Lífið

Yfir hundrað þúsund bæst í fylgjendahóp Rúriks eftir leikinn

Sylvía Hall skrifar
Rúrik kom inn á fyrir Jóhann Berg á 63. mínútu leiksins í dag.
Rúrik kom inn á fyrir Jóhann Berg á 63. mínútu leiksins í dag. vísir/vilhelm
Rúrik Gíslason, miðjumaður íslenska landsliðsins, átti fínan leik þegar Ísland mætti Argentínu í fyrsta leik liðsins á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Hann átti þó ekki einungis góða frammistöðu á vellinum, heldur einnig á samfélagsmiðlunum.

Fylgjendafjöldi Rúriks hefur verið á miklu flugi á Instagram og hefur leikmaðurinn fengið um hundrað þúsund nýja fylgjendur í kjölfar leiksins í dag. Skömmu eftir leik var miðjumaðurinn með um 40 þúsund fylgjendur og þegar þetta skrifað er talan í rúmlega 160 þúsund fylgjendum.

Það má vel búast við því að talan fari hækkandi með hverjum leik sem landsliðið spilar, en Rúrik er á Instagram undir nafninu rurikgislason og er duglegur að deila myndum úr leikjum og daglegu lífi með fylgjendum sínum þar.

First training in Russia done ✅

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.