Hornsteinn lagður að nýrri aflstöð: „Blessun fylgi Búrfellsstöð II“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júní 2018 20:00 Búrfellsstöð II, átjánda aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í dag. Stöðvarhús virkjunarinnar er neðanjarðar en með stöðinni eykst orkugeta raforkuversins um allt að 300 GWst. Í ár eru hundrað ár síðan fyrstu hugmyndir að virkjun á milli Búrfells og Sámsstaðamúla komu fram en stöðin sem gangsett var í dag er einmitt staðsett þar, nokkur hundruð metra inni í Sámstaðaklifi. Við hönnun hennar var leitast við að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif framkvæmdanna og nýtir stöðin inntakslón og önnur veitumannvirki Búrfellsstöðvar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson lagði hornstein að nýju stöðinni við hátíðlega athöfn og naut við það aðstoðar Ásbjargar Kristinsdóttur, yfirverkefnisstjóra framkvæmdarinnar, sem er fyrst kvenna til að gegna því hlutverki við samskonar verkefni. Uppsett afl nýrrar stöðvar er 100 MW með einni vél en gert er ráð fyrir að síðar verði hægt að stækka stöðina um allt að 40 MW. „Blessun fylgi Búrfellsstöð II,“ sagði forsetinn er hornsteinninn var kominn á sinn stað.Búrfellsstöð II er neðanjarðar, í Sámstaðaklifi á milli Búrfells og Sámsstaðamúla.Vísir/EgillÞá fluttu forsvarsmenn Landsvirkjunar ávarp auk Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra sem gaf skipun til stjórnstöðvar Landsvirkjunar um gangsetningu aflstöðvarinnar sem er meðalstór í samanburði við aðrar aflstöðvar Landsvirkjunar hér á landi. „Hún hefur mikla þýðingu sem styrking á raforkuframleiðslu í landinu, styrkir kerfið okkar, eykur atvinnutækifæri, styrkir stöðu Landsvirkjunar og er mikið framfaramál,“ segir Bjarni. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir verkefnið heilt yfir hafa gengið vel en kostnaður við verkefnið nam um 17 milljörðum króna. „Með þessari virkjum erum við að nýta orkuna á þessu svæði betur, við byggðum gömlu Búrfellsstöðina fyrir um 50 árum síðan. Síðan hefur rennsli verið að aukast þannig að það var möguleiki að nýta það enn betur og það er hlutverk okkar að gera það,“ segir Hörður. „Okkur tókst líka að lágmarka umhverfisáhrifin sem er líka mikið áhersluatriði hjá okkur,“ bætir Hörður við.Vatnið fellur 110 metra Verkís sá um hönnun virkjunarinnar og voru byggingaframkvæmdir í höndum samsteypufyrirtækis Íslenskra aðalverktaka, Marti Contractors og Marti Tunnelbau að því er segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Verkeftirlit á staðnum var í höndum Landsvirkjunar en Mannvit kom að eftirliti með byggingarframkvæmdum. Þá framleiddi Andritz Hydro vél- og rafbúnað og DSD-NOELL lokur og þrýstivatnspípu. Framkvæmdir við verkefnið hófust í apríl 2016 en vatn er tekið úr inntakslóni Búrfellsstöðvar, Bjarnalóni. Úr inntakslóni er 370 metra langur aðrennslisskurður sem liggur fram undir brún Sámsstaðaklifs að inntaki stöðvar. Þaðan fellur vatnið síðan niður um 110 metra löng fallgöng að stöðvarhúsi og þaðan er vatninu síðan veitt út í frárennslisskurð sem leiðir það út í Fossá.Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, lagði hornstein að Búrfellsstöð II og fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, gangsetti stöðina. Á myndinni eru, frá vinstri: Hörður Arnarson forstjóri, Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri, Guðni, Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður, Ásbjörg Kristinsdóttir yfirverkefnisstjóri framkvæmdarinnar, Bjarni og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs.Landsvirkjun Tengdar fréttir Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. 