Fótbolti

Lítil afþreying á vellinum og pilsner í boði | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson í Volgograd skrifar
Síðustu menn eru að klára að þrífa og bráðum verður hleypt inn.
Síðustu menn eru að klára að þrífa og bráðum verður hleypt inn. vísir/hbg
Það er engin sérstök ástæða fyrir áhorfendur á leik Íslands og Nígeríu að mæta allt of snemma á völlinn því þar er lítið hægt að hafa fyrir stafni.

Blaðamaður Vísis fór í göngutúr í kringum keppnisleikvang dagsins í Volgograd og tók út aðstæður. Þá voru starfsmenn og sjálfboðaliðar í undirbúningi áður en byrjað verður að hleypa inn á völlinn.

Á sjálfu svæðinu er afar takmörkuð afþreying. Hægt að fara í battabolta og fússball á einum stað en annars bara barir til þess að setjast niður. Þar er boðið upp á pilsner.

Svo er auðvitað minjagripabúð þar sem hægt er að kaupa treyjur, trefla og fleira á uppsprengdu verði. Hitinn er þegar farinn yfir 30 gráðurnar og fer hækkandi.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.

Bara pilsner í dag. Líklega svekkjandi fyrir einhverja.vísir/hbg
Móðirinn gnæfir yfir öllu. Glæsileg sem fyrr.vísir/hbg
Það er passað ótrúlega vel upp á hreinlætið á HM og hér er alltaf allt spikk og span.vísir/hbg
Löggan er í banastuði.vísir/hbg
Völlurinn er alveg við Volgu. Það er ótrúlega lítið af flugu samt hérna núna enda er víst búið að dreifa alls konar eitri úr lofti yfir svæðið. Það virðist hafa skilað sínu.vísir/hbg

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×