Í morgun var farið inn á heimili á Sauðárkróki og miklum verðmætum stolið. Lögreglan á Norðurlandi Vestra er byrjuð að rannsaka málið. Lögreglan biður Skagfirðinga og nærsveitunga um að hafa varan á sér og sjá til þess að hús og bílar séu læst.
Einnig er fólk beðið um að láta lögreglu vita verði það vart við grunsamlegar mannaferðir í kringum heimili. Í tilkynningu lögreglunnar er íbúum bent á neyðarsíma lögreglu, 112. Ekki kemur fram í tilkynningunni hversu mörg heimili var farið inn á eða hvort talið sé að einn eða fleiri innbrotsþjófar hafi verið þar að verki.