25. júní 2018 21:45 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Búrfellsstöð II, átjánda aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í dag. Stöðvarhús virkjunarinnar er neðanjarðar en með stöðinni eykst orkugeta raforkuversins um allt að 300 GWst. Í ár eru hundrað ár síðan fyrstu hugmyndir að virkjun á milli Búrfells og Sámsstaðamúla komu fram en stöðin sem gangsett var í dag er einmitt staðsett þar, nokkur hundruð metra inni í Sámstaðaklifi. Við hönnun hennar var leitast við að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif framkvæmdanna og nýtir stöðin inntakslón og önnur veitumannvirki Búrfellsstöðvar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson lagði hornstein að nýju stöðinni við hátíðlega athöfn og naut við það aðstoðar Ásbjargar Kristinsdóttur, yfirverkefnisstjóra framkvæmdarinnar, sem er fyrst kvenna til að gegna því hlutverki við samskonar verkefni. Uppsett afl nýrrar stöðvar er 100 MW með einni vél en gert er ráð fyrir að síðar verði hægt að stækka stöðina um allt að 40 MW. „Blessun fylgi Búrfellsstöð II,“ sagði forsetinn er hornsteinninn var kominn á sinn stað.Búrfellsstöð II er neðanjarðar, í Sámstaðaklifi á milli Búrfells og Sámsstaðamúla.Vísir/EgillÞá fluttu forsvarsmenn Landsvirkjunar ávarp auk Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra sem gaf skipun til stjórnstöðvar Landsvirkjunar um gangsetningu aflstöðvarinnar sem er meðalstór í samanburði við aðrar aflstöðvar Landsvirkjunar hér á landi. „Hún hefur mikla þýðingu sem styrking á raforkuframleiðslu í landinu, styrkir kerfið okkar, eykur atvinnutækifæri, styrkir stöðu Landsvirkjunar og er mikið framfaramál,“ segir Bjarni. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir verkefnið heilt yfir hafa gengið vel en kostnaður við verkefnið nam um 17 milljörðum króna. „Með þessari virkjum erum við að nýta orkuna á þessu svæði betur, við byggðum gömlu Búrfellsstöðina fyrir um 50 árum síðan. Síðan hefur rennsli verið að aukast þannig að það var möguleiki að nýta það enn betur og það er hlutverk okkar að gera það,“ segir Hörður. „Okkur tókst líka að lágmarka umhverfisáhrifin sem er líka mikið áhersluatriði hjá okkur,“ bætir Hörður við.Vatnið fellur 110 metra Verkís sá um hönnun virkjunarinnar og voru byggingaframkvæmdir í höndum samsteypufyrirtækis Íslenskra aðalverktaka, Marti Contractors og Marti Tunnelbau að því er segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Verkeftirlit á staðnum var í höndum Landsvirkjunar en Mannvit kom að eftirliti með byggingarframkvæmdum. Þá framleiddi Andritz Hydro vél- og rafbúnað og DSD-NOELL lokur og þrýstivatnspípu. Framkvæmdir við verkefnið hófust í apríl 2016 en vatn er tekið úr inntakslóni Búrfellsstöðvar, Bjarnalóni. Úr inntakslóni er 370 metra langur aðrennslisskurður sem liggur fram undir brún Sámsstaðaklifs að inntaki stöðvar. Þaðan fellur vatnið síðan niður um 110 metra löng fallgöng að stöðvarhúsi og þaðan er vatninu síðan veitt út í frárennslisskurð sem leiðir það út í Fossá.Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, lagði hornstein að Búrfellsstöð II og fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, gangsetti stöðina. Á myndinni eru, frá vinstri: Hörður Arnarson forstjóri, Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri, Guðni, Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður, Ásbjörg Kristinsdóttir yfirverkefnisstjóri framkvæmdarinnar, Bjarni og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs.Landsvirkjun
Tengdar fréttir Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. 25. júní 2018 21:45 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. 25. júní 2018 21:45