Rúrik kominn með milljón fylgjendur á Instagram í krafti einstakrar fegurðar Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 23. júní 2018 22:19 Rúrik er fjallmyndarlegur en er með 300 þúsund færri fylgjendur en Fjallið þegar þetta er skrifað Vísir/Instagram Landsliðsmaðurinn snoppufríði Rúrik Gíslason er kominn með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. Fylgjendum hans hefur fjölgað á ógnarhraða síðan hann kom inn á sem varamaður í fyrsta leik Íslands á HM í knattspyrnu fyrir viku síðan. Það virðast þó síður vera knattspyrnuhæfileikar hans en undurfögur ásýnd sem vekur athygli heimsbyggðarinnar. Hefur verið rætt um að Rúrik hefji fyrirsætuferil eftir mótið með aðstoð vinar síns Egils Einarsson, sem er betur þekktur sem Gillzenegger. Sjálfur hefur Egill ekki undan að svara Instagram skilaboðum eftir að hann gantaðist með að hann væri umboðsmaður Rúriks í viðtali á dögunum. Það var löngu orðið ljóst að væri bara tímaspursmál hvenær Rúrik myndi brjóta milljón-fylgjenda múrinn. Aðeins fjórir Íslendingar hafa gert það á undan honum: Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona, Hafþór Júlíus Björnsson kraftlyftingamaður og Crossfit meistararnir Sara Sigmundsdóttir og Katrín Davíðsdóttir. Hafþór er með flesta fylgjendur allra Íslendinga eða 1.3 milljónir. Ef Rúrik ætlar sér á toppinn í Instagram heiminum gætu strákarnir þurft að framlengja veru sína á mótinu með góðum sigri gegn Króatíu og smá heppni. Það myndi ekki einungis koma sér vel fyrir Rúrik í kapphlaupinu um fylgjendur, heldur sennilega gleðja nokkur önnur íslensk hjörtu í leiðinni. Þeim, sem vilja virða alla dýrðina fyrir sér með eigin augum, er bent á að bætast í fylgjendahópinn hér.I feel like in the midst of the excitement of the game I perhaps didn't fully appreciate Rúrik Gíslason's contribution to the sport. Lemme do that real quick. You're welcome. pic.twitter.com/41cs7ix0HO— Rebecca Roanhorse preorder ☇TRAIL OF LIGHTNING☇ (@RoanhorseBex) June 16, 2018 Tengdar fréttir Hannes segir Rúrik loksins fá þá viðurkenningu sem hann eigi skilið 620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. 20. júní 2018 08:06 Yfir hundrað þúsund bæst í fylgjendahóp Rúriks eftir leikinn Rúrik átti ekki einungis góða frammistöðu á vellinum í dag, heldur líka á samfélagsmiðlunum. 16. júní 2018 20:25 Argentínsk ferðaskrifstofa notar fáklæddan Rúrik til að auglýsa flug til Íslands Í færslu, sem ferðaskrifstofan birti á Facebook, er vakin athygli á flugferðum til Íslands og mynd af Rúrik Gíslasyni, miðjumanni íslenska liðsins, látin fylgja með. 17. júní 2018 19:10 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn snoppufríði Rúrik Gíslason er kominn með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. Fylgjendum hans hefur fjölgað á ógnarhraða síðan hann kom inn á sem varamaður í fyrsta leik Íslands á HM í knattspyrnu fyrir viku síðan. Það virðast þó síður vera knattspyrnuhæfileikar hans en undurfögur ásýnd sem vekur athygli heimsbyggðarinnar. Hefur verið rætt um að Rúrik hefji fyrirsætuferil eftir mótið með aðstoð vinar síns Egils Einarsson, sem er betur þekktur sem Gillzenegger. Sjálfur hefur Egill ekki undan að svara Instagram skilaboðum eftir að hann gantaðist með að hann væri umboðsmaður Rúriks í viðtali á dögunum. Það var löngu orðið ljóst að væri bara tímaspursmál hvenær Rúrik myndi brjóta milljón-fylgjenda múrinn. Aðeins fjórir Íslendingar hafa gert það á undan honum: Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona, Hafþór Júlíus Björnsson kraftlyftingamaður og Crossfit meistararnir Sara Sigmundsdóttir og Katrín Davíðsdóttir. Hafþór er með flesta fylgjendur allra Íslendinga eða 1.3 milljónir. Ef Rúrik ætlar sér á toppinn í Instagram heiminum gætu strákarnir þurft að framlengja veru sína á mótinu með góðum sigri gegn Króatíu og smá heppni. Það myndi ekki einungis koma sér vel fyrir Rúrik í kapphlaupinu um fylgjendur, heldur sennilega gleðja nokkur önnur íslensk hjörtu í leiðinni. Þeim, sem vilja virða alla dýrðina fyrir sér með eigin augum, er bent á að bætast í fylgjendahópinn hér.I feel like in the midst of the excitement of the game I perhaps didn't fully appreciate Rúrik Gíslason's contribution to the sport. Lemme do that real quick. You're welcome. pic.twitter.com/41cs7ix0HO— Rebecca Roanhorse preorder ☇TRAIL OF LIGHTNING☇ (@RoanhorseBex) June 16, 2018
Tengdar fréttir Hannes segir Rúrik loksins fá þá viðurkenningu sem hann eigi skilið 620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. 20. júní 2018 08:06 Yfir hundrað þúsund bæst í fylgjendahóp Rúriks eftir leikinn Rúrik átti ekki einungis góða frammistöðu á vellinum í dag, heldur líka á samfélagsmiðlunum. 16. júní 2018 20:25 Argentínsk ferðaskrifstofa notar fáklæddan Rúrik til að auglýsa flug til Íslands Í færslu, sem ferðaskrifstofan birti á Facebook, er vakin athygli á flugferðum til Íslands og mynd af Rúrik Gíslasyni, miðjumanni íslenska liðsins, látin fylgja með. 17. júní 2018 19:10 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Sjá meira
Hannes segir Rúrik loksins fá þá viðurkenningu sem hann eigi skilið 620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. 20. júní 2018 08:06
Yfir hundrað þúsund bæst í fylgjendahóp Rúriks eftir leikinn Rúrik átti ekki einungis góða frammistöðu á vellinum í dag, heldur líka á samfélagsmiðlunum. 16. júní 2018 20:25
Argentínsk ferðaskrifstofa notar fáklæddan Rúrik til að auglýsa flug til Íslands Í færslu, sem ferðaskrifstofan birti á Facebook, er vakin athygli á flugferðum til Íslands og mynd af Rúrik Gíslasyni, miðjumanni íslenska liðsins, látin fylgja með. 17. júní 2018 19:10