Bandaríski ferðamaðurinn áfram í farbanni Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2018 10:38 Frá slysstað á Suðurlandsvegi í maí. Vísir Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi farbann yfir bandarískum ferðamanni sem grunaður er um að hafa verið valdur að banaslysi á Suðurlandsvegi í maí. Hefur maðurinn verið úrskurðaður í farbann til 11. júlí næstkomandi. Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði þar sem hann sagðist ósammála meirihluta dómenda og að ekki væru rök fyrir því að fallast á framlengingu farbanns lengur en til 30. júní. Maðurinn var fyrst úrskurðaður í farbann til 15. júní skömmu eftir slysið og var sá úrskurður kærður til Landsréttar en staðfestur þar. Þá var úrskurður um áframhaldandi farbann yfir manninum einnig kærður til Landsréttar en hefur nú verið staðfestur. Samkvæmt gögnum málsins er niðurstaða lögreglu sú að bandaríski ferðamaðurinn hafi ekið bifreið sinni inn á öfugan vegarhelming og í veg fyrir hina bifreiðina með þeim afleiðingum að árekstur varð.Í fyrri úrskurði Landsréttar kemur fram að við skýrslutöku hjá lögreglu hafi bandaríski ferðamaðurinn sagst hafa ekið á sínum vegarhelmingi en bifreiðin sem á móti kom hafi virst honum stjórnlaus og komið yfir á hans vegarhelming. Hann hafi ekki getað forðað árekstri þar sem þarna sé brú á veginum og sagðist hann því ekki hafa verið valdur að slysinu.Húsnæði LandsréttarVísir/HannaVilhjálmur vill stytta farbannið Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Landsréttardómari skilaði einn dómara sératkvæði. Þar segist hann ósammála meirihluta dómenda um forsendur úrskurðarins og niðurstöðu um tímalengd farbannsins, sem eins og áður sagði er til 11. júlí næstkomandi. Þá gagnrýnir hann rannsókn í kjölfar slyssins. Þrátt fyrir að maðurinn hafi fyrst verið úrskurðaður í farbann strax eftir umferðarslysið var ekki óskað eftir bíltæknirannsókn á báðum ökutækjum fyrr en 22. maí síðastliðinn. Þá fengust ekki niðurstöður úr rannsókninni fyrr en 22 dögum eftir slysið. Vilhjálmur segir þessa töf á rannsókninni ekki hafa verið útskýrða eða réttlætta. Að auki segir Vilhjálmur beiðni um framlengingu farbanns lítt rökstudda þar eð óskað sé eftir farbanninu vegna áframhaldandi rannsóknar. Ekki sé gerð skýr grein fyrir því að hverju frekari rannsókn málsins beinist. Í ljósi þess sé ekkert því til fyrirstöðu að ljúka rannsókn málsins og taka ákvörðun um saksókn á styttri tíma en til 11. júlí. Ekki séu því sjáanleg rök fyrir því að fallast á beiðni um framlengingu farbannsins lengur en til 30. júní 2018 klukkan 12. Tengdar fréttir Nafn konunnar sem lést á Suðurlandsvegi Bænastund í Eyvindarhólakirkju í kvöld 17. maí 2018 15:04 Lögregla leitar vitna að banaslysinu á Suðurlandsvegi Þá kemur fram í tilkynningu að áfram sé unnið að rannsókn slyssins. 18. maí 2018 17:51 Tildrög banaslyssins á Suðurlandi enn óljós Íslensk kona lést í slysinu. 18. maí 2018 13:19 Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi farbann yfir bandarískum ferðamanni sem grunaður er um að hafa verið valdur að banaslysi á Suðurlandsvegi í maí. Hefur maðurinn verið úrskurðaður í farbann til 11. júlí næstkomandi. Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði þar sem hann sagðist ósammála meirihluta dómenda og að ekki væru rök fyrir því að fallast á framlengingu farbanns lengur en til 30. júní. Maðurinn var fyrst úrskurðaður í farbann til 15. júní skömmu eftir slysið og var sá úrskurður kærður til Landsréttar en staðfestur þar. Þá var úrskurður um áframhaldandi farbann yfir manninum einnig kærður til Landsréttar en hefur nú verið staðfestur. Samkvæmt gögnum málsins er niðurstaða lögreglu sú að bandaríski ferðamaðurinn hafi ekið bifreið sinni inn á öfugan vegarhelming og í veg fyrir hina bifreiðina með þeim afleiðingum að árekstur varð.Í fyrri úrskurði Landsréttar kemur fram að við skýrslutöku hjá lögreglu hafi bandaríski ferðamaðurinn sagst hafa ekið á sínum vegarhelmingi en bifreiðin sem á móti kom hafi virst honum stjórnlaus og komið yfir á hans vegarhelming. Hann hafi ekki getað forðað árekstri þar sem þarna sé brú á veginum og sagðist hann því ekki hafa verið valdur að slysinu.Húsnæði LandsréttarVísir/HannaVilhjálmur vill stytta farbannið Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Landsréttardómari skilaði einn dómara sératkvæði. Þar segist hann ósammála meirihluta dómenda um forsendur úrskurðarins og niðurstöðu um tímalengd farbannsins, sem eins og áður sagði er til 11. júlí næstkomandi. Þá gagnrýnir hann rannsókn í kjölfar slyssins. Þrátt fyrir að maðurinn hafi fyrst verið úrskurðaður í farbann strax eftir umferðarslysið var ekki óskað eftir bíltæknirannsókn á báðum ökutækjum fyrr en 22. maí síðastliðinn. Þá fengust ekki niðurstöður úr rannsókninni fyrr en 22 dögum eftir slysið. Vilhjálmur segir þessa töf á rannsókninni ekki hafa verið útskýrða eða réttlætta. Að auki segir Vilhjálmur beiðni um framlengingu farbanns lítt rökstudda þar eð óskað sé eftir farbanninu vegna áframhaldandi rannsóknar. Ekki sé gerð skýr grein fyrir því að hverju frekari rannsókn málsins beinist. Í ljósi þess sé ekkert því til fyrirstöðu að ljúka rannsókn málsins og taka ákvörðun um saksókn á styttri tíma en til 11. júlí. Ekki séu því sjáanleg rök fyrir því að fallast á beiðni um framlengingu farbannsins lengur en til 30. júní 2018 klukkan 12.
Tengdar fréttir Nafn konunnar sem lést á Suðurlandsvegi Bænastund í Eyvindarhólakirkju í kvöld 17. maí 2018 15:04 Lögregla leitar vitna að banaslysinu á Suðurlandsvegi Þá kemur fram í tilkynningu að áfram sé unnið að rannsókn slyssins. 18. maí 2018 17:51 Tildrög banaslyssins á Suðurlandi enn óljós Íslensk kona lést í slysinu. 18. maí 2018 13:19 Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Lögregla leitar vitna að banaslysinu á Suðurlandsvegi Þá kemur fram í tilkynningu að áfram sé unnið að rannsókn slyssins. 18. maí 2018 17:51
Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14