Lífið

Yfir hundrað þúsund bæst í fylgjendahóp Rúriks eftir leikinn

Sylvía Hall skrifar
Rúrik kom inn á fyrir Jóhann Berg á 63. mínútu leiksins í dag.
Rúrik kom inn á fyrir Jóhann Berg á 63. mínútu leiksins í dag. vísir/vilhelm

Rúrik Gíslason, miðjumaður íslenska landsliðsins, átti fínan leik þegar Ísland mætti Argentínu í fyrsta leik liðsins á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Hann átti þó ekki einungis góða frammistöðu á vellinum, heldur einnig á samfélagsmiðlunum.

Fylgjendafjöldi Rúriks hefur verið á miklu flugi á Instagram og hefur leikmaðurinn fengið um hundrað þúsund nýja fylgjendur í kjölfar leiksins í dag. Skömmu eftir leik var miðjumaðurinn með um 40 þúsund fylgjendur og þegar þetta skrifað er talan í rúmlega 160 þúsund fylgjendum.

Það má vel búast við því að talan fari hækkandi með hverjum leik sem landsliðið spilar, en Rúrik er á Instagram undir nafninu rurikgislason og er duglegur að deila myndum úr leikjum og daglegu lífi með fylgjendum sínum þar.

First training in Russia done ✅

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.