Eiríkur Ingi borinn þungum sökum af ítölskum keppanda: Fékk eftirlitsbíl til að tryggja að Ítalinn færi eftir reglum Birgir Olgeirsson skrifar 21. júní 2016 18:04 Eiríkur Ingi Jóhannsson bar sigur úr býtum í einstaklingskeppni hjólreiðakeppninnar Wow –Cyclathon. Sá sem lenti í öðru sæti, Ítalinn Omar Di Felice, ber Eirík Inga þungum sökum en hann hefur sakað Eirík Inga um að hafa nýtt sér kjölsog frá bílum, notast við rafmótor á hjólinu og neytt ólöglegra lyfja. „Bara allt sem er hægt að nefna,“ sagði Eiríkur Ingi í Reykjavík síðdegis en Ítalinn hefur viðrar þessar ásakanir á Facebook og í ítölskum fjölmiðlum. „Ég er ekki á nokkrum einustu lyfjum, tek ekki einu sinni koffín sjálfur og hvað þá að fara að svindla í þessari keppni. Maður er í þessu númer 1, 2 og 3 fyrir sjálfan sig og færi ekki að svindla á sjálfum mér, það er alveg á hreinu,“ sagði Eiríkur Ingi. Hann sagði að hann hefði verið varaður við Ítalanum. „Þetta er víst ítrekuð hegðun hjá honum,“ sagði Eiríkur Ingi en þetta er þriðja árið sem hann keppir í einstaklingskeppninni. Fyrsta árið hafnaði hann í þriðja sæti, öðru sæti í fyrra og í fyrsta sæti í ár. Hann fékk mikla hjálp frá Þjóðverja sem vann keppnina í fyrra. Eiríkur fékk þær upplýsingar að Ítalinn væri um 15 prósentum sterkari en Þjóðverjinn og þá lá fyrir að Eiríkur þyrfti að bæta sig töluvert, sem hann gerði. Eiríkur var búinn að reikna með að Ítalinn myndi vanmeta hann en helsti styrkleiki Eiríks er að geta vakað lengi og stýrði hann þannig hvíld Ítalans. „Ég leyfði honum ekki að hvíla,“ sagði Eiríkur en í hvert sinn sem hann hvíldi sig tók Ítalinn sér hvíld og nýtti ekki tækifærið til að fara fram úr Eiríki. Eiríkur sagði það vera merki um að keppandinn sé ekki að fara fram úr, ef hann er svo bugaður af þreytu að hann hvílir sig í hvert sinn sem sá sem er í forystu gerir það. Eiríkur rauk fram úr Ítalanum í Jökuldalnum þegar sá ítalski var að hvíla sig. Í Jökuldalnum sá Eiríkur ekki betur en að Ítalinn hefði sjálfur nýtt sér kjölsog frá bíl en það var í annað skiptið sem Eiríkur sá Di Felice gera það. Eiríkur sagðist til að mynda eiga myndband af því þegar Ítalinn gerði það á Kjalarnesi. „Hann var búinn að vera að áreita keppnisstjórnina frá byrjun keppninnar. Það var búið að dæma hann úr leik áður fyrir mikið svindl,“ sagði Eiríkur sem fékk sér eftirlitsbíl til að fylgjast með De Felice til að tryggja að hann færi eftir settum reglum. Keppendur eru eftirlitslausir í einn og hálfan sólarhring og sagði Eiríkur ekki hægt að leggja svona áraun á sig og verða svo fyrir því að tapa fyrir svindlara. Hann mun skila inn keppnisskýrslu til mótsstjórnar þar sem farið verður yfir málið. Hann er auk þess hættur keppni í einstaklingskeppni Wow Cyclathon. Hann sé búinn að ná settu markmiði þar og hyggur á frekari keppni í Bandaríkjunum. Fjallað var fyrst um málið á vef DV. Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Eiríkur Ingi Jóhannsson bar sigur úr býtum í einstaklingskeppni hjólreiðakeppninnar Wow –Cyclathon. Sá sem lenti í öðru sæti, Ítalinn Omar Di Felice, ber Eirík Inga þungum sökum en hann hefur sakað Eirík Inga um að hafa nýtt sér kjölsog frá bílum, notast við rafmótor á hjólinu og neytt ólöglegra lyfja. „Bara allt sem er hægt að nefna,“ sagði Eiríkur Ingi í Reykjavík síðdegis en Ítalinn hefur viðrar þessar ásakanir á Facebook og í ítölskum fjölmiðlum. „Ég er ekki á nokkrum einustu lyfjum, tek ekki einu sinni koffín sjálfur og hvað þá að fara að svindla í þessari keppni. Maður er í þessu númer 1, 2 og 3 fyrir sjálfan sig og færi ekki að svindla á sjálfum mér, það er alveg á hreinu,“ sagði Eiríkur Ingi. Hann sagði að hann hefði verið varaður við Ítalanum. „Þetta er víst ítrekuð hegðun hjá honum,“ sagði Eiríkur Ingi en þetta er þriðja árið sem hann keppir í einstaklingskeppninni. Fyrsta árið hafnaði hann í þriðja sæti, öðru sæti í fyrra og í fyrsta sæti í ár. Hann fékk mikla hjálp frá Þjóðverja sem vann keppnina í fyrra. Eiríkur fékk þær upplýsingar að Ítalinn væri um 15 prósentum sterkari en Þjóðverjinn og þá lá fyrir að Eiríkur þyrfti að bæta sig töluvert, sem hann gerði. Eiríkur var búinn að reikna með að Ítalinn myndi vanmeta hann en helsti styrkleiki Eiríks er að geta vakað lengi og stýrði hann þannig hvíld Ítalans. „Ég leyfði honum ekki að hvíla,“ sagði Eiríkur en í hvert sinn sem hann hvíldi sig tók Ítalinn sér hvíld og nýtti ekki tækifærið til að fara fram úr Eiríki. Eiríkur sagði það vera merki um að keppandinn sé ekki að fara fram úr, ef hann er svo bugaður af þreytu að hann hvílir sig í hvert sinn sem sá sem er í forystu gerir það. Eiríkur rauk fram úr Ítalanum í Jökuldalnum þegar sá ítalski var að hvíla sig. Í Jökuldalnum sá Eiríkur ekki betur en að Ítalinn hefði sjálfur nýtt sér kjölsog frá bíl en það var í annað skiptið sem Eiríkur sá Di Felice gera það. Eiríkur sagðist til að mynda eiga myndband af því þegar Ítalinn gerði það á Kjalarnesi. „Hann var búinn að vera að áreita keppnisstjórnina frá byrjun keppninnar. Það var búið að dæma hann úr leik áður fyrir mikið svindl,“ sagði Eiríkur sem fékk sér eftirlitsbíl til að fylgjast með De Felice til að tryggja að hann færi eftir settum reglum. Keppendur eru eftirlitslausir í einn og hálfan sólarhring og sagði Eiríkur ekki hægt að leggja svona áraun á sig og verða svo fyrir því að tapa fyrir svindlara. Hann mun skila inn keppnisskýrslu til mótsstjórnar þar sem farið verður yfir málið. Hann er auk þess hættur keppni í einstaklingskeppni Wow Cyclathon. Hann sé búinn að ná settu markmiði þar og hyggur á frekari keppni í Bandaríkjunum. Fjallað var fyrst um málið á vef DV.
Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira