Yrði mesta afrek í íslenskri fótboltasögu að komast áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júní 2018 12:30 Heimsbyggðin fylgist með Alfreði Finnbogasyni og strákunum okkar í kvöld. Vísir/EPA Í kvöld ræðst það hvort Ísland kemst áfram í 16-liða úrslit á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Íslendingar mæta þá Króötum í Rostov við Don og þurfa að vinna. Ekki nóg með það heldur þarf Ísland að treysta á að Argentínumenn vinni Nígeríu á sama tíma, þó ekki stærra en Ísland vinnur Króatíu. Króatíska liðið er á toppi riðilsins með sex stig og markatöluna 5-0. Nígería kemur þar á eftir með þrjú stig og núll í markatölu, svo Ísland með eitt stig og mínus tvö í markatölu og loks Argentína með eitt stig og mínus þrjú í markatölu. Það þarf því ansi mikið að ganga upp til að Íslendingar fari upp úr riðlinum. En landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson er meðvitaður um hversu mikið afrek það væri. „Fyrir þjóðir eins og Argentínu, Portúgal og Þýskaland væri það áfall að komast ekki í 16-liða úrslit. En ef við kæmumst í 16-liða úrslit væri það væntanlega mesta afrek í stuttri fótboltasögu Íslands. Bara til að setja þetta í samhengi og hvaða þýðingu þetta myndi hafa fyrir okkur,“ sagði Heimir á blaðamannafundi á Rostov Arena í gær.Jóhann Berg Guðmundsson í síðasta leik á móti Króatíu.Vísir/ErnirLiðin þekkjast afar vel Þetta verður fimmti leikur Íslands og Króatíu frá haustinu 2013. Þau mættust í umspili um sæti á HM 2014, þar sem Króatar höfðu betur, samanlagt 2-0, og svo aftur í undankeppni HM 2018 þar sem þau unnu sinn leikinn hvort. Liðin gjörþekkja því hvort annað. Zlatko Dalic tók við króatíska liðinu í erfiðri stöðu síðasta haust og þykir hafa unnið gott starf. Heimir hrósaði honum á blaðamannafundinum í gær. „Það er meira jafnvægi í liðinu, milli varnar og sóknar, eftir að Dalic tók við. Það er meira um langa bolta en áður svo hann hefur líka innleitt það. Fjölbreytnin í sóknarleik Króatíu er frábær,“ sagði Heimir sem benti líka á að Dalic hefði fært Luka Modric framar. „Hann er meira í úrslitasendingum sem hann er mjög góður í.“Heimir Hallgrímsson.Vísir/VilhlemOkkur í óhag að þeir hvíli Íslendingar þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af Modric eða helstu stjörnum Króatíu í kvöld. Dalic gaf það út eftir sigurinn á Argentínu að hann myndi hvíla leikmenn gegn Íslandi. Talið er að hann geri 7-10 breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Argentínumönnum. Heimir segir að það sé ekki vatn á myllu Íslendinga. „Ég held að það sé okkur í óhag. Ef leikmennirnir sem léku fyrstu tvo leikina hefðu spilað hefði hvatningin kannski ekki alveg verið til staðar og þeir hugsað um að forðast gul spjöld og meiðsli,“ sagði Heimir. „Inn koma leikmenn sem eru að spila með góðum liðum. Þetta eru engir amlóðar. Þetta eru leikmenn sem eru staðráðnir í að standa sig og vinna sér sæti í liðinu fyrir næstu leiki. Okkar nálgun er þannig að það breytir ekki öllu hvort þeir gera eina breytingu eða tíu. Þetta verður alltaf gott króatískt lið.“ Eins og áður gæti það ekki nægt Íslendingum að vinna Króata ef úrslitin í leik Nígeríumanna og Argentínumanna í Sankti Pétursborg verða óhagstæð. Heimir segir að fylgst verði með hinum leiknum þótt einbeiting íslenska liðsins sé öll á leiknum í Rostov við Don. „Það er nógu erfitt verkefni að reyna að vinna Króatíu. En auðvitað erum við með menn sem fylgjast með hinum leiknum og við erum með samskiptabúnað. Við á bekknum ætlum að einbeita okkur sem mest að okkar leik og ef við þurfum að fá upplýsingar fáum við þær,“ sagði Heimir að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Sjá meira
Í kvöld ræðst það hvort Ísland kemst áfram í 16-liða úrslit á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Íslendingar mæta þá Króötum í Rostov við Don og þurfa að vinna. Ekki nóg með það heldur þarf Ísland að treysta á að Argentínumenn vinni Nígeríu á sama tíma, þó ekki stærra en Ísland vinnur Króatíu. Króatíska liðið er á toppi riðilsins með sex stig og markatöluna 5-0. Nígería kemur þar á eftir með þrjú stig og núll í markatölu, svo Ísland með eitt stig og mínus tvö í markatölu og loks Argentína með eitt stig og mínus þrjú í markatölu. Það þarf því ansi mikið að ganga upp til að Íslendingar fari upp úr riðlinum. En landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson er meðvitaður um hversu mikið afrek það væri. „Fyrir þjóðir eins og Argentínu, Portúgal og Þýskaland væri það áfall að komast ekki í 16-liða úrslit. En ef við kæmumst í 16-liða úrslit væri það væntanlega mesta afrek í stuttri fótboltasögu Íslands. Bara til að setja þetta í samhengi og hvaða þýðingu þetta myndi hafa fyrir okkur,“ sagði Heimir á blaðamannafundi á Rostov Arena í gær.Jóhann Berg Guðmundsson í síðasta leik á móti Króatíu.Vísir/ErnirLiðin þekkjast afar vel Þetta verður fimmti leikur Íslands og Króatíu frá haustinu 2013. Þau mættust í umspili um sæti á HM 2014, þar sem Króatar höfðu betur, samanlagt 2-0, og svo aftur í undankeppni HM 2018 þar sem þau unnu sinn leikinn hvort. Liðin gjörþekkja því hvort annað. Zlatko Dalic tók við króatíska liðinu í erfiðri stöðu síðasta haust og þykir hafa unnið gott starf. Heimir hrósaði honum á blaðamannafundinum í gær. „Það er meira jafnvægi í liðinu, milli varnar og sóknar, eftir að Dalic tók við. Það er meira um langa bolta en áður svo hann hefur líka innleitt það. Fjölbreytnin í sóknarleik Króatíu er frábær,“ sagði Heimir sem benti líka á að Dalic hefði fært Luka Modric framar. „Hann er meira í úrslitasendingum sem hann er mjög góður í.“Heimir Hallgrímsson.Vísir/VilhlemOkkur í óhag að þeir hvíli Íslendingar þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af Modric eða helstu stjörnum Króatíu í kvöld. Dalic gaf það út eftir sigurinn á Argentínu að hann myndi hvíla leikmenn gegn Íslandi. Talið er að hann geri 7-10 breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Argentínumönnum. Heimir segir að það sé ekki vatn á myllu Íslendinga. „Ég held að það sé okkur í óhag. Ef leikmennirnir sem léku fyrstu tvo leikina hefðu spilað hefði hvatningin kannski ekki alveg verið til staðar og þeir hugsað um að forðast gul spjöld og meiðsli,“ sagði Heimir. „Inn koma leikmenn sem eru að spila með góðum liðum. Þetta eru engir amlóðar. Þetta eru leikmenn sem eru staðráðnir í að standa sig og vinna sér sæti í liðinu fyrir næstu leiki. Okkar nálgun er þannig að það breytir ekki öllu hvort þeir gera eina breytingu eða tíu. Þetta verður alltaf gott króatískt lið.“ Eins og áður gæti það ekki nægt Íslendingum að vinna Króata ef úrslitin í leik Nígeríumanna og Argentínumanna í Sankti Pétursborg verða óhagstæð. Heimir segir að fylgst verði með hinum leiknum þótt einbeiting íslenska liðsins sé öll á leiknum í Rostov við Don. „Það er nógu erfitt verkefni að reyna að vinna Króatíu. En auðvitað erum við með menn sem fylgjast með hinum leiknum og við erum með samskiptabúnað. Við á bekknum ætlum að einbeita okkur sem mest að okkar leik og ef við þurfum að fá upplýsingar fáum við þær,“ sagði Heimir að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Sjá meira