur fram í tilkynningu að áfram sé unnið að rannsókn slyssins. 18. maí 2018 17:51 Tildrög banaslyssins á Suðurlandi enn óljós Íslensk kona lést í slysinu. 18. maí 2018 13:19 Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur leiti í táfýlu Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi farbann yfir bandarískum ferðamanni sem grunaður er um að hafa verið valdur að banaslysi á Suðurlandsvegi í maí. Hefur maðurinn verið úrskurðaður í farbann til 11. júlí næstkomandi. Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði þar sem hann sagðist ósammála meirihluta dómenda og að ekki væru rök fyrir því að fallast á framlengingu farbanns lengur en til 30. júní. Maðurinn var fyrst úrskurðaður í farbann til 15. júní skömmu eftir slysið og var sá úrskurður kærður til Landsréttar en staðfestur þar. Þá var úrskurður um áframhaldandi farbann yfir manninum einnig kærður til Landsréttar en hefur nú verið staðfestur. Samkvæmt gögnum málsins er niðurstaða lögreglu sú að bandaríski ferðamaðurinn hafi ekið bifreið sinni inn á öfugan vegarhelming og í veg fyrir hina bifreiðina með þeim afleiðingum að árekstur varð.Í fyrri úrskurði Landsréttar kemur fram að við skýrslutöku hjá lögreglu hafi bandaríski ferðamaðurinn sagst hafa ekið á sínum vegarhelmingi en bifreiðin sem á móti kom hafi virst honum stjórnlaus og komið yfir á hans vegarhelming. Hann hafi ekki getað forðað árekstri þar sem þarna sé brú á veginum og sagðist hann því ekki hafa verið valdur að slysinu.Húsnæði LandsréttarVísir/HannaVilhjálmur vill stytta farbannið Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Landsréttardómari skilaði einn dómara sératkvæði. Þar segist hann ósammála meirihluta dómenda um forsendur úrskurðarins og niðurstöðu um tímalengd farbannsins, sem eins og áður sagði er til 11. júlí næstkomandi. Þá gagnrýnir hann rannsókn í kjölfar slyssins. Þrátt fyrir að maðurinn hafi fyrst verið úrskurðaður í farbann strax eftir umferðarslysið var ekki óskað eftir bíltæknirannsókn á báðum ökutækjum fyrr en 22. maí síðastliðinn. Þá fengust ekki niðurstöður úr rannsókninni fyrr en 22 dögum eftir slysið. Vilhjálmur segir þessa töf á rannsókninni ekki hafa verið útskýrða eða réttlætta. Að auki segir Vilhjálmur beiðni um framlengingu farbanns lítt rökstudda þar eð óskað sé eftir farbanninu vegna áframhaldandi rannsóknar. Ekki sé gerð skýr grein fyrir því að hverju frekari rannsókn málsins beinist. Í ljósi þess sé ekkert því til fyrirstöðu að ljúka rannsókn málsins og taka ákvörðun um saksókn á styttri tíma en til 11. júlí. Ekki séu því sjáanleg rök fyrir því að fallast á beiðni um framlengingu farbannsins lengur en til 30. júní 2018 klukkan 12.
Tengdar fréttir Nafn konunnar sem lést á Suðurlandsvegi Bænastund í Eyvindarhólakirkju í kvöld 17. maí 2018 15:04 Lögregla leitar vitna að banaslysinu á Suðurlandsvegi Þá kemur fram í tilkynningu að áfram sé unnið að rannsókn slyssins. 18. maí 2018 17:51 Tildrög banaslyssins á Suðurlandi enn óljós Íslensk kona lést í slysinu. 18. maí 2018 13:19 Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur leiti í táfýlu Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Sjá meira
Lögregla leitar vitna að banaslysinu á Suðurlandsvegi Þá kemur fram í tilkynningu að áfram sé unnið að rannsókn slyssins. 18. maí 2018 17:51
Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent