Fylgjendafjöldi Rúriks hefur verið á miklu flugi á Instagram og hefur leikmaðurinn fengið um hundrað þúsund nýja fylgjendur í kjölfar leiksins í dag. Skömmu eftir leik var miðjumaðurinn með um 40 þúsund fylgjendur og þegar þetta skrifað er talan í rúmlega 160 þúsund fylgjendum.
Það má vel búast við því að talan fari hækkandi með hverjum leik sem landsliðið spilar, en Rúrik er á Instagram undir nafninu rurikgislason og er duglegur að deila myndum úr leikjum og daglegu lífi með fylgjendum sínum þar.