Innlent

Dagur Hoe dæmdur í 17 ára fangelsi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Dagur Hoe Sigurjónsson við aðalmeðferð málsins.
Dagur Hoe Sigurjónsson við aðalmeðferð málsins. Fréttablaðið
Dagur Hoe Sigurjónsson, sem var ákærður fyrir að hafa orðið Albananum Klevis Sula að bana með hnífsstungu á Austurvelli í desember í fyrra, hefur verið fundinn sekur um manndráp og manndrápstilraun. Dagur var dæmdur í 17 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mbl greinir frá.

Sjá einnig: Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli

Dagur neitaði sök þegar málið var þingfest fyrir héraðsdómi í mars. Þá var hann einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið samlanda Sula, Elio Hasani, þrisvar sinnum sömu nótt, aðfararnótt sunnudagsins 3. desember. Dagur neitaði einnig sök í þeim ákærulið.

Þá bar hann fyrir sig minnisleysi við aðalmeðferð málsins nú í júní. Þar sagði hann m.a. að mennirnir tveir hefðu átt frumkvæði að átökum þeirra á milli, verið ógnandi í sinn garð og veitt sér höfuðhögg. Eftir höfuðhöggið sagðist Dagur ekki muna neitt um hvað hefði gerst á Austurvelli umrædda nótt. Saksóknari fór fram á minnst átján ára fangelsisdóm yfir Degi.

Sjá einnig: „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“

Foreldrar Sula kröfðu Dag um rúmlega 20 milljónir króna í miskabætur vegna sonarmissins. Við dómsuppkvaðningu í héraðsdómi í dag var Degi gert að greiða móður Sula rúmar fjórar milljónir króna í miskabætur og föður hans rúmlega þrjár milljónir. Þá ber Degi að greiða Hasani, sem krafðist 3,2 milljóna í miskabætur, 1,5 milljónir, að því er segir í frétt Mbl.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula

Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli.

Grunaður morðingi ber við minnisleysi

Aðalmeðferð hófst í gær í máli Dags Hoe Sigurjónssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið albönskum manni að bana á Austurvelli í desember. Einnig grunaður um tilraun til þess að drepa annan mann.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.