„Ég er morðingi, en ég styð ekki ofbeldi“ Bergþór Másson skrifar 22. júní 2018 12:00 Gucci Mane gíraður á sviðinu. Vísir / Getty Bandaríski rapparinn Gucci Mane kemur fram á Secret Solstice í kvöld. Gucci Mane þykir einn áhrifamesti og virtasti rappari samtímans. Gucci Mane er þekktur fyrir mikla vinnusemi ásamt því að hafa næmt auga fyrir hæfileikum. Í fyrra lífi komst hann reglulega í kast við lögin, en nú hefur hann snúið blaðinu við. Á fimmtán ára ferli hefur hann gefið út 12 plötur í fullri lengd og u.þ.b 70 „mixteip,“ unnið með öllum helstu röppurum heimsins, stofnað sitt eigið plötufyrirtæki og uppgötvað ótal marga unga rappara sem urðu síðar að stórstjörnum undir leiðsögn hans.Gucci Mane í útgáfuhófi ævisögu sinnar.Vísir / GettyGucci Mane, réttu nafni Radric Davis, fæddist árið 1980 í Alabama. Stuttu síðar fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Atlanta, þar sem hann ólst upp í fátækt við erfiðar aðstæður. Eiturlyfjasala og hið harða líf götunnar einkenndu unglingsár Gucci, sem byrjaði að fikta við það að rappa 14 ára gamall. Gucci þótti mjög efnilegur en ferillinn hófst ekki af alvöru fyrr en töluvert seinna. Hægt er að lesa frekar um uppvaxtarár Gucci í nýútgefinni sjálfsævisögu hans.Hljómsveitarmeðlimir Migos, þeir Quavo og Takeoff, á sviðinu með Gucci.Getty / VísirMeð auga fyrir hæfileikum Gucci Mane hefur getið sér gott orð fyrir að koma auga á ungt hæfileikafólk og hefur hann gefið mörgum af skærustu stjörnum rappheimsins sitt fyrsta tækifæri. Meðal þeirra sem Gucci hefur komið á kortið eða leikið stórt hlutverk í uppgangi þeirra eru: Migos, Young Thug, Future og Waka Flocka Flame. Gucci Mane á langan sakaferill að baki og barðist lengi við eiturlyfjafíkn. Í gegnum árin hefur hann verið á bak við lás og slá ótal sinnum fyrir ýmis afbrot. Árið 2005 skaut hann mann til bana sem hafði reynt að ræna hann. Gucci sagði morðið hafa verið sjálfsvörn og var á endanum ekki sakfelldur. Mörgum árum seinna, árið 2017, rappaði Gucci: „I’m a murderer n***a, but I don’t promote violence,“ eða á íslensku: „Ég er morðingi, en ég styð ekki ofbeldi.“ If Guwop can change for the better anybody can! Don't Give Up! Never give up! A post shared by Gucci Mane (@laflare1017) on Mar 1, 2018 at 5:42am PST Hollustan tók yfir Árið 2016 losnaði Gucci Mane úr fangelsi í síðasta skipti og kom út gjörbreyttur maður. Maðurinn sem hafði áður verið forfallinn fíkill, þekktur fyrir gríðarlega bumbu og sjálfsskaðandi hegðun, var allt í einu orðinn holdgervingur heilbrigðisins. Gucci var svo breyttur að samsæriskenningar um að hann hafi verið klónaður fóru víða á internetinu.Gucci Mane áður en hann snéri sér að heilbrigðum lífstíl.Vísir / GettyHinn nýi Gucci Mane hreyfir sig á hverjum degi, borðar hollan mat og snertir hvorki áfengi né eiturlyf. Vinsældir hans sem tónlistarmaður hafa aldrei verið meiri og hafa síðastliðin tvö ár, síðan hann losnaði úr fangelsi, verið hans farsælustu. Búast má við nýjum lögum í bland við klassíska slagara í Laugardalnum í kvöld. Hægt er að gera sér hugmynd um hvaða lög hann mun taka með því að skoða þennan lista, sem er eins konar meðaltal þeirra laga sem hann flutti á tónleikum í fyrra. Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Fyrsti dagur Secret Solstice Í dag hefst Secret Solstice tónlistarhátíðin í Reykjavík. 