Ljósmæður kjósa um yfirvinnubann á morgun Hersir Aron Ólafsson skrifar 26. júní 2018 20:30 Formaður kjaranefndar ljósmæðra segir líklegt að fyrirhugað yfirvinnubann hefjist um miðjan júlí. Hún kveðst þó bjartsýn eftir fund með forsætisráðherra í dag, en ráðherrann segir mikilvægt að horfa heildstætt á komandi kjaraviðræður. Fundur fulltrúa ljósmæðra og forsætisráðherra sem fram fór upp úr hádegi í dag var haldinn að frumkvæði ljósmæðra. Ráðherra segir fundarmenn hafa verið sammála um að staðan sé afar erfið. „Sá samningur sem samningsaðilar skrifuðu undir fyrr í vor, það var eftir langt og mikið samtal þar sem báðir aðilar voru að teygja sig umtalsvert í átt að hvor öðrum. Það liggur alveg fyrir að það að sá samningur var felldur er auðvitað bakslag,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Segja gott að fá afstöðu forsætisráðherra Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra, segir markmiðið fyrst og fremst hafa verið að útskýra stöðuna og sína hlið mála fyrir forsætisráðherra. „Auðvitað óskar maður alltaf eftir hluttekningu og að þeir sem með völdin fara viti um hvað málið snýst og séu inn í málunum, og að fá að heyra bara hennar afstöðu,“ segir Katrín Sif. „Það gera sér allir grein fyrir því að staðan er alvarleg og það liggur fyrir eins og komið hefur fram hjá heilbrigðisráðherra að verið er að skoða stöðuna milli einstakra stofnana,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Á morgun stendur til að kjósa um yfirvinnubann innan ljósmæðrafélagsins í leynilegri kosningu, en verði meira en helmingur hlynntur verður farið beint í undirbúning aðgerða.Yfirvinnubann gæti hafist um miðjan júlí „Við erum að horfa á að þetta yfirvinnubann gæti tekið gildi frá og með miðjum júlímánuði ef fram heldur sem horfir og ekki verður samið fyrir þann tíma,“ segir Katrín Sif. Ráðherra segir mikilvægt að fara í áður boðaða greiningu og mannaflaspá fyrir heilbrigðiskerfið, en bendir á að það sé ekki eini vettvangurinn þar sem kaup og kjör verði senn til skoðunar. „Það liggur fyrir að allir aðilar á almenna vinnumarkaðnum eru lausir um áramótin, sömuleiðis samningar á opinbera markaðnum í kjölfarið. Við þurfum að hugsa alla samninga í samhengi hvern við annan,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Formaður kjaranefndar ljósmæðra segir líklegt að fyrirhugað yfirvinnubann hefjist um miðjan júlí. Hún kveðst þó bjartsýn eftir fund með forsætisráðherra í dag, en ráðherrann segir mikilvægt að horfa heildstætt á komandi kjaraviðræður. Fundur fulltrúa ljósmæðra og forsætisráðherra sem fram fór upp úr hádegi í dag var haldinn að frumkvæði ljósmæðra. Ráðherra segir fundarmenn hafa verið sammála um að staðan sé afar erfið. „Sá samningur sem samningsaðilar skrifuðu undir fyrr í vor, það var eftir langt og mikið samtal þar sem báðir aðilar voru að teygja sig umtalsvert í átt að hvor öðrum. Það liggur alveg fyrir að það að sá samningur var felldur er auðvitað bakslag,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Segja gott að fá afstöðu forsætisráðherra Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra, segir markmiðið fyrst og fremst hafa verið að útskýra stöðuna og sína hlið mála fyrir forsætisráðherra. „Auðvitað óskar maður alltaf eftir hluttekningu og að þeir sem með völdin fara viti um hvað málið snýst og séu inn í málunum, og að fá að heyra bara hennar afstöðu,“ segir Katrín Sif. „Það gera sér allir grein fyrir því að staðan er alvarleg og það liggur fyrir eins og komið hefur fram hjá heilbrigðisráðherra að verið er að skoða stöðuna milli einstakra stofnana,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Á morgun stendur til að kjósa um yfirvinnubann innan ljósmæðrafélagsins í leynilegri kosningu, en verði meira en helmingur hlynntur verður farið beint í undirbúning aðgerða.Yfirvinnubann gæti hafist um miðjan júlí „Við erum að horfa á að þetta yfirvinnubann gæti tekið gildi frá og með miðjum júlímánuði ef fram heldur sem horfir og ekki verður samið fyrir þann tíma,“ segir Katrín Sif. Ráðherra segir mikilvægt að fara í áður boðaða greiningu og mannaflaspá fyrir heilbrigðiskerfið, en bendir á að það sé ekki eini vettvangurinn þar sem kaup og kjör verði senn til skoðunar. „Það liggur fyrir að allir aðilar á almenna vinnumarkaðnum eru lausir um áramótin, sömuleiðis samningar á opinbera markaðnum í kjölfarið. Við þurfum að hugsa alla samninga í samhengi hvern við annan,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira