Innlent

Efast um brúarhugmynd Norðmannanna

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit. Vegagerðin vill í staðinn að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg.
Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit. Vegagerðin vill í staðinn að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. Vísir/Egill Aðalsteinsson
Vegagerðin telur að þverun Þorskafjarðar, sem norskir ráðgjafar leggja til sem lausn vegamála í Gufudalssveit, sé dýrari lausn en tillögur Vegagerðarinnar um brúargerð gera ráð fyrir. Þar að auki þurfi að ráðast í frekari rannsóknir á því vegstæði með tilliti til vatnsskipta og vegna smíði brúar. Rannsóknir munu því tefja

vegalagningu á þessu svæði.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps réð norska ráðgjafafyrirtækið Multiconsult til að skoða valkosti vegalagningar um Gufudalssveit, þar sem meðal annars er að finna Teigsskóg. Niðurstöður fyrirtækisins voru kynntar á íbúafundi á Reykhólum í gærkvöldi. Multiconsult lagði til nýja lausn á fundinum; 800 metra langa og háa brú yfir utanverðan Þorskafjörð þannig að vegurinn fari framhjá Teigsskógi. Þrátt fyrir að vegur í gegnum skóginn sé talinn ódýrasta framkvæmdin myndi hún engu að síður valda miklum umhverfisáhrifum.

Samkvæmt brúartillögu Multiconsult myndu bílar á vestuleið beygja við Bjarkalund og aka framhjá Reykhólum, út Reykjanesið og þaðan yfir Þorskafjörðinn um brúnna. Í tilkynningu frá Vegagerðinni í gærkvöldi koma fram ýmis vandkvæði á þessari lausn. Þeirra á meðal eru áhyggjur af kostnaði og töfum sem gætu numið 1 til 2 árum.

Þó er tekið fram í tilkynningunni að hún verði skoðuð nánar og í samráði við heimamenn.

Frétt Stöðvar 2 um ákvörðun hreppsnefndar Reykhólahrepps í mars á þessu ári.


Tengdar fréttir

Teigsskógur varð fyrir valinu

Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sem lauk nú fyrir skömmu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×