21. júní 2018 15:30 Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Bandaríski rapparinn Gucci Mane kemur fram á Secret Solstice í kvöld. Gucci Mane þykir einn áhrifamesti og virtasti rappari samtímans. Gucci Mane er þekktur fyrir mikla vinnusemi ásamt því að hafa næmt auga fyrir hæfileikum. Í fyrra lífi komst hann reglulega í kast við lögin, en nú hefur hann snúið blaðinu við. Á fimmtán ára ferli hefur hann gefið út 12 plötur í fullri lengd og u.þ.b 70 „mixteip,“ unnið með öllum helstu röppurum heimsins, stofnað sitt eigið plötufyrirtæki og uppgötvað ótal marga unga rappara sem urðu síðar að stórstjörnum undir leiðsögn hans.Gucci Mane í útgáfuhófi ævisögu sinnar.Vísir / GettyGucci Mane, réttu nafni Radric Davis, fæddist árið 1980 í Alabama. Stuttu síðar fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Atlanta, þar sem hann ólst upp í fátækt við erfiðar aðstæður. Eiturlyfjasala og hið harða líf götunnar einkenndu unglingsár Gucci, sem byrjaði að fikta við það að rappa 14 ára gamall. Gucci þótti mjög efnilegur en ferillinn hófst ekki af alvöru fyrr en töluvert seinna. Hægt er að lesa frekar um uppvaxtarár Gucci í nýútgefinni sjálfsævisögu hans.Hljómsveitarmeðlimir Migos, þeir Quavo og Takeoff, á sviðinu með Gucci.Getty / VísirMeð auga fyrir hæfileikum Gucci Mane hefur getið sér gott orð fyrir að koma auga á ungt hæfileikafólk og hefur hann gefið mörgum af skærustu stjörnum rappheimsins sitt fyrsta tækifæri. Meðal þeirra sem Gucci hefur komið á kortið eða leikið stórt hlutverk í uppgangi þeirra eru: Migos, Young Thug, Future og Waka Flocka Flame. Gucci Mane á langan sakaferill að baki og barðist lengi við eiturlyfjafíkn. Í gegnum árin hefur hann verið á bak við lás og slá ótal sinnum fyrir ýmis afbrot. Árið 2005 skaut hann mann til bana sem hafði reynt að ræna hann. Gucci sagði morðið hafa verið sjálfsvörn og var á endanum ekki sakfelldur. Mörgum árum seinna, árið 2017, rappaði Gucci: „I’m a murderer n***a, but I don’t promote violence,“ eða á íslensku: „Ég er morðingi, en ég styð ekki ofbeldi.“ If Guwop can change for the better anybody can! Don't Give Up! Never give up! A post shared by Gucci Mane (@laflare1017) on Mar 1, 2018 at 5:42am PST Hollustan tók yfir Árið 2016 losnaði Gucci Mane úr fangelsi í síðasta skipti og kom út gjörbreyttur maður. Maðurinn sem hafði áður verið forfallinn fíkill, þekktur fyrir gríðarlega bumbu og sjálfsskaðandi hegðun, var allt í einu orðinn holdgervingur heilbrigðisins. Gucci var svo breyttur að samsæriskenningar um að hann hafi verið klónaður fóru víða á internetinu.Gucci Mane áður en hann snéri sér að heilbrigðum lífstíl.Vísir / GettyHinn nýi Gucci Mane hreyfir sig á hverjum degi, borðar hollan mat og snertir hvorki áfengi né eiturlyf. Vinsældir hans sem tónlistarmaður hafa aldrei verið meiri og hafa síðastliðin tvö ár, síðan hann losnaði úr fangelsi, verið hans farsælustu. Búast má við nýjum lögum í bland við klassíska slagara í Laugardalnum í kvöld. Hægt er að gera sér hugmynd um hvaða lög hann mun taka með því að skoða þennan lista, sem er eins konar meðaltal þeirra laga sem hann flutti á tónleikum í fyrra.
Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Fyrsti dagur Secret Solstice Í dag hefst Secret Solstice tónlistarhátíðin í Reykjavík. 21. júní 2018 15:30 Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Fyrsti dagur Secret Solstice Í dag hefst Secret Solstice tónlistarhátíðin í Reykjavík. 21. júní 2018 15:30