Ekki víst að ég komist inn Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 27. júní 2018 08:00 Ingibjörg er að vinna í kirkjugarði og er ánægð með að viðtalið birtist innan um andlátsauglýsingar. "Ég er vön að vera innan um dáið fólk,“ segir hún. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég er bara í vinnunni og heyri illa til þín því það er vél að keyra fram hjá,“ segir Ingibjörg Ragnheiður Linnet þegar ég hringi í hana sem fulltrúa þeirra sem tóku við styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði HÍ á mánudaginn. Það kemur í ljós að vinna hennar felst í að hreinsa beð í Fossvogskirkjugarði en hún er búin að sækja um nám í læknisfræði í HÍ. „Mér finnst mannslíkaminn áhugaverður og auk þess þykir mér gaman að hjálpa fólki svo ég hugsaði að læknisfræðin væri eitthvað sem ég ætti að skoða. En ég er ekki búin að fá niðurstöður úr inntökuprófinu svo það er ekki víst að ég komist inn,“ tekur hún fram. Ingibjörg Ragnheiður hefur fengist við tónlist og á ekki langt að sækja það, mamma hennar er söngkonan Jóhanna Linnet. „Ég er búin að spila á trompet og píanó frekar lengi og er með framhaldspróf á bæði hljóðfærin. Var í MH, kláraði náttúrufræðibraut og tónlistarbraut og var líka í skólakórnum. Þegar ég varð stúdent í desember 2017 fór ég yfir í Hamrahlíðarkórinn sem er fyrir þá sem geta ekki hætt!“Þrjátíu og þrír nemendur sem hyggjast hefja nám við HÍ í haust var úthlutað styrkjum við hátíðlega athöfn.Kristinn IngvarssonEinnig er Ingibjörg formaður í ungmennaráði Barnaheilla. „Tvíburasystir mín var formaður í mörg ár. Svo hætti hún og ég bauð mig fram. En við byrjuðum af því að einn kennari í skólanum var í Barnaheillum. Ég hef lengi haft áhuga á mannréttindum og kynnst góðu fólki gegnum þetta starf. Við höfum verið með fatasöfnun fyrir nýbúa á Íslandi og vinaverkefni, við vekjum athygli á Barnasáttmálanum og erum talsmenn barna.“ Hún kveðst hafa setið fundi velferðarnefndar Alþingis og ríkisstjórnarfund, lagt þar fram erindi og spurningar og fengið spurningar til baka. Erfitt getur verið að velja framtíðarbraut þegar áhuginn liggur víða, það viðurkennir Ingibjörg. „Maður hættir kannski aldrei í tónlist,“ segir hún en kveðst þó lítið hafa starfað sem tónlistarmaður. „Ég hef aðeins kennt trompetleik í Skólahljómsveit Kópavogs og fengið borgað fyrir það og líka einhver gigg sem ég hef tekið þátt í. En annars verið að spila með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Orkester Norden.“ Spurð hvernig síðarnefnda sveitin æfi svarar hún: „Fólk hittist á námskeiðum á sumrin, vinnur með lærðu tónlistarfólki, æfir í tvær, þrjár vikur og fer svo í tónleikaferð. Mjög skemmtilegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
„Ég er bara í vinnunni og heyri illa til þín því það er vél að keyra fram hjá,“ segir Ingibjörg Ragnheiður Linnet þegar ég hringi í hana sem fulltrúa þeirra sem tóku við styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði HÍ á mánudaginn. Það kemur í ljós að vinna hennar felst í að hreinsa beð í Fossvogskirkjugarði en hún er búin að sækja um nám í læknisfræði í HÍ. „Mér finnst mannslíkaminn áhugaverður og auk þess þykir mér gaman að hjálpa fólki svo ég hugsaði að læknisfræðin væri eitthvað sem ég ætti að skoða. En ég er ekki búin að fá niðurstöður úr inntökuprófinu svo það er ekki víst að ég komist inn,“ tekur hún fram. Ingibjörg Ragnheiður hefur fengist við tónlist og á ekki langt að sækja það, mamma hennar er söngkonan Jóhanna Linnet. „Ég er búin að spila á trompet og píanó frekar lengi og er með framhaldspróf á bæði hljóðfærin. Var í MH, kláraði náttúrufræðibraut og tónlistarbraut og var líka í skólakórnum. Þegar ég varð stúdent í desember 2017 fór ég yfir í Hamrahlíðarkórinn sem er fyrir þá sem geta ekki hætt!“Þrjátíu og þrír nemendur sem hyggjast hefja nám við HÍ í haust var úthlutað styrkjum við hátíðlega athöfn.Kristinn IngvarssonEinnig er Ingibjörg formaður í ungmennaráði Barnaheilla. „Tvíburasystir mín var formaður í mörg ár. Svo hætti hún og ég bauð mig fram. En við byrjuðum af því að einn kennari í skólanum var í Barnaheillum. Ég hef lengi haft áhuga á mannréttindum og kynnst góðu fólki gegnum þetta starf. Við höfum verið með fatasöfnun fyrir nýbúa á Íslandi og vinaverkefni, við vekjum athygli á Barnasáttmálanum og erum talsmenn barna.“ Hún kveðst hafa setið fundi velferðarnefndar Alþingis og ríkisstjórnarfund, lagt þar fram erindi og spurningar og fengið spurningar til baka. Erfitt getur verið að velja framtíðarbraut þegar áhuginn liggur víða, það viðurkennir Ingibjörg. „Maður hættir kannski aldrei í tónlist,“ segir hún en kveðst þó lítið hafa starfað sem tónlistarmaður. „Ég hef aðeins kennt trompetleik í Skólahljómsveit Kópavogs og fengið borgað fyrir það og líka einhver gigg sem ég hef tekið þátt í. En annars verið að spila með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Orkester Norden.“ Spurð hvernig síðarnefnda sveitin æfi svarar hún: „Fólk hittist á námskeiðum á sumrin, vinnur með lærðu tónlistarfólki, æfir í tvær, þrjár vikur og fer svo í tónleikaferð. Mjög skemmtilegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira