Hornsteinn lagður að nýrri aflstöð: „Blessun fylgi Búrfellsstöð II“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júní 2018 20:00 Búrfellsstöð II, átjánda aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í dag. Stöðvarhús virkjunarinnar er neðanjarðar en með stöðinni eykst orkugeta raforkuversins um allt að 300 GWst. Í ár eru hundrað ár síðan fyrstu hugmyndir að virkjun á milli Búrfells og Sámsstaðamúla komu fram en stöðin sem gangsett var í dag er einmitt staðsett þar, nokkur hundruð metra inni í Sámstaðaklifi. Við hönnun hennar var leitast við að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif framkvæmdanna og nýtir stöðin inntakslón og önnur veitumannvirki Búrfellsstöðvar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson lagði hornstein að nýju stöðinni við hátíðlega athöfn og naut við það aðstoðar Ásbjargar Kristinsdóttur, yfirverkefnisstjóra framkvæmdarinnar, sem er fyrst kvenna til að gegna því hlutverki við samskonar verkefni. Uppsett afl nýrrar stöðvar er 100 MW með einni vél en gert er ráð fyrir að síðar verði hægt að stækka stöðina um allt að 40 MW. „Blessun fylgi Búrfellsstöð II,“ sagði forsetinn er hornsteinninn var kominn á sinn stað.Búrfellsstöð II er neðanjarðar, í Sámstaðaklifi á milli Búrfells og Sámsstaðamúla.Vísir/EgillÞá fluttu forsvarsmenn Landsvirkjunar ávarp auk Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra sem gaf skipun til stjórnstöðvar Landsvirkjunar um gangsetningu aflstöðvarinnar sem er meðalstór í samanburði við aðrar aflstöðvar Landsvirkjunar hér á landi. „Hún hefur mikla þýðingu sem styrking á raforkuframleiðslu í landinu, styrkir kerfið okkar, eykur atvinnutækifæri, styrkir stöðu Landsvirkjunar og er mikið framfaramál,“ segir Bjarni. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir verkefnið heilt yfir hafa gengið vel en kostnaður við verkefnið nam um 17 milljörðum króna. „Með þessari virkjum erum við að nýta orkuna á þessu svæði betur, við byggðum gömlu Búrfellsstöðina fyrir um 50 árum síðan. Síðan hefur rennsli verið að aukast þannig að það var möguleiki að nýta það enn betur og það er hlutverk okkar að gera það,“ segir Hörður. „Okkur tókst líka að lágmarka umhverfisáhrifin sem er líka mikið áhersluatriði hjá okkur,“ bætir Hörður við.Vatnið fellur 110 metra Verkís sá um hönnun virkjunarinnar og voru byggingaframkvæmdir í höndum samsteypufyrirtækis Íslenskra aðalverktaka, Marti Contractors og Marti Tunnelbau að því er segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Verkeftirlit á staðnum var í höndum Landsvirkjunar en Mannvit kom að eftirliti með byggingarframkvæmdum. Þá framleiddi Andritz Hydro vél- og rafbúnað og DSD-NOELL lokur og þrýstivatnspípu. Framkvæmdir við verkefnið hófust í apríl 2016 en vatn er tekið úr inntakslóni Búrfellsstöðvar, Bjarnalóni. Úr inntakslóni er 370 metra langur aðrennslisskurður sem liggur fram undir brún Sámsstaðaklifs að inntaki stöðvar. Þaðan fellur vatnið síðan niður um 110 metra löng fallgöng að stöðvarhúsi og þaðan er vatninu síðan veitt út í frárennslisskurð sem leiðir það út í Fossá.Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, lagði hornstein að Búrfellsstöð II og fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, gangsetti stöðina. Á myndinni eru, frá vinstri: Hörður Arnarson forstjóri, Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri, Guðni, Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður, Ásbjörg Kristinsdóttir yfirverkefnisstjóri framkvæmdarinnar, Bjarni og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs.Landsvirkjun Tengdar fréttir Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. 25. júní 2018 21:45 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Búrfellsstöð II, átjánda aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í dag. Stöðvarhús virkjunarinnar er neðanjarðar en með stöðinni eykst orkugeta raforkuversins um allt að 300 GWst. Í ár eru hundrað ár síðan fyrstu hugmyndir að virkjun á milli Búrfells og Sámsstaðamúla komu fram en stöðin sem gangsett var í dag er einmitt staðsett þar, nokkur hundruð metra inni í Sámstaðaklifi. Við hönnun hennar var leitast við að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif framkvæmdanna og nýtir stöðin inntakslón og önnur veitumannvirki Búrfellsstöðvar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson lagði hornstein að nýju stöðinni við hátíðlega athöfn og naut við það aðstoðar Ásbjargar Kristinsdóttur, yfirverkefnisstjóra framkvæmdarinnar, sem er fyrst kvenna til að gegna því hlutverki við samskonar verkefni. Uppsett afl nýrrar stöðvar er 100 MW með einni vél en gert er ráð fyrir að síðar verði hægt að stækka stöðina um allt að 40 MW. „Blessun fylgi Búrfellsstöð II,“ sagði forsetinn er hornsteinninn var kominn á sinn stað.Búrfellsstöð II er neðanjarðar, í Sámstaðaklifi á milli Búrfells og Sámsstaðamúla.Vísir/EgillÞá fluttu forsvarsmenn Landsvirkjunar ávarp auk Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra sem gaf skipun til stjórnstöðvar Landsvirkjunar um gangsetningu aflstöðvarinnar sem er meðalstór í samanburði við aðrar aflstöðvar Landsvirkjunar hér á landi. „Hún hefur mikla þýðingu sem styrking á raforkuframleiðslu í landinu, styrkir kerfið okkar, eykur atvinnutækifæri, styrkir stöðu Landsvirkjunar og er mikið framfaramál,“ segir Bjarni. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir verkefnið heilt yfir hafa gengið vel en kostnaður við verkefnið nam um 17 milljörðum króna. „Með þessari virkjum erum við að nýta orkuna á þessu svæði betur, við byggðum gömlu Búrfellsstöðina fyrir um 50 árum síðan. Síðan hefur rennsli verið að aukast þannig að það var möguleiki að nýta það enn betur og það er hlutverk okkar að gera það,“ segir Hörður. „Okkur tókst líka að lágmarka umhverfisáhrifin sem er líka mikið áhersluatriði hjá okkur,“ bætir Hörður við.Vatnið fellur 110 metra Verkís sá um hönnun virkjunarinnar og voru byggingaframkvæmdir í höndum samsteypufyrirtækis Íslenskra aðalverktaka, Marti Contractors og Marti Tunnelbau að því er segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Verkeftirlit á staðnum var í höndum Landsvirkjunar en Mannvit kom að eftirliti með byggingarframkvæmdum. Þá framleiddi Andritz Hydro vél- og rafbúnað og DSD-NOELL lokur og þrýstivatnspípu. Framkvæmdir við verkefnið hófust í apríl 2016 en vatn er tekið úr inntakslóni Búrfellsstöðvar, Bjarnalóni. Úr inntakslóni er 370 metra langur aðrennslisskurður sem liggur fram undir brún Sámsstaðaklifs að inntaki stöðvar. Þaðan fellur vatnið síðan niður um 110 metra löng fallgöng að stöðvarhúsi og þaðan er vatninu síðan veitt út í frárennslisskurð sem leiðir það út í Fossá.Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, lagði hornstein að Búrfellsstöð II og fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, gangsetti stöðina. Á myndinni eru, frá vinstri: Hörður Arnarson forstjóri, Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri, Guðni, Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður, Ásbjörg Kristinsdóttir yfirverkefnisstjóri framkvæmdarinnar, Bjarni og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs.Landsvirkjun
Tengdar fréttir Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. 25. júní 2018 21:45 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. 25. júní 2018 21:45