Trump hraunar yfir Fallon og félaga: „Er þetta fólk fyndið?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. júní 2018 11:35 Grínistarnir þrír munu eflaust svara forsetanum fullum hálsi. Vísir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét spjallþáttastjórnendurna Jimmy Fallon, Jimmy Kimmel og Stephen Colbert heyra það í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Háðfuglarnir þrír hafa á undanförnum árum gert mikið grín að forsetanum. Trump var staddur í Suður-Karolínu til stuðnings ríkisstjóra ríkisins og samflokksmanni hans, Henry McMaster og lét ummæli sín um þremenninganna falla í langri ræðu þar sem hann fór um víðan völl. Beindi hann orðum sínum sérstaklega að Fallon sem stýrir The Tonight Show á NBC sjónvarpstöðinni. Hafa þeir tveir eldað saman grátt silfur á samfélagsmiðlinum Twitter undanfarna daga og virðast samskiptin þar hafa verið Trump hugleikin ef marka má ræðuna. „Jimmy Fallon baðst afsökunar á því að hafa gert mig „mannlegan“, aumingja maðurinn vegna þess að núna mun hann glata okkur öllum,“ sagði Trump við töluverð fagnaðarlæti áhorfenda. „Hann er alveg fínn náungi en hann er týndur, hann er týnd sál.“ Þá sagði Trump að þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel væri hæfileikalaus með öllu og að hann myndi aldrei fara aftur í heimsókn í þátt Kimmel. „Maðurinn er hræðilegur,“ sagði Trump. Minntist hann einnig á Stephen Colbert sem stýrir þætti á CBS sjónvarpstöðinni. Minntist hann þó ekki á nafn hans heldur kallaði hann einungis „náungann á CBS.“ Líkt og með Kimmel hélt Trump því fram að Colbert væri hæfileikalaus auk þess sem hann bætti því að Colbert væri „skítseyði“. „Í alvöru talað, er þetta fólk fyndið?“ spurði Trump áhorfendur sem kölluðu „Nei!“ til baka. „Ég get hlegið að sjálfum mér og í sannleika sagt, ef ég gæti það ekki væri ég í vondum málum. En það er enginn hæfileiki, þetta er ekki hæfileikaríkt fólk.“Ummæli Trump um grínistana þrjá má sjá hér að neðan þegar um einn klukkutími og 22 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét spjallþáttastjórnendurna Jimmy Fallon, Jimmy Kimmel og Stephen Colbert heyra það í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Háðfuglarnir þrír hafa á undanförnum árum gert mikið grín að forsetanum. Trump var staddur í Suður-Karolínu til stuðnings ríkisstjóra ríkisins og samflokksmanni hans, Henry McMaster og lét ummæli sín um þremenninganna falla í langri ræðu þar sem hann fór um víðan völl. Beindi hann orðum sínum sérstaklega að Fallon sem stýrir The Tonight Show á NBC sjónvarpstöðinni. Hafa þeir tveir eldað saman grátt silfur á samfélagsmiðlinum Twitter undanfarna daga og virðast samskiptin þar hafa verið Trump hugleikin ef marka má ræðuna. „Jimmy Fallon baðst afsökunar á því að hafa gert mig „mannlegan“, aumingja maðurinn vegna þess að núna mun hann glata okkur öllum,“ sagði Trump við töluverð fagnaðarlæti áhorfenda. „Hann er alveg fínn náungi en hann er týndur, hann er týnd sál.“ Þá sagði Trump að þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel væri hæfileikalaus með öllu og að hann myndi aldrei fara aftur í heimsókn í þátt Kimmel. „Maðurinn er hræðilegur,“ sagði Trump. Minntist hann einnig á Stephen Colbert sem stýrir þætti á CBS sjónvarpstöðinni. Minntist hann þó ekki á nafn hans heldur kallaði hann einungis „náungann á CBS.“ Líkt og með Kimmel hélt Trump því fram að Colbert væri hæfileikalaus auk þess sem hann bætti því að Colbert væri „skítseyði“. „Í alvöru talað, er þetta fólk fyndið?“ spurði Trump áhorfendur sem kölluðu „Nei!“ til baka. „Ég get hlegið að sjálfum mér og í sannleika sagt, ef ég gæti það ekki væri ég í vondum málum. En það er enginn hæfileiki, þetta er ekki hæfileikaríkt fólk.“Ummæli Trump um grínistana þrjá má sjá hér að neðan þegar um einn klukkutími og 22 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Sjá meira