Ljósmæður kjósa um yfirvinnubann á morgun Hersir Aron Ólafsson skrifar 26. júní 2018 20:30 Formaður kjaranefndar ljósmæðra segir líklegt að fyrirhugað yfirvinnubann hefjist um miðjan júlí. Hún kveðst þó bjartsýn eftir fund með forsætisráðherra í dag, en ráðherrann segir mikilvægt að horfa heildstætt á komandi kjaraviðræður. Fundur fulltrúa ljósmæðra og forsætisráðherra sem fram fór upp úr hádegi í dag var haldinn að frumkvæði ljósmæðra. Ráðherra segir fundarmenn hafa verið sammála um að staðan sé afar erfið. „Sá samningur sem samningsaðilar skrifuðu undir fyrr í vor, það var eftir langt og mikið samtal þar sem báðir aðilar voru að teygja sig umtalsvert í átt að hvor öðrum. Það liggur alveg fyrir að það að sá samningur var felldur er auðvitað bakslag,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Segja gott að fá afstöðu forsætisráðherra Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra, segir markmiðið fyrst og fremst hafa verið að útskýra stöðuna og sína hlið mála fyrir forsætisráðherra. „Auðvitað óskar maður alltaf eftir hluttekningu og að þeir sem með völdin fara viti um hvað málið snýst og séu inn í málunum, og að fá að heyra bara hennar afstöðu,“ segir Katrín Sif. „Það gera sér allir grein fyrir því að staðan er alvarleg og það liggur fyrir eins og komið hefur fram hjá heilbrigðisráðherra að verið er að skoða stöðuna milli einstakra stofnana,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Á morgun stendur til að kjósa um yfirvinnubann innan ljósmæðrafélagsins í leynilegri kosningu, en verði meira en helmingur hlynntur verður farið beint í undirbúning aðgerða.Yfirvinnubann gæti hafist um miðjan júlí „Við erum að horfa á að þetta yfirvinnubann gæti tekið gildi frá og með miðjum júlímánuði ef fram heldur sem horfir og ekki verður samið fyrir þann tíma,“ segir Katrín Sif. Ráðherra segir mikilvægt að fara í áður boðaða greiningu og mannaflaspá fyrir heilbrigðiskerfið, en bendir á að það sé ekki eini vettvangurinn þar sem kaup og kjör verði senn til skoðunar. „Það liggur fyrir að allir aðilar á almenna vinnumarkaðnum eru lausir um áramótin, sömuleiðis samningar á opinbera markaðnum í kjölfarið. Við þurfum að hugsa alla samninga í samhengi hvern við annan,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Formaður kjaranefndar ljósmæðra segir líklegt að fyrirhugað yfirvinnubann hefjist um miðjan júlí. Hún kveðst þó bjartsýn eftir fund með forsætisráðherra í dag, en ráðherrann segir mikilvægt að horfa heildstætt á komandi kjaraviðræður. Fundur fulltrúa ljósmæðra og forsætisráðherra sem fram fór upp úr hádegi í dag var haldinn að frumkvæði ljósmæðra. Ráðherra segir fundarmenn hafa verið sammála um að staðan sé afar erfið. „Sá samningur sem samningsaðilar skrifuðu undir fyrr í vor, það var eftir langt og mikið samtal þar sem báðir aðilar voru að teygja sig umtalsvert í átt að hvor öðrum. Það liggur alveg fyrir að það að sá samningur var felldur er auðvitað bakslag,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Segja gott að fá afstöðu forsætisráðherra Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra, segir markmiðið fyrst og fremst hafa verið að útskýra stöðuna og sína hlið mála fyrir forsætisráðherra. „Auðvitað óskar maður alltaf eftir hluttekningu og að þeir sem með völdin fara viti um hvað málið snýst og séu inn í málunum, og að fá að heyra bara hennar afstöðu,“ segir Katrín Sif. „Það gera sér allir grein fyrir því að staðan er alvarleg og það liggur fyrir eins og komið hefur fram hjá heilbrigðisráðherra að verið er að skoða stöðuna milli einstakra stofnana,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Á morgun stendur til að kjósa um yfirvinnubann innan ljósmæðrafélagsins í leynilegri kosningu, en verði meira en helmingur hlynntur verður farið beint í undirbúning aðgerða.Yfirvinnubann gæti hafist um miðjan júlí „Við erum að horfa á að þetta yfirvinnubann gæti tekið gildi frá og með miðjum júlímánuði ef fram heldur sem horfir og ekki verður samið fyrir þann tíma,“ segir Katrín Sif. Ráðherra segir mikilvægt að fara í áður boðaða greiningu og mannaflaspá fyrir heilbrigðiskerfið, en bendir á að það sé ekki eini vettvangurinn þar sem kaup og kjör verði senn til skoðunar. „Það liggur fyrir að allir aðilar á almenna vinnumarkaðnum eru lausir um áramótin, sömuleiðis samningar á opinbera markaðnum í kjölfarið. Við þurfum að hugsa alla samninga í samhengi hvern við annan,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira