Fótbolti

Sampaoli: Ég ræð skiptingunum, ekki Messi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ræður Messi öllu sem gerist í herbúðum Argentínu?
Ræður Messi öllu sem gerist í herbúðum Argentínu? vísir/getty
Mikið hefur verið rætt um að landsliðsþjálfari Argentínu Jorge Sampaoli ráði í raun afskaplega litlu og það sé stjarna liðsins Lionel Messi sem stjórni byrjunarliði liðsins og hvaða skiptingar séu gerðar.

Myndband hefur farið um samfélagsmiðla þar sem Sampaoli virðist vera að biðja Messi um leyfi fyrir því að setja Sergio Aguero inn á í 2-1 sigri Argentínu á Nígeríu á þriðjudag. Sampaoli neitar þessum fréttum harðlega og segir Messi ekki vera manninn með völdin.

„Þetta fór ekki fram eins og þið segið. Við vorum með nokkra möguleika sóknarlega og ég var einfaldlega að segja honum frá því að við ætluðum að breyta í eina af þeim útfærslum sem við höfðum æft,“ sagði Sampaoli á blaðamannafundi í gær.

„Messi er með svo stórkostlega góða sýn á fótboltaleiki að stundum sér hann hluti sem aðeins snillingur sér.“

Argentína mætir Frökkum í fyrsta leik 16-liða úrslitanna á HM klukkan 14:00 í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×