Ísland í dag: „Ég myndi frekar vilja fá þetta heldur en börnin“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2018 21:55 Sóli Hólm sagði sögu sína í Íslandi í dag. Stöð 2 Skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm, eða Sóli Hólm eins og hann er alltaf kallaður, greindist með krabbamein 16. júlí síðastliðinn en er nú læknaður. Ísland í dag hitti Sóla Hólm fyrir skemmstu og fékk að heyra sögu hans. Sóli sagði frá því að hann hefði farið í sturtu að morgni 5. júlí síðastliðins en þegar hann skoðaði sig í spegli eftir þá sturtuferð tók hann eftir því að annar hálsvöðvinn var stærri heldur en hinn. Hann fór þá að hugsa hvort eitthvað gæti í raun amað að sér. Hann pantaði tíma hjá heimilislækni samdægurs og viðbrögð læknis bentu til þess að þessi bólga væri ekki út af hálsbólgu, líkt og Sóli hafði ímyndað sér.Sóli Hólm ásamt sambýliskonu sinni Viktoríu Hermannsdóttur og börnum þeirra.Stöð 2Hann fór í fjölda rannsókna sem leiddu í ljós að hann var með Hodgkins-eitlakrabbamein. Biðin eftir niðurstöðunni reyndist honum afar erfið og hann var búinn að ímynda sér að hann væri með krabbamein um allan líkamann. Eftir eins og hálfs sólarhrings bið kom í ljós að hann var með bólgna eitla í háls og brjóstholi og þyrfti að fara í lyfjameðferð. „Það fannst mér ennþá meira áfall, ég hélt að þetta yrði bara skorið í burtu og yrði góður eftir tvær vikur,“ sagði Sóli. Hann sagðist hafa verið snöggur að sætta sig við niðurstöðuna og hafði trú á því að batahorfur hans væri góðar. Sóli gekkst við því að þessi barátta hans við sjúkdóminn hafi reynst fólki í kringum hann erfiðari heldur en honum sjálfum. „Alveg tvímælalaust! Mamma var með flensueinkenni í marga daga og fór til læknis sem spurði hana hvort hún væri undir andlegu álagi. Þá sagði hún honum frá því að sonur hennar hefði verið að greinast með krabbamein og hann sagði að það væri það sem væri að hrjá hana og eftir það var hún hress,“ sagði Sóli. Faðir hann sagði einnig við Sóla að hann hefði sjálfur viljað taka þetta krabbamein á sig heldur en að horfa á son sinn greinast með það. „Ég skyldi það svo vel því ég myndi frekar vilja fá þetta heldur en börnin.“Sóli fór í sína síðustu lyfjameðferð 6. nóvember síðastliðinn.Stöð 2Sóli fór í sína síðustu lyfjagjöf 6. nóvember í fyrra og fékk að vita í lok nóvember að hann væri læknaður. Hann segir meinið hafa uppgötvast snemma og hafi svarað lyfjameðferðinni mjög hratt þá séu líkurnar frekar litlar á að það taki sig upp aftur. Hægt er að horfa á allt viðtalið við Sóla í spilaranum hér fyrir neðan: Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50 Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Malcolm in the Middle snýr aftur á skjáinn Lífið Skellihlegið að Sögu Garðars og Steinda í Egilshöll Lífið Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Lífið Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Lífið Missti báða foreldra sína í vikunni Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Lífið samstarf „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Fleiri fréttir Malcolm in the Middle snýr aftur á skjáinn Skellihlegið að Sögu Garðars og Steinda í Egilshöll Missti báða foreldra sína í vikunni Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Estelle prinsessa með Lúsíukveðju Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Sjá meira
Skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm, eða Sóli Hólm eins og hann er alltaf kallaður, greindist með krabbamein 16. júlí síðastliðinn en er nú læknaður. Ísland í dag hitti Sóla Hólm fyrir skemmstu og fékk að heyra sögu hans. Sóli sagði frá því að hann hefði farið í sturtu að morgni 5. júlí síðastliðins en þegar hann skoðaði sig í spegli eftir þá sturtuferð tók hann eftir því að annar hálsvöðvinn var stærri heldur en hinn. Hann fór þá að hugsa hvort eitthvað gæti í raun amað að sér. Hann pantaði tíma hjá heimilislækni samdægurs og viðbrögð læknis bentu til þess að þessi bólga væri ekki út af hálsbólgu, líkt og Sóli hafði ímyndað sér.Sóli Hólm ásamt sambýliskonu sinni Viktoríu Hermannsdóttur og börnum þeirra.Stöð 2Hann fór í fjölda rannsókna sem leiddu í ljós að hann var með Hodgkins-eitlakrabbamein. Biðin eftir niðurstöðunni reyndist honum afar erfið og hann var búinn að ímynda sér að hann væri með krabbamein um allan líkamann. Eftir eins og hálfs sólarhrings bið kom í ljós að hann var með bólgna eitla í háls og brjóstholi og þyrfti að fara í lyfjameðferð. „Það fannst mér ennþá meira áfall, ég hélt að þetta yrði bara skorið í burtu og yrði góður eftir tvær vikur,“ sagði Sóli. Hann sagðist hafa verið snöggur að sætta sig við niðurstöðuna og hafði trú á því að batahorfur hans væri góðar. Sóli gekkst við því að þessi barátta hans við sjúkdóminn hafi reynst fólki í kringum hann erfiðari heldur en honum sjálfum. „Alveg tvímælalaust! Mamma var með flensueinkenni í marga daga og fór til læknis sem spurði hana hvort hún væri undir andlegu álagi. Þá sagði hún honum frá því að sonur hennar hefði verið að greinast með krabbamein og hann sagði að það væri það sem væri að hrjá hana og eftir það var hún hress,“ sagði Sóli. Faðir hann sagði einnig við Sóla að hann hefði sjálfur viljað taka þetta krabbamein á sig heldur en að horfa á son sinn greinast með það. „Ég skyldi það svo vel því ég myndi frekar vilja fá þetta heldur en börnin.“Sóli fór í sína síðustu lyfjameðferð 6. nóvember síðastliðinn.Stöð 2Sóli fór í sína síðustu lyfjagjöf 6. nóvember í fyrra og fékk að vita í lok nóvember að hann væri læknaður. Hann segir meinið hafa uppgötvast snemma og hafi svarað lyfjameðferðinni mjög hratt þá séu líkurnar frekar litlar á að það taki sig upp aftur. Hægt er að horfa á allt viðtalið við Sóla í spilaranum hér fyrir neðan:
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50 Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Malcolm in the Middle snýr aftur á skjáinn Lífið Skellihlegið að Sögu Garðars og Steinda í Egilshöll Lífið Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Lífið Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Lífið Missti báða foreldra sína í vikunni Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Lífið samstarf „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Fleiri fréttir Malcolm in the Middle snýr aftur á skjáinn Skellihlegið að Sögu Garðars og Steinda í Egilshöll Missti báða foreldra sína í vikunni Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Estelle prinsessa með Lúsíukveðju Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Sjá meira
Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50
Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24