Þriggja hesta kapphlaup um Íslandsmeistaratitilinn Hjörvar Ólafsson skrifar 25. júní 2018 13:00 Elín Metta Jensen skoraði tvö í gærkvöld. vísir/ernir Baráttan á toppi Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu er æsispennandi, en útlit er fyrir að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn muni standa á milli þriggja liða fram á haustið. Þór/KA sem er ríkjandi Íslandsmeistari hirti toppsætið af Breiðabliki með 2-0 sigri í leik liðanna fyrir norðan í gær. Sandra María Jessen skorað bæði mörk Þórs/KA í leiknum, en hún er í baráttu við Elínu Mettu Jensen, framherja Vals, og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur, framherja Breiðabliks, um markadrottningatitilinn. Sandra María hefur skorað sjö mörk eftir mörkin sín tvö í leiknum í gær, en Berglind Björg einu marki meira. Þór/KA trónir á toppi deildarinnar með 19 stig þegar sjö umferðir eru búnar af deildinni, en Breiðablik er einu stigi á eftir í öðru sæti deildarinnar Elín Metta skoraði sömuleiðis tvö mörk þegar Valur bar sigurorð af FH, 4-2, í leik liðanna í Kaplakrika. Hún Thelma Björk Einarsdóttir og Crystal Thomas komu Val tveimur mörkum yfir áður en Jasmín Erla Ingadóttir minnkaði muninn fyrir FH. Elín Metta róaði taugar Valsmanna með því að koma liðinu 3-1 yfir, en Hanna Marie Barker jók spennuna á nýjan leik þegar hún kom FH inn í leikinn á nýjan leik með marki þegar rúmlega 20 mínútur voru eftir af leiknum. Elín Metta innsiglaði hins vegar sigurinn þegar hún skoraði annað mark sitt undir lok leiksins. Valur, sem hefur haft betur í síðustu sex leikjum sínum í deild og bikar, hefur 18 stig, en liðið hefur jafn mörg stig og Breiðablik og er sæti ofar vegna hagstæðari markatölu. Valur fær svo topplið deildarinnar, Þór/KA, í heimsókn í næsta deildarleik sínum og mætir svo Breiðabliki í toppslag á Kópavogsvelli í umferðinni þar á eftir. Línur gætu því skýrst í toppbaráttunni í næstu tveimur umferðum deildarinnar. Það eykur svo ánægjuna við sigurgöngu Valskvenna að Dóra María Lárusdóttir hefur jafnað sig á krossbandsslitum og er farin að leika með liðinu að nýju. Dóra María hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins og finni hún sitt fyrra form gæti hún skipt sköpum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Grindavík náði síðan í öflugt stig í fallbaráttu deildarinnar þegar liðið sótti stig til Vestmannaeyja með því að gera 1-1 jafntefli á móti ÍBV. Rio Hardy náði forystunni fyrir Grindavík, en Caroline Van Slambrouck sá til þess að liðin skildu jöfn. Breski framherjinn Hardy, sem gekk til liðs við Grindavík fyrir tímabilið, hefur reynst liðinu vel, en þetta var fjórða mark hennar í deildinni á yfirstandandi leiktíð. Grindavík hefur sex stig eftir þessi úrslit og er þremur stigum frá fallsæti eins og sakir standa, en KR sem situr í öðru fallsætinu á leik til góða á Suðurnesjarliðið. ÍBV hefur aftur á móti átta stig og vonir liðsins um að blanda sér í toppbaráttuna orðnar fjarlægar og liðið mun sogast í niður fallbaráttu deildarinnar ef fram heldur sem horfir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Sjá meira
Baráttan á toppi Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu er æsispennandi, en útlit er fyrir að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn muni standa á milli þriggja liða fram á haustið. Þór/KA sem er ríkjandi Íslandsmeistari hirti toppsætið af Breiðabliki með 2-0 sigri í leik liðanna fyrir norðan í gær. Sandra María Jessen skorað bæði mörk Þórs/KA í leiknum, en hún er í baráttu við Elínu Mettu Jensen, framherja Vals, og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur, framherja Breiðabliks, um markadrottningatitilinn. Sandra María hefur skorað sjö mörk eftir mörkin sín tvö í leiknum í gær, en Berglind Björg einu marki meira. Þór/KA trónir á toppi deildarinnar með 19 stig þegar sjö umferðir eru búnar af deildinni, en Breiðablik er einu stigi á eftir í öðru sæti deildarinnar Elín Metta skoraði sömuleiðis tvö mörk þegar Valur bar sigurorð af FH, 4-2, í leik liðanna í Kaplakrika. Hún Thelma Björk Einarsdóttir og Crystal Thomas komu Val tveimur mörkum yfir áður en Jasmín Erla Ingadóttir minnkaði muninn fyrir FH. Elín Metta róaði taugar Valsmanna með því að koma liðinu 3-1 yfir, en Hanna Marie Barker jók spennuna á nýjan leik þegar hún kom FH inn í leikinn á nýjan leik með marki þegar rúmlega 20 mínútur voru eftir af leiknum. Elín Metta innsiglaði hins vegar sigurinn þegar hún skoraði annað mark sitt undir lok leiksins. Valur, sem hefur haft betur í síðustu sex leikjum sínum í deild og bikar, hefur 18 stig, en liðið hefur jafn mörg stig og Breiðablik og er sæti ofar vegna hagstæðari markatölu. Valur fær svo topplið deildarinnar, Þór/KA, í heimsókn í næsta deildarleik sínum og mætir svo Breiðabliki í toppslag á Kópavogsvelli í umferðinni þar á eftir. Línur gætu því skýrst í toppbaráttunni í næstu tveimur umferðum deildarinnar. Það eykur svo ánægjuna við sigurgöngu Valskvenna að Dóra María Lárusdóttir hefur jafnað sig á krossbandsslitum og er farin að leika með liðinu að nýju. Dóra María hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins og finni hún sitt fyrra form gæti hún skipt sköpum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Grindavík náði síðan í öflugt stig í fallbaráttu deildarinnar þegar liðið sótti stig til Vestmannaeyja með því að gera 1-1 jafntefli á móti ÍBV. Rio Hardy náði forystunni fyrir Grindavík, en Caroline Van Slambrouck sá til þess að liðin skildu jöfn. Breski framherjinn Hardy, sem gekk til liðs við Grindavík fyrir tímabilið, hefur reynst liðinu vel, en þetta var fjórða mark hennar í deildinni á yfirstandandi leiktíð. Grindavík hefur sex stig eftir þessi úrslit og er þremur stigum frá fallsæti eins og sakir standa, en KR sem situr í öðru fallsætinu á leik til góða á Suðurnesjarliðið. ÍBV hefur aftur á móti átta stig og vonir liðsins um að blanda sér í toppbaráttuna orðnar fjarlægar og liðið mun sogast í niður fallbaráttu deildarinnar ef fram heldur sem horfir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Sjá meira