Lífið

Donald Trump lastar Jimmy Fallon

Bergþór Másson skrifar
Fyrrum félagarnir þeir Donald Trump og Jimmy Fallon
Fyrrum félagarnir þeir Donald Trump og Jimmy Fallon Skjáskot / YouTube
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, lét nokkur ófögur orð falla um þáttarstjórnandann Jimmy Fallon á Twitter í gærkvöldi sem leiddi til þess að Fallon svaraði nokkrum klukkustundum síðar.

Donald Trump minnist hér á frægt atvik úr spjallþætti Fallons þar sem Fallon var gagnrýndur fyrir að taka Trump vettlingartökum og upphefja hann.

Trump segir að Fallon vera undirförulan og gerir lítið úr karlmennsku hans.

Jimmy Fallon, sem er alls ekki þekktur fyrir að vera pólítískur, svarði Trump um hæl:

Í tilefni Twitter færslu Trumps segist Fallon ætla gefa pening til góðgerðarsamtakanna RAICES, sem berjast fyrir réttindum flóttamanna og innflytjenda, í nafni Trumps.

Liðin eru nánast tvö ár síðan Trump mætti sem gestur til Fallons. Meðhöndlun Fallons á Trump var ekki vel tekið á meðal almennings og hefur áhorf spjallþáttar hans lækkað síðan þá.

Hér má sjá klippu úr umdeildu spjalli þeirra. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×