Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2018 12:31 Ármann Kr. Ólafsson tók að nýju við bæjarstjórastólnum eftir sveitarstjórnarkosningarnar í maí. Vísir/Arnþór/Anton Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, hefur lagt til við bæjarstjórn þar í bæ að laun kjörinna fulltrúa, þar á meðal bæjarstjóra, verði lækkuð um 15 prósent. Launaþróun kjörinna fulltrúa, og þá einkum Ármanns sjálfs, hefur sætt nokkurri gagnrýni undanfarnar vikur og mánuði. Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. Var henni að því búnu vísað til forsætisnefndar með öllum greiddum atkvæðum.Sjá einnig: Laun Ármanns fram úr hófi Eins og áður sagði hefur úrskurður kjararáðs um hraustlega hækkun á launum þingmanna verið harðlega gagnrýnd en sú hækkun hafði áhrif á sveitarstjórnarstigið. Laun Ármanns, sem er einn launahæsti bæjarstjóri landsins, hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017 og fékk hann alls tæpar 2,5 milljónir á mánuði í fyrra fyrir bæjarstjórastarfið. Þá hækkuðu laun fulltrúa í bæjarstjórn og bæjarráði Kópavogsbæjar sömuleiðis um 20 prósent. Greinargerð um tillögu Ármanns má sjá í heild hér að neðan:Í kjölfar úrskurðar kjararáðs um kjör þingmanna samþykkti bæjarstjórn Kópavogs á nýliðnu kjörtímabili að hækka laun kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra hjá Kópavogsbæ. Hækkunin tók þó ekki mið af úrskurði kjararáðs heldur var hækkunin lægri en þar var kveðið á um og tók þess í stað mið af þróun launavísitölu á vinnumarkaði. Engu að síður hefur komið fram gagnrýni á launaþróun þessara aðila sem og kjör annarra kjörinna fulltrúa í landinu m.a. af hálfu forystufólks á vinnumarkaði. Því er lagt til að launin lækki í upphafi kjörtímabils um 15% frá því sem þau eru nú.Margrét Friðriksdóttir lagði til að tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar verði vísað til úrvinnslu forsætisnefndar. Var það samþykkt með 11 atkvæðum. Kjaramál Kosningar 2018 Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Segir launahækkunina vera í samræmi við launaþróun Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2018 12:17 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, hefur lagt til við bæjarstjórn þar í bæ að laun kjörinna fulltrúa, þar á meðal bæjarstjóra, verði lækkuð um 15 prósent. Launaþróun kjörinna fulltrúa, og þá einkum Ármanns sjálfs, hefur sætt nokkurri gagnrýni undanfarnar vikur og mánuði. Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. Var henni að því búnu vísað til forsætisnefndar með öllum greiddum atkvæðum.Sjá einnig: Laun Ármanns fram úr hófi Eins og áður sagði hefur úrskurður kjararáðs um hraustlega hækkun á launum þingmanna verið harðlega gagnrýnd en sú hækkun hafði áhrif á sveitarstjórnarstigið. Laun Ármanns, sem er einn launahæsti bæjarstjóri landsins, hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017 og fékk hann alls tæpar 2,5 milljónir á mánuði í fyrra fyrir bæjarstjórastarfið. Þá hækkuðu laun fulltrúa í bæjarstjórn og bæjarráði Kópavogsbæjar sömuleiðis um 20 prósent. Greinargerð um tillögu Ármanns má sjá í heild hér að neðan:Í kjölfar úrskurðar kjararáðs um kjör þingmanna samþykkti bæjarstjórn Kópavogs á nýliðnu kjörtímabili að hækka laun kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra hjá Kópavogsbæ. Hækkunin tók þó ekki mið af úrskurði kjararáðs heldur var hækkunin lægri en þar var kveðið á um og tók þess í stað mið af þróun launavísitölu á vinnumarkaði. Engu að síður hefur komið fram gagnrýni á launaþróun þessara aðila sem og kjör annarra kjörinna fulltrúa í landinu m.a. af hálfu forystufólks á vinnumarkaði. Því er lagt til að launin lækki í upphafi kjörtímabils um 15% frá því sem þau eru nú.Margrét Friðriksdóttir lagði til að tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar verði vísað til úrvinnslu forsætisnefndar. Var það samþykkt með 11 atkvæðum.
Kjaramál Kosningar 2018 Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Segir launahækkunina vera í samræmi við launaþróun Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2018 12:17 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira
Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00
Segir launahækkunina vera í samræmi við launaþróun Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2018 12:17