Innlent

Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Átökin áttu sér stað á Austurvelli um klukkan fimm aðfaranótt sunnudagsins 3. desember.
Átökin áttu sér stað á Austurvelli um klukkan fimm aðfaranótt sunnudagsins 3. desember. Vísir/GVA
25 ára karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í byrjun desember. Maðurinn er ákærður fyrir manndráp en í ákærunni segir að maðurinn hafi stungið Sula fjórum sinnum.Þá er maðurinn sömuleiðis ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið samlanda Sula þrisvar sinnum sömu nótt, aðfaranótt sunnudagsins 3. desember. Var sá sömuleiðis fluttur á sjúkrahús en hann hlaut slagæðablæðingu af auk stungusára.Sula lét lífið af sárum sínum fimm dögum síðar en í ákæru segir að áverkinn á hjartanu „var banvænn og höfðu önnur skurðskár áhrif á andlát hans.“Samlandi Sula hlaut skurðsár á bakinu og utanverðri öxl, sömuleiðis á vinstri upphandlegg og á kálfa. Sú stunga náði ofan í slagæð og olli slagæðablæðingu.Móðir Sula fer fram á tíu milljónir króna í miskabætur auk tæplega 900 þúsund króna vegna útlagðs kostnaðar vegna útfarar sonar hennar. Faðir Sula gerir sömuleiðis kröfu um tíu milljónir króna í miskabætur. Maðurinn sem var stunginn en lifði árásina af krefst 3,2 milljóna króna í bætur. Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. 

 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Rannsókn á stunguárás á Austurvelli að ljúka

Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um manndráp sem rekja má til stunguárásar á Austurvelli þann 3. desember síðastliðinn er enn í gæsluvarðhaldi.

Minnast Klevis Sula við Reykjavíkurtjörn

Kveikt verður á kertum við Reykjavíkurtjörn í minningu Klevis en á Facebook-viðburði minningarathafnarinnar eru allir hvattir til að koma saman og minnast hans og votta fjölskyldu hans samúð